Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 30
Samtal vi5 Birgi Thoroddsen skipstjóra Texti: Steinunn S. Briem Lagarfoss komst leiðar sinnar þegar fjórar Svíþjóðarferjur, tólf önnur skip og sjálfur ís- brjóturinn festust í sundunum skammt frá Kaupmannahöfn. Birgi langaði aldrei á sjóinn, en hann þráði að gangamennta- veginn og leggja stund á nor- rœnu eða sögu. Það leyfði efna- hagurinn ekki, og eftir nokkur ár á þilskipum og togurum réðst hann til Eimskip.íseinustutveim blöðum var sagt frá bernsku hans og uppvaxtarárum á Vest- fjörðum, aðbúnaði sjómannafyr- ir stríð og ýmsum hœttum sem steðjuðu að skipunum er sigldu í lestum milli íslands og Ameríku og óþœgindum sem merki Eim- skipafélagsins gat valdið af tóm- um misskilningi. Hér lýkur frá- sögninni af lífi hans og starfi. HVAÐ hefurðu siglt á mörgum af fossunum?" „Við skulum sjá, fyrst var það gamli Lagarfoss, svo Dettifoss og Selfoss, eftir stríð var ég tvö ár á Reykjafossi, síðan annar stýrimaður á nýja Lagar- fossi, svo stuttan tíma á Goðafossi, eftir það varð ég fastur fyrsti stýrimaður á Brúarfossi og fór þar mína jómfrú- ferð sem skipstjóri, síðan á Tröllafossi, svo var ég átta ár fyrsti stýrimaður á Gullfossi. oe loks varð ég skipstjóri á Lagarfossi árið 1960 og hef verið hér síðan.“ „Tekur ekki dálítinn tíma að venj- ast nýju skipi?“ „Jú, ég myndi segja, að það tæki upp undir ár þangað til maður þekkir alveg orðið á það, en Lagarfoss, Dettifoss og Goðafoss eru eins byggðir, svo að þar er enginn munur á. Ég held. að tilfinn- ing sjómannsins fyrir skipi sínu sé áþekk tilfinningu reiðmannsins fyrir hestinum — maður þarf að kunna á skipið og viðbrögð þess og vita til hvers hægt er að ætlast af því.“ Hafnsögumaður eitt sumar „Varstu þá hættur að hugsa um vinnu í landi?“ „Já. ég breytti um stefnu í lífinu þegar ég sá, að ég myndi festast á sjónum, og beindi athyglinni að starf- inu og öllu sem því fylgdi. Reyndar var ég eitt sumar hálfpartinn í íandi; þá var ég hafnsögumaður í Reykjavík. Ég lærði mikið á því, og það líkaði mér bezt af allri minni sjómennsku. Maður gat lifað eðlilegu fjölskyldulífi og hitt sína vini, og meira að segja fannst mér kaupið duga betur. En þótt ég hefði gjarnan viljað skipta og gerast fastur hafnsögumaður gat ég það ekki vegna eftirlaunaréttinda og annarra slíkra hluta.“ „Fannst þér ekki skrítið að taka skip þinna fyrri yfirmanna að bryggju?“ „Oftast var mér nú hlíft við því. Við vorum tveir á vakt í einu og gátum yfirleitt komið því þannig fyrir, að hinn tæki skip minna gömlu skipstjóra, en ég þá útlendu skipin eða þau sem nýir skipstjórar voru á. Ég fékk ágæta tilsögn hjá yfirhafnsögumanninum, Þor- varði Björnssyni, og hann sagði m. a. við mig þessa setningu sem ég hef aldrei gleymt: ’Ef þú ætlar að vera fljótur að bryggju þá farðu hægt‘. Það er sannar- lega rétt aðferð.“ „Hvernig líkaði þér að vera fyrsti stýrimaður?“ „Það er töluvert umfangsmeira starf en annars og þriðja stýrimanns — fyrsti stýrimaður er hægri hönd skip- stjórans í einu og öllu og leysir hann af þegar þess þarf með. Mér fannst gaman að komast betur inn í sjálft skipstjórnarstarfið.“ „Þú hefur ekki lengur álitið yfir- mennina algera fáráðlinga?“ „Nei, nú fór mér að finnast þeir ólíkt vitibornari en áður fyrr þegar ég vissi minna um vandamálin- sem þeir höfðu við að glímá.“ „Voru ekki viðbrigði að koma á Gull- foss?“ „Jú, það var alveg nýtt líf. Að mörgu leyti var það erfiðara' en hitt, en það gat líka verið mjög skemmtilegt oft og tíðum. Ferðirnar voru stuttar og mikið að gera um borð, maður kynnt- ist ótalmörgum og var alltaf á spani. Verst þótti mér þegar ég kom heim á milli, að þá stoppaði síminn aldrei — þáð voru farþegar að gera fyrirspurnir sem heyrði undir skrifstofuna að svara, fólk að spyrjá um pakka og ... ja, það var al.lur skrattinn í sambandi við hitt og þetta. Og við vorum svo stutt heima í hvert sinn, að ég hafði ekki einu sinni-tíma til að skreppa út úr bænum og varð að sleppa öllum mínum hobbí- um. En ég kynntist mörgu ágætisfólki í ferðunum." 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.