Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 37
verk, sem hún var svikin um, Scarlett O’Hara í -á Hverfanda hveli. Scarlett O’Hara er kona, sem getur ekki elskað og gat ekki losað sig við fordóma varðandi hjónabandið, fyrr en hún hitti mann, sem kúgaði hana til undirgefni. — Þetta er draumahlutverk- ið mitt, segir hún. Draumurinn um tamninga- manninn, hefur enn ekki blikn- að. ★ ★ @ Svi5sl]ósið Framh. af bls. 5. undirstrika það, sem fellur í smekk sendanda. Æskilegt væri að fá um leið gagnrýni á það, sem betur má fara í þættinum, þó að það sé ekki neitt skilyrði. Ég er fyrirfram viss um, að þið bregðist vel við, jafnvel ennþá betur en í síðustu könn- un, en hún tókst mjög vel. © Aika Framh. af bls. 29. ans. Það er til þess gert að leyfa mönnunum við skeifuborðið að sjá fótleggina á henni. Eftir tíu mínútur mun Marilyn okkar fara sömu ferðina. Sérðu hvernig hún gengur? Hún veit af sér, eins og þátttakandi í fegurðarsam- keppni, sem spígsporar frammi fyrir dómurunum." Mennirnir við skeifuborðið horfðu á stúlkuna hverfa inn um dyr við enda skálans. Ör- stutta stund talaði enginn né hló; siðan hvað við langdregið blístur, sem kom á stað hlátur- kviðu. „Eigandi þessarar kaffi- stofu er kverimaður frá Filips- eyjum," sagði herra Liu, „sú kona er mannvinur í hjarta sínu, en hefur auk þess glöggt við- skiptavit. Þessi fegurðarsýning gegnir tvenns konar hlutverki: i fyrsta lagi að veita mönnum Við annars flokks borð smávegis ókeypis skemmtun; ef þeir vilja meira, verða þeir að áfskrifa kaffidrykkju við þetta borð hérna, sem er fyrsta flokks borðið." MYNDAMÓT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SÍMI 17152 „Hitt hlutverkið er þá að auka bjórsöluna," sagði Chiang. „Einmitt," sagði herra Liu. „Árangurinn kemur í ljós eftir augnablik." Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar litill Filips- eyingur stóð upp frá kaffisölu- borðinu og færði sig yfir að borðinu til þeirra, með vindling hangandi í öðru munnvikinu og einkennilegt bros á dökkleitu andlitinu. „Nú selzt einn bjór i viðbót," varð herra Liu að orði. „Líttu á veitingakonuna. Sérðu sigurhrósið í brosinu?“ Chiang leit snöggvast á hold- uga, miðaldra Filipseyjakonuna, sem sat innan við skeifulaga borðið, með peningakassann á aðra hönd sér en stóran kaffi- ketil á hina, eins og gyðja á Ólympstindi sem skemmtir sér yfir heimskupörum mannanna. „Veiztu hvað,“ sagði herra Liu, þegar hann hafði teygað langan reyk úr vindlingnum sínum, „hún er ef til vill ekki samsett- ari en einfrumungur, en allt að einu gjörþekkir hún grundvall- arveikleika mannanna, sem Freud eyddi allri ævi sinni í að kanna. Þegar hún sér hvernig fyrirætlanir hennar bera árang- ur og heyrir peningana hringla í hinum kassanum, þá er ég viss um að henni liður líkt og rit- höfundi, sem les vinsamlega dóma um bók sína. Það er til- finning, sem ég hef þráð alla ævi en þessi kona nýtur hennar hverja stund. Stundum get ég orðið æfur af reiði þegar ég hugsa til þess hve litið sumir þurfa að hafa fyrir því, að njóta hamingjunnar, en aðrir mikið. Lítum á mig sem dæmi. Ég get ekki gert mig ánægðan með minna en metsölubók, sem færir mér hvort tveggja fé ,og frama. Ég veit að ég geri mér alltof háar vonir, en ég get ekki gert að því.“ Chiang hafði hlustað eins og annars hugar á málæðið í herra Liu. En nú bætti hann við upp- hátt og var þó fremur að tala við sjálfan sig: „Já. Ég þekki það. Aika getur heldur ekki gert sig ánægða með minna en Micha- el eða John Larson." Herra Liu lyfti annarri auga- Framh. á bls. 41. 37 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.