Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 31
Sjómannahjónaböndin eru eins og eilíft til- hugalíf — Hrefna og Birgir hafa alltaf um margt að tala þegar þau hittast. Maður lærir að hlusta „Getur ekki orðið drepleiðinlegt að þurfa eilíflega að vera að halda uppi samræðum við farþega og þá auðvitað misjafnlega geðfell(ja?“ „Ja, fyrst og fremst er það nú þáttur í starfinu og þar af leiðandi sjálfsagður hlutur að reyna að gera það eins vel og maður getur. Svo er það oft bæði „ upplífgandi og lærdómsríkt. Ég skal játa, að það eru ekki allir jafnskemmti- legir, en yfirleitt hef ég ekki lent í neinum vandræðum að tala við fólk. Maður lærir að hlusta og kynnist áhuga- málum annarra og skoðunum, hugsunar- hátturinn er hér um bil eins mismun- andi og mennirnir eru margir, og mað- ur fær fræðslu um mörg efni sem mað- ur hefur kannski ekki haft hugmynd um áður. Eitt mál vill alltaf verða ofan á í byrjun, og það er veðrið og náttúr- lega sjóveikin — maður reynir að leiða það út af dagskrá við fyrsta tækifæri, sökum þess að engum er hollt að hugsa of mikið um sjóveiki í ferðum.“ Ábyrgð skipstjórans „Hvernig er svo að vera skipstjóri og alvaldur konungur í ríki sínu?“ „Ojæja, kannski dálítið kitlandi fyr- ir hégómagirnina til að byrja með; það er auðvitað markmið allra sjómanna að verða skipstjórar með tímanum. Ég myndi segja, að það væri skemmtileg- asta starfið um borð, en ekki það auð- veldasta.“ „Já, ber ekki aumingja skipstjórinn ábyrgð á öllu sem aflaga fer, jafnvel þótt hann hafi sjálfur hvergi komið nærri?“ „Jú, vissulega. Einu sinni henti far- þegi appelsínuberki í höfnina í New York, og þá var skipstjórinn sem ekki hafði hugmynd um brotið, sektaður um fjögur hundruð dollara.“ „Hvernig fer ef hafnsögumennirnir gera vitleysur?" „Þá er sökin talin skipstjórans. Hann á að fylgjast með og taka stjórnina í sínar hendur ef honum finnst ástæða til.“ „En er það ekki illa séð?“ „Það kemur varla fyrir, að þess þurfi — hafnsögumenn eru yfirleitt þaulreyndir og leiknir í sínu starfi og þekkja allar aðstæður betur en skip- stjórar sem oft eru ókunnugir á staðn- um.“ „Og ef skipverjar gerast sekir um t. d. smygl — er skipstjórinn þá talinn ábyrgur?“ „Já, það þykir sýna slælegt eftirlit af hans hálfu. Sumir vilja reyndar ekki fallast á. að skipstjórinn beri annað en æruábyrgð, en er til þyngri ábyrgð en einmitt hún?“ Agi og formfesta „Hvernig er með að halda uppi aga? Hefurðu aldrei átt erfitt með það?“ „Nei, aginn hefur aldrei verið mikið vandamál, finnst mér. Við höfum líka úrvalsmannskap hérna.“ „Þið eruð miklu formfastari á sjón- um en í landi — heldurðu, að það hjálpi?" „Nei, ég vil ekki orða það svo, því að það er alveg undir skipstjóranum sjálfum komið og persónuleika hans hvað hann heldur uppi miklum aga^ En viss formfesta álít ég, að sé æskileg; það er eins konar háttvísi sem ég kann vel við, og ég vildi síður, að hún rynni út í buskann.“ „Þú hefur þá aldrei þurft að slást við undirmennina til að halda þeim í skefjum?“ „Nei, til allrar hamingju, enda held ég, að ég myndi seinast af öllu grípa til þeirrar aðferðar." Einnianalegt starf „Finnurðu aldrei til innilokunar- kenndar að vera svona langtímum sam- an um borð í skipi?“ „Nei, ekki get ég sagt.það, en mér finnst ég oft vera mikið einn, sérstak- lega síðan ég varð skipstjóri.“ „Já, er það ekki hálfeinmanalegt starf?“ „Það verður það ósjálfrátt að mörgu leyti, meira en maður gerir sér grein fyrir að óreyndu.“ „Hvað finnst þér skemmtilegast við það óg hvað örðugast?" „Mest gaman þykir mér að taka skip upp að bryggju þar sem maður þarf að vanda sig til að skemma ekki neitt — og oft eru engir hafnsögumenn á erfiðustu stöðunum eins og víða kring- um ísland. Mér finnst skemmtilegt að brjóta heilann-um það fyrirfram hvern- ig bezt verði að haga siglingunni, svo að allt gangi að óskum. Örðugast þykir mér að áætla ferðirnar fram í tímann, þannig að þær verði sem hagkvæmast- ar og hvergi óþarfar tafir. Ég veit sjaldnast nákvæmlega hvaða vörum ég á von á og verð þess vegna hálfpart- inn að vinna planlaust, og þar að auki getur áætlunin alltaf breytzt á síðustu FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.