Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 24
Evtusjenko oe kokkarnir. Og gillið í fullum gangi. LJÓÐSE4ÁLDID ER LISTAf.OKKIJR Hinn ungi reiði maður Sovétríkjanna, skáldið Évtusjenko er á eilífum þveytingi. Síðast var hann á Italíu óg þar komv að honum [jótti tími til kominn að fá almenni- legan rússneskan mat. Gerði hann sér |)á lítið fyrir og gekk til eldhúss á vit mat- reiðslumanna, virðulegs veitingastaðar og bað um að fá að kokka ofan í sjálfan sig. Kokkarnir voru himinfallnir af hrifningu, |)ví ekki gerist það á hverjum degi að heimsfrsegt skáld heintsæki þá á vinnu- stað. Þeir létu honuni eftir bæði kokka- húfu og potta. Sagt er að máltíðin hafi heppnazt prýðilega og srert lukku hjá gest- um skáldsins en ítalskur miöður var drukkinn með. OPINBEKIR starfsmenn á tslandi eru dæmdir óvinnufærir þegar þeir ná sjötugsaldri, en oft er sagt um embættismcnn á eftirlaunum, að þeir séu „í fullu fjöri.“ Við fáa á þessi setning þó betur en þann áður umdeiida Pablo Picasso. Ilann er nú að verða hálfníræður, en málar eins og fjandinn sé á hælunum á honum og hann sé logandi hrædd- ur um að geta ekki lokið öllu því mest aðkallandi af áður en hann hrekkur upp af. Myndin á mynd- inni hér með er, að því er Picasso segir, af göml- um manni. — Eins konar sjálfsmynd. GRACE GREIFAFRÚ ÞAÐ ERU ekki ýkja mörg ár síðan Grace Kelly var ein dáðasta kvikmyndastjarna heimsins. Og kannski hefði hún orðið kvikmyndagestum um allan heim sífelld ánægjuuppspretta, ef hún hefði ekki átt hásnobbaða foreldra og verið lítið betri sjálf. Nú er hún sem sé greifafrú af Monaco, sem er ekki annað en fínt felunafn á því alræmda Monte Carlo. Sagt er að hún verði því fegurri, sem árin hlaðast á hana og nú er hún þriggja barna móðir. Við rákumst á þessa mynd af greifa- frúnni í skandinavísku vikublaði og þar er spurt: „Hvað heitir frumburður greifafrúarinnar?“ Svari nú hver sem getur . . Vel á minnst: f fyrrnefndu vikublaði er heitið verðlaunum fyrir rétta lausn. Forláta silfurkertastjaka (nýsilfur?). Km GG KAREFGGLiWM Semiilega eru allir orðnir hundleiðir á því herjans glugghrossi, Kim Novak, sem safnaði karlmönnum eins og frímerkjum. En nú hefur hún mætt örlögum sínum í líki liins brezka Richard Johnson, sem heiíl- aðist af þeirri ljósliærðu. meðan þau voru að leika í kvikmyndinni „Ástarævin- týri Moll Flanders“. Sumir vilja konur með fortíð . . . HÚN BAR AF ÞEIM ÖLLfiJIVI Engum hefði dottið í hug að óreyndu, að Banda- ríkjamenn þyrftu að leita út fyrir landsteinana eftir kynbombum, cn raunin hefur orðið sú að ítölsk stúlka, Virna Lisi að nafni, hefur skotizt upp á stjörnuhimininn og skilið fjöldan allan af met- orðagjörnum innfæddum blondínum eftir í start- inu eins og það heitir á íþróttamáli Virna Lisi leikur um þessar mundir í kvikmynd, sem heitir „Hvernig á að myrða konuna sína“ og mótleikari hennar er enginn annar en Jack Lemmon. Hún hefur leikið í tuttugu og fimm evrópskum kvik- myndum, en það var í myndinni „Brúðurnar" sem Hollvwood fékk augastað á henni. Eftir myndinni að dæma, er hún að segja eitthvað rniklu gáfu- legra i símtólið en maður gæti húizt viíf nf cvnddan blondínu 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.