Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 34
Ið nokkurn vegirn viss um, að hann stoppi á réttum stað, en þegar maður stöðvar skip geta bæði straumar og vindar borið það burt af staðnum sem maður vildi vera á. Reyndar hef ég ekki mikinn tíma aflögu meðan við erum á sjónum en- í langferðum er stundum gaman að geta leikið sér að einhverju. Ég á orðið stórt frímerkja- safn, og það er þægilegt hobbí sem hægt er að grípa í þegar maður fær næðisstund. Svo les ég alltaf mikið.“ „Hvað sérstaklega?" „Ó, allt mögulegt. Blöð og tímarit, fræðibækur, skáldsögur og ljóð. Ég hef mikið dálæti á ljóðum. Fornsögurnar les ég líka, einkum þrjár þeirra; venju- lega tek ég Grettlu og Laxdælu annan hvern vetur og Njálu á milli. Ég hef mjög gaman af fræðiritum um ýmislog efni og eins skáldsögum sem sýna lífið í raunsaeju ljósi. Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness eru uppáhaldshöf- undarnir mínir, og ég hef lesið og marg- lesið öll verk sem út hafa komið eftir þá. Af ljóðskáldunum finnst mér eng- inn jafnast á við Jónas Hallgrímsson.“ „Yrkirðu ekkert sjálfur?" SJÓMAÐUR GEGN VILJA SÍNUM „Stundum reyni ég, að hnoða ein- hverju saman, en það er svo ófullkom- ið, að ég hef varla þorað að láta nokk- urn mann sjá það Ég á töluvert af hálfgerðum vísum sem ég lýk kannski aldrei við.“ „Finnst þér ísland ekki dálítið fjar- lægt þegar þú ert svona mikið í burtu?“ „Jæja, ég læt það vera, ég reyni að fylgjast eins vel og mér er mögulegt með öllu sem er að gerast heima. Ég tek með mér mánaðarbunka af íslenzku dagblöðunum í hverja ferð og 'les þau rækilega. Það gerir minna til, þó að fréttirnar séu ekki alveg nýjar. Svo tala ég við marga úti á landi í strand- ferðunum og fæ þá að heyra um helztu atburði í hverju byggðarlagi. Þannig missir maður ekki samband við lífið heima.“ „Hvað gerirðu í fríunum þínum?“ „Ég nýt þess náttúrlega að vera með MUHGÍtl TttOttODfíSEN: Svanwrinn („Aðdragandinn var sá,“ segir Birgir um betta Ijóð sitt, ,,að eitt sinn þegar ég kom sem fullorðinn maður í frí á æskustöðvar minar þá sá ég gamlan bát sem ég þekkti frá fornu fari. Hann lá þarna hálfgrafinn í sandinn, og formaðurinn gekk með mér um fjöruna og sagði mér frá bátnum og sögu hans. Myndin varð föst í huga mér, og eitthvað um ári seinna fæddist kvæðið eiginlega alveg ósjálfrátt.") „Þarna liggúr þessi bátur þarna leika strákar sér. Enginn öldubrjótur — æ, mér 'finnst hann Ijótur — Kólgan áfram klettinn ber.“ Gamall maóur stóö og studdi stiróri hönd á boröstokkinn. „Já, svona er Svanurinn farinn sá klauf foröum marinn dágóö saga, drengur minn. „Feril þeirrar góöu gnoöar getur enginn lengur skráö og þðtt ég syrgi Svaninn," sagöi þorskabaninn, ,#kal minning hans aldrei máö. Báturinn meö boröin rifnu brotinn grafinn niöur í sand öllum rceöum rúinn rytjulegur þóftufúinn lagöur þarna á land. Hnýflarnir af og hárhvasst stefni hefirlöngu hvorfiö burt allar árar liorfnar ólar í sundur skornar og stþriö fariö hver veit hvurt. Flygsm liggja af fúnum seglum fallinn reiöi sundur slitinn mastriö liggur lágt löngum bar þaö hátt. „Líttu á snjáöa litinn. - „Afi minn sem átti Svaninn allra fyrstur löngu síöan bar úr býtum nóg bara ef gaf á sjó engan knör þá fann svo fríöan. „Ég var bara átján ára yngsti versins formaöur unga konu átti og afla sækja mátti viljugur og vonglaöur. „Afi gaf mér siöar Svaninn svo ég gæti bjargaö mér blessaöi fley og baö aö björgin flyttist aö allt er goft sem eftir fer. fjölskyldunni allar stundir sem hægt er, en það er oft mikið að gera kring- um ýmiss konar félagsmál. Þau eru , tímafrek, og ég hef aldrei getað slopp- ið við þau, þó að ég feginn vildi. Við eigum lítinn sumarbústað á Þingvöll- um sem ég smíðaði að mestu leyti sjálfur, og þar þykir mér indælt að vera í kyrrð og ró með mínum nán- ustu.“ HVAÐ hlakkarðu mest t'il að gera þegar þú kemst á eftirlaun?“ „Þá get ég nú gert sitt af hverju — það verður áreiðanlega skemmtilegasti tími ævinnar. Þá get ég verið austur við Þingvallavatn á sumrin, ræktað tré og blóm umhverfis húsið okkar og siglt um vatnið í smábát, þá get ég farið að vinna úr öllu sem ég á núna hálfgert — myndum sem liggja niðri í kjallara, hálfum kveðlingum — þá verða kann- ski komin barnabörn í hópinn, litlar fjölskyldur til viðbótar, þá get ég ... ja, hver veit nema ég geti þá loksins farið að hjálpa konunni minni svolítið við húsverkin og gefa henni frí frá upp- þvottinum við og við?“ ★ ★ „Syni mína svo og dætur saddi ég af afla góöum sem báturinn bar i land þött brimaöi viö sand gaman var þá viö glœöurnar i hlóöum. „Nú hrörna báöir Sveinn og Svanur ég sé i anda Grettistak en margan máisverö færö ’ann og margan svangan nærö ’ann þótt nú sé hann oröinn fúaflak. „t sandfjörunni seint á óttu seggir skyggndu veöurfar brakaöi í byröing traustum er báti var hrint úr naustum út frá lileinum lialdiö var. „Ég vildi ég væri ungur aftur og viö stjórn á þeirri gnoö oft á bárum breiöum brakaöi í reiöum og sjávarlööur vætti voö. „VeÖurnornir vildu stundum velja tslands sonum grand þá l haustsins lireggi hripaöi sjór úr skeggi stundum var langt í land. „Þá i stóra stormi æstum á stjórninni ég haföi vald kinnungurinn kyssti og kjölur sundur risti margan brattan bárufald. „Nú lirörna báöir Sveinn og Svanur ég sé í anda Grettistak lífsskeiöiö er Höiö Ijóst er næsta miöiö hvor um sig er fúaflak." ... Þannig mælti þulurinn góöi þandi hann fyrr i stormi voö horföi út á hafiö húmi kvöldsins vafiö og tárin hrundu á gamla gnoö. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.