Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 5
*»<M SKOÐANAKÖNNUN UM EFNI ÞÁTTARINS Þegar þáttur þessi hóf göngu sína, minntist ég á, að ætlunin væri að hafa í honum fasta liði. Ekki hefur orðið úr þessu og liggja til þess ýmsar ástæður. En nú er ætlunin að láta til skarar skríða í þessum efnum og koma eftirfarandi liðir til greina: ÆSKUFÓLK f LEIKARASTÉTT. Þar verða kynntir leikarar af yngri kynslóðinni. STUTT OG LAGOTT. Undir þessari yfirskrift verða birtar stuttar og samanþjappaðar fréttir. Þá er það liðurinn TOPPLÖGIN 1959. Birtur verður listi yfir fimm vinsælustu lögin hér heima og í Bretlandi umrætt ár. En ég vil fá ykkar álit á þessum fyrirhuguðu liðum og reyndar á öðru væntanlegu efni. Ef meirihlutinn er mótfallinn einhverju sérstöku efni, þá verður það EKKI tekið fyrir, því þetta er þátturinn YKKAR. Það hefur verið talað um það við mig, að ég sé með of mikið efni eingöngu fyrir táningana, þar sem þátturinn er ætlaður ungu fólki. Ætti að vera þar efni fyrir aðra aldursflokka. Hvort breyt- ingar verða hér á, veltur á úrslitum þessarar skoð- anakönnunar. Þar sem mér er það mikið kappsmál að fá sem flest bréf, þá hefur verið ákveðið að draga úr aðsendum bréfum og verðlaunin eru hin vandaða bók Almenna Bókafélagsins, FRUMAN, en í henni er gerð ýtarleg grein fyrir frumunni, grundvallar- einingu alls lífs. Sagt er frá því, hvernig hún myndar vefi og líffæri. Einnig er fjallað um það í þessari stórmerku bók, hvernig þróun mannsins og leit hans að betra lífi er m. a. komin undir þekkingu hans á frumunni. Til að hafa möguleika á að eignast þessa bók, verðið þið að svara spurningunum hér að neðan. Úrslitin verða gerð kunn eins fljótt og mögulegt er, en gleym- ið ekki eftirfarandi: Það verður aðeins dregið úr þeim bréfum, sem innihalda listann og svör við öllum spum- ingunum. Einnig er það skil- yrði, að nafn, heimilisfang, ald- ur og símanúmer fylgi. Þess- um sex spurningum ætti að vera fljótsvarað, þar sem við þrjár þeirra þarf aðeins að Framh. á bls. 37, mm UÚSINUi BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ SPURNINGARNAR: 1. Hvert er álit ykkar á fyrirhuguðum liðum? 2. Hvaða erlendar hljómsveitir á að kynna? 3. Á þátturinn að vera eingöngu fyrir táningana? JÁ NEI (Strikið yndir það sem við á) 4. Fleiri eða færri viðtöl? 5. Stuttar eða ýtarlegar greinar? 6. Hvaða annað efni á að birta? Nafn ............................... Heimilisf ang ...................... Aldur .............................. Sími ............................... Vinsamlegast klippið þetta úr blað- inu. Utanáskriftin er: FÁLKINN „í SVIÐSLJÓSINU“ BOX 1411. Bréfin verða að berast fyrir 15. febrúar næstkomandi. ÞIÐ og VIÐ' Fálki minn! Ég á tveggja ára gamlan dreng og er komin yfir tvitugt. Faðir drengsins er giftur mað- ur. Nú er ég ástfangin af ung- um manni og hann virðist hafa áhuga á mér og við erum búin að vera dálitið saman. Hins vegar er ég ekki búin að gleyma föður drengsins. Það er andstyggilegt að vera svona á báðum áttum. Ef ég giftist þessum unga manni, heldur þá drengurinn áfram að minna mig á hinn manninn? Ég er svoleiðis gerö að ég vil að ailt slíkt sé hreint og ákveðið. Huldukona. Svar: Ef þú ert aO hugsa um hjðnaband þá skiptir fyrsta „skotið“ ekki mestu máli. Ham- ingja hjðnabandsins vex upp af gagnkvæmum trúnaOi og skiln- ingi. Menn geta ekki losaö sig viö fortíö sína, en þeir mega ekki vera á vaidi hennar. Þú munt alitaf muna hinn mann- inn, en þú vex frá allri tilfinn- ingasemi t hans garö, úr þvi þetta varö ekki neitt. Gættu þess aö þú breytist sjálf. Sú „huldukona" sem eignaöist barn meö giftum manni fyrir tveimur árum, er ekki til leng- ur, og þú átt eftir aö fjarlægj- ast. hennar .sjónarmiö . enn meira. Ef þessi ungi maður vill þig og þú hann og þér finnst aö ööru leyti skynsam- legt aö giftast honum láttu þá ekki fortíöina aftra þér. Kæri Fálki! Ég hef oft lent i deilum við menn út af þvi hvort gera eigi Island að ferðamannalandi eða ekki. Mér finnst alveg sjálfsagt að hæna ferðamenn að. Það eru tekjur af því, og það kynnir lsland erlendis, en höfuðatriðið er, hygg ég, að við sjálf verðum smátt og smátt manneskjulegri, ef út- lendingar eru hér mikið á ferð. En það er satt að við höfum fram á síðustu ár verið ósköp útúrborulegt fólk. Ég hef ver- ið töluvert erlendis og mér finnst það. Hvað segir þú um þetta? Svar: Þaö eru skiptar skoöanir um þetta mál. Sumir eru sömu skoöunar og þú, aðrir vilja ekki gera landiö sviplaust og friölaust meö þvi aö fylla állt af erlendu feröafólki og elt- ingaleik viö aö ná út úr því erlendum gjaldeyri. Bæöi sjón- armiöin hafa sín rök. Þaö er engin hætta á því aö sá sem býr á krossgötum veröi útúr- borulegur, en þar reynir líka meira á persónuleika hans. Ef hann stenzt þá raun er víst allt i lagi. Já, viö höfum veriö svolítið útúrborulegir alveg fram á þennan dag, eöa réttara sagt eklci sérlega vel verseraö- ir í heimsins brögöum. En á móti kemur þaö aö viö erum engar brúöur. enn a. m. k. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.