Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 15
Hér getur að líta stœrsta sjón- varpsstúdíó ó NorSurlöndum. Héðan verður allt sjónvarps- efni sent út til óhoríendanna. þ. e. a. s. allar beinar sending- ar. Leikrit og skemmtiþœttir. tónlist, fyrirlestrar og rœðu- höld, öllu verður þessu sjón- varpað frá hinum mikla sal sem nú er verið að fullgera. Hér munu nýjar stjömur koma fram og þekktir skemmtikraft- ar auka enn á vinsœldir sinar. Og margur mun eflaust finna til taugaóstyrks áður en hann gengur fram fyrir sjónvarps- vélarnar til að frœða þjóð sína eða skemmta henni, já, von- andi hvort tveggja í senn. Myndimar tók ljósmyndari Fálkans, Rúnar Gunnarsson. Þeir voru nú ekkert sérstaklega hrifnir að fá okkur í heimsókn áður en búið vœri að gera fínt í kringum þá, snurfusa allt og fága. En það á einmitt vel við brautryðjendastarfsemi eins og íslenzkt sjónvarp að hafa dálítið af múrsteinum og spýtum, nöglum og smíða- tólum á víð og dreif um húsakynnin. Maður sér, að hér er verið að skapa eitthvað nýtt, og meðan smiðir og múrarar. keppast við innréttingamar sitja höfuðpaurarnir við að gera áœtlanir um hvernig íslenzkum sjón- varpsnotendum verði skemmt sem bezt þeg- ar hafnar verða útsendingar nú í sumar. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.