Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 8
gaddavirsgirðingu hinum megin — en bara ekki nógu var- lega. Miller opnaði pakka, sem lá á borðinu. Þar lá þessi sami áberandi sportjakki. „Þú hefur séð þennan áður, hr. Hayward, ekki satt?“ sagði hann. „Jú,“ sagði John. „Átt þú hann ekki?“ „Nei, og-við höfum þegar talað um það.“ „Láttu hann sjá, Grady,“ sagði Miller, og Grady tók um- slag upp úr vasanum og sýndi honum tvílita efnistætlu, sem hann tók upp úr umslaginu. „Þetta fannst á gaddavírnum,“ sagði Miller. „Passar al- veg,“ sagði hann, og sýndi John rifuna á bakinu á jakkanum. „Hyað segir þú við þessu?“ spurði Miller. „Jakkinn var ekki í íbúðinni þegar ég kom heim í gær- kvöldi,“ sagði John. „Hann var þar ekki heldur í morgun, þegar ég fór út. Hvar funduð þið hann?“ „Segðu honum hvar þú fannst hann, Grady,“ sagði Miller, og Grady gerði það. „Þú sérð þá hvernig þetta lítur út, hr. Hayward," sagði Miller. „Hvar varst þú klukkan tvö í morg- un?“ „Og hvenær heldur þú, að þú hafir komið heim, hr. Hay- ward?“ John hugsaði sig um, og sagðist halda, að það hefði verið um klukkan ellefu. „Nú þá er allt í lagi,“ sagði Miller. „Þá þurfum við bara að spyrja lyftumanninn hvenær hann hafi farið með þig upp í gærkveldi, og fá staðfest að hann hafi ekki farið með þig niður. Er það ekki?“ „Nei,“ sagði John. Hann talaði hægt. „Ég fór upp stigann.'1 „Fórstu upp stigann,“ sagði Miller með uppgerðar undrun. „Því í ósköpunum gerðir þú það?“ Higby prestur var úti í garðinum sínum. Hann lá á hnján- um og rýndi niður í grassvörðinn. Hann virtist vera í göml- um hermannabuxum og skyrtu. Við og við kippti hann upp illgresi eftir að hafa athugað það gaumgæfilega. Barbara ávarpaði hann. Hann leit upp og brosti vingjarn- lega. Það var auðséð að hann hafði ekki hugmynd um hver hún var. En hann stóð upp. „Ég kom hér í gær,“ sagði hún. „Ég er'Barbara Phillips.“ „Já auðvitað, auðvitað. Ég er hræddur um, að ég sé enn með vitlaus gleraugu, vina mín.“ Hann rétti út hendurnar. Barbara tók í þær feginsamlega. Kæri Astró! Mig langar til að biðja þig að segja mér eitthvað um fram- tíðina. Hvenær giftist ég og hvernig verður hjónabandið? Kannski giftist ég bara alls ekki? Hvernig verða fjármálin? Ég er í skóla nú og mig íangar til að læra eitthvað meira. Hvaða starf mundi henta mér bezt? Hvernig verður heilsan? Á ég eftir að ferðast til útlanda eða jafnvel dvelja þar eitt- hvað við nám eða þess háttar? Ég fæddist 1949. Með fyrirfram þakklæti. Ella. Svar til Ellu: Ég tel að þú sért alveg fædd hjúkrunarkona og hafir til að bera allt sem góð hjúkrunar- kona þarf að hafa. Einnig mundi eiga mjög vel við þig 8 að starfa á rannsóknastofu sem væri í sambandi við sjúkrahús. Þú ert ein af þeim manneskjum sem öllum þykir gott að hafa nálægt sér þegar þeir eru hjálparþurfi eða líður illa. Þú ert mjög sterk en þú ert full „Kæra Barbara,“ sagði hann. „Það hefur komið dálítið sorglegt fyrir. Frú Piermont — við töluðum um hana síð- ast í gær .. „Ég veit það,“ sagði Barbara. „Það er þess vegna, sem ég er komin aftur. Þeir halda að . ..“ Hún hætti. „John hefur verið tekinn fastur." „Elsku vina mín.“ Hann þurrkaði hendurnar á buxunum. „Komdu inn,“ sagði hann. „Við skulum fá okkur tebolla." Þau fóru inn í sama herbergið og þau höfðu talað saman í daginn áður. Hann hélt áfram inn, en kom að vörmu spori. „Margrét er að laga teið.“ „Hvenær var hún myrt.“ „Núna í morgun,“ svaraði hann. „Mjög snemma segja þeir." „Veiztu nákvæmlega -hvenær? Og — hvernig þetta vildi til?“ „Ég held að það hafi verið um klukkan tvö. Angela hefur heyrt í einhverjum niðri og farið niður. Það hefði verið líkt henni. Hún hefur verið vopnuð stafnum." „En ...“ byrjaði Barbara. Lítil grönn kona kom inn og hélt á bakka. Hún brosti til Barböru. „Það er ekkert sem jafnast á við góðan heitan tesopa.“ Hún lét bakkann frá sér á skrifborðið og fór út. „Drekktu nú teið þitt, væna mín,“ sagði Higby. Þetta lagast allt með drenginn þinn.“ „Þú segir þetta bara af því að þér finnst þú verða að segja þetta,“ sagði Barbara. „Heldur þú að ég segi þetta bara af því að ég er prestur, og sé með einhverja mærðarsemi? Nei, góða mín. Ég sat hér í gær með þér og piltinum þínum og ég veit, að hann myndi ekki drepa gamla konu. Og úr því að hann er ...“ „Saklaus er ekki nóg,“ sagði hún. „Sannleikur nægir stund- um ekki.“ „Drekktu nú teið þitt.“ Hún saup á heitu og sterku teinu. Hrollurinn virtist fara úr henni. „Ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að hafa gáfur og — vilja. Angela Piermont var auðug kona.“ Barbara varð undrandi á svip. „Meinar þú, að miklir pen- ingar hafi verið í húsinu? Að morðinginn hafi aðeins verið innbrotsþjófur?“ „Nei, ég var ekki að hugsa um það. Ég var að hugsa um...“ Hann hætti „Julie Titus hefði erft háar peningaupphæðir, ef hún hefði lifað Angelu. Ég var vitni að erfðaskrá Angelu. Hún bað mig að lesa hana yfir. Ég ...“ Framh. í næsta blaði. af hlýju og samúð án þess þó að sýna of mikla vorkunnsemi eða viðkvæmni. Ég held að þú næðir langt, bæði fyrir sjálfa þig og aðra, ef þú ynnir fyrir stofnun sem hefði það mark- mið að hjálpa öðrum. Þér finnst kannski að þetta sé ekki það sem þú hefur áhuga á enda ertu svo ung ennþá og hefur ekki gert þér fulla grein fyrir því hvað þú vilt, en tíminn mun leiða það í ljós. Þú ættir þangað til að mennta þig sem bezt og sem mest alhliða því þú hefur ágæta námshæfileika. Núna eftir árið 1966 kemur dá- lítið vandræða tímabil í lífi þínu, kannski eitthvað varð- andi ástamálin, sem truflar þig dálítið við nám þó það sé ekki alvarlegt, því yfirleitt ættu ástamálin að geta gengið vel þó ég búist við að þú giftist fremur seint. Ekki skaltu þó halda að þú piprir því það er fjarstæða. Verið gæti jafnvel að maður þinn yrði af annarri þjóð en þú munt eiga eftir að búa erlendis að minnsta kosti hluta ævinnar. Þú munt njóta þín mikið betur síðari hluta ævinnar, eða þegar þú ert búin. að átta þig á hvað þú vilt. Þér hættir dálítið til að vera of fljót að taka ákvarðanir og gæt- ir því hæglega hlaupið á þig bæði varðandi starf og ásta- málin. Fjármálin verða nokkuð örugg hjá þér, sérstaklega eftir að þú hefur náð miðjum aldri. Þú munt líka þurfa að hafa þó nokkuð mikið á milli hand- anna. Þú skalt alltaf reikna með því að vinna utan heimilis eftir að þú hefur gifzt. Heilsan ætti að geta verið góð svo framarlega sem þú leggur ekki alltof mikið á þig því þá er taugakerfi þínu dá- lítið hætt við ofþreytu. Þrátt fyrir að þú munir eyða mikl- um tíma utan heimilis má bú- ast við að hjónaband þitt og fjölskyldulíf verði farsælt. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.