Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 28
 Herra Yee var mættur á skrif- stofunni, þegar Chiang kom þangað. Hann var hress og ánægður og tottaði nýkveiktan vindil. „Aika er komin aftur,“ tilkynnti hann, eins og hann væri að flytja stórkostlegar heimsfréttir. „Hún er engill! Þú getur ekki imyndað þér hve hrifin gamla konan varð, þegar hún sá hana snemma í morgun. Hún er engill! Hérna, fáðu þér vindil!“ „Nei, þakka þér fyrir, ég reyki ekki,“ sagði Chiang. „Ég veit það. En taktu við honum. Þetta er hátíðlegt tæki- færi. Ég hef miklar fréttir að færa. Komdu, við skulum setjast inn í móttökuherbergið og fá okkur glas. Látum vinnuna sigla sinn sjó fram að hádegi." Hann gekk inn i „Vestur" hluta mót- tökustofunnar og tók fram flösku og tvö glös. Chiang vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Harin settist niður á légubekk- inn og beið þess að herra Yee leysti frá skjóðunni. Herra Yee hellti í glösin og settist i stól. „Ég skal segja þér,“ hélt hann áfram, „að ég hef alltaf haft mikla trú á gömlum kínversk- um máltækjum. Hefur þú heyrt máltækið um Gamla Sai? Það er svona: „Gamli Sai missti hest- innn sinn, hvernig gat hann vitað að það yrði honujn til láns?“ Það er ekki orðrétt svona, en eitthvað þessu líkt. Það sem við er átt, er það að ef Gamli Sai hefði ekki misst hestinn, þá hefði hann haldið til einhvers staðar og látið þar lifið, einhvern veginn þannig var það. Hann missti hestinn og bjargaði lífi sínu.“ „Hverjar eru þessar stórkost- legu fréttir, sem þú ætlaðir að segja mér?“ sþurði Chiang og fór að gerast óþolinmóður. Herra Yee saup gúlsopa úr glasi sínu og tottaði vindilinn nokkrum sinnum. „Ég ætla að kvænast," sagði hann svo. „Hverri?" spurði Chiang eftir stundarþögn. „Er ungfrú Chung komin aftur til þín?“ „Ungfrú Chung?“ sagði herra Yee og hló. „Það er hún, sem er hesturinn, maður! Ég er feg- inn, að ég losnaði við hana! Ef ég hefði kvænzt henni, þá hefði ég vafalítið orðið gjald- þrota innan tíðar. Það vildi til láns að hún skyldi strjúka með frænda mínum. Ef hún hefði ekki gert það, þá hefði ég ekki beðið engilsins." „Áttu við Aiku?“ spurði Chi- ang. „Hverja aðra, svo sem?“ sagði herra Yee og hló enn hærra. „Svona nú, kanpei, kan pei, skál í botn. Við verðum að halda þetta hátíðlegt. Þú ert hissa, er það ekki? Það eru allir furðu lostnir, móðir min líka, blessun- in. En þegar ég sagði henni fréttirnar, gladdist hún eins og barn, sem hefur fengið fallega gjöf.“ „Hvenær baðstu hennar? 1 morgun?" „Ég bað hennar fyrir löngu siðan. Rétt eftir að ungfrú Chung hljóp burt. En þá neitaði hún mér. Ég hef haldið þessu nokkuð vel leyndu, ekki satt?“ Hann hló aftur. „Jæja, hún sagði nei. Ég bjóst heldur ekki við öðru. Það er enginn skaði skeð- ur, hugsaði ég með mér. En veiztu hvað hún sagði svo í morgun, þegar hún kom aftur? Það fyrsta, sem hún sagði við mig var: „Herra Yee, óskar þú ennþá eftir að kvænast mér?“ Þetta sagði Aika. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum, þegar hún sagði þetta. Jæja, en svona er það nú samt. Við ætlum að giftast eins fljótt og mögulegt er, strax í næsta mánuði. Engin hátiðleg vígsluathöfn eða stór- veizla. Ég hef enga trú framar 14. HLUTI á þess konar látum. Aðeins smá fjölskylduboð, ekkert meira. Og prest eða dómara til þess að binda hnútinn á.“ „Ég óska þér til hamingju, herra Yee,“ sagði Chiang og rödd hans var hás. Hann drakk úr glasi sínu í einum teig. Hann skildi nú Aiku betur. Hún var alveg eins og fjöldi annarra kvenna. Fyrst hún gat ekki feng- ið ást, þá reyndi hún að gera sig ánægða með það næstbezta — peningana. Og með þá fjár- hagslegu byrði, sem hún hafði á herðum, var þetta ef til vill það eina skynsamlega, sem hún gat gert. Nei, hann var ekki reiður. Aðeins yfirkomirin af leiða á sjálfum sér. Hann hafði hvorki líkamlegt aðdráttarafl til þess að geta unnið hug einnar vændiskonu, né fjárhagslega getu til þess að kaupa hana i heilu lagi. „Og allt þetta á ég þér að þakka, Chiang," hélt herra Yee áfram og hellti aftur í glösin. „Manstu, að -ég sagði þér einu sinni að Aika myndi verða einhverjum góð eiginkona. Ég sagði þetta, ha, var það ekki?“ Hann hló. „Jæja, hvern skyldi hafa grunað, að það yrði ég sjálfur. Svona geta krafta- verkin gerst. Og það er þetta, sem gefur lífinu gildi; að mað- ur veit aldrei, hvað verður næst uppi á teningnum. Ég setti himin og jörð á hreyfingu til þess að ná mér í konu frá Hong 1 Kong, en kvænist svo í staðinn jap- anskri stúlku, sem er þúsund sinnum fallegri og betri heldur en Hong Kong kvensan. Mér finnst ég vera hamingjusamasti maður í heimi og ég er þakklát- ur þeim tveim mönnum, sem hafa fært mér þessa hamingju: þér og Dick. Já, Dick, þessi húðarletingi og auðnuleysingi, án hans hefði ég aldrei lifað þennan hamingjudag. Nú myndi ég ekki vilja skipta við hann, hvað sem í boði væri. Ha, ha!“ Hann hló hrossahlátri. „Skál nú, kan-pei kan-pei!“ Ánægja herra Yee gerði Chi- ang þungt um hjartaræturnar en hann reyndi hvað hann gat til þess að sýnast eðlilegur og mátulega hrifinn og láta á engu bera. En þetta varð honum slík raun, að hann hefði heldur kos- ið átta klukkustunda erfiðis- vinnu. Herra Yee krafðist þess, að þeir tækju sér frí frá störf- um, töluðu og hvíldu sig og héldu daginn hátíðíegan. Chiang hafði aldrei á ævi sinni lifað lengri martröð en þennan morg- un. Þeir unnu af kappi eftir há- degið, en herra Yee fór snemma heim. Chiang lauk við vinnu sína og snæddi síðan einfaldan kvöldverð í litlu matsöluhúsi. Eftir kvöldverðinn sótti á hann þunglyndi og óralangt kvöldið framundan virtist honum sem endalaus, einmana troðningur i eyðimörk. Hann tók það ráð að hringja heim til herra Liu. I þetta skipti svaraði herra Liu sjálfur í símann. „Trúir þú á hugsanaflutning?" spurði herra Liu. „Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá ætlaði ég einmitt að fara að hringja til þín. Ég hef verið að brjóta heil- ann um, hvers vegna þú hefðir aldrei tekið boði mínu um að fara og litast um í Kearny stræti. Ég geri ráð fyrir, að það sé það, sem þú hefur í huga núna.“ „Já," sagði Chiang. „Þarna sérðu. Fullkominn hugsanaflutningur. Við höfum báðir verið að hugsa um ná- kvæmlega það sama. Lagskona min er úti að sjá um innkaupin, svo ég hef frjálsar hendur. Við skulum ekki eyða lengri tíma í símtal, heldur hittast á horninu á Jackson og Kearny eftir stund- arfjórðung. Það er þar, sem „undraspölurinn" byrjar. Kearny „ . . . Það getur að vísu einnig hafnað í tukthúsi með hnífsstungu í maganum.“ „Ætlarðu að kvænast henni?“ „Ég ætla að kvænast henni samstundis og hún verður blönk. £g vil ekki að fólk geti dregið jiá ályktun, að ég kvænist henni vegna peninganna.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.