Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 21

Fálkinn - 04.04.1966, Side 21
skil. Ykkur langaði til að leika ofurlítið á mig. — Það var ef til vill heimsku- legt af okkur, sagði Colin, — en... en þér eruð ekki raun- verulega reiður, er það, Mon- sieur Poirot? Komdu nú, Bridg- et, kallaði hann. — Stattu upp. Þú hlýtur að vera gegnfrosin. En veran í snjónum hreyfði sig ekki. — Þetta er merkilegt, sagði Poirot. — Hún virðist ekki heyra til þín. Hann leit íhug- andi af einu á annað. — Þetta er leikur, segið þið? Eruð þið vissir um það? — Já, vitanlega, svaraði Co- lin dálítið skömmustulegur. — Við. .. við meintum ekkert illt með því. — Hvers vegna stendur þá Mademoiselle Bridget ekki á fætur? — Ég skil ekkex-t í því. — Stattu upp, Bridget, sagði Sara óþolinmóð. — Liggðu ekki þarna lengur eins og flón. Poirot benti Desmond að koma til sín. — Lee-Wortley. Gjörið svo vel að koma hingað. Desmond gekk til hans. — Þreifið á slagæð hennar. — Ég finn enga slagæð ... Hann starði á Poirot. — Hand- leggurinn á henni er alveg stii'ður. Drottinn minn góður, hún er í raun og veru dáin. Poirot kinkaði kolli. — Já, hún er dáin, sagði hann. — Ein- hver hefur breytt þessum skop- leik í sorgarleik. — En hver? — Hér sjást fótspor liggja að líkinu og frá því aftur. Fót- spor, sem líkjast í einu og öllu þeim, sem þér gerðuð rétt í þessu, þegar þér genguð til mín. Desmond Lee-Wortley sneri sér harkalega við. — Guð al- máttugur! Eruð þér að ákæra mig? MIG? Þér hljótið að vera brjálaður! Hvers vegna í ósköp- unum ætti ég að myrða þessa stúlku? — Ja, — hvers vegna? Það væri gaman að vita . . . Látum okkur sjá ... Hann beygði sig niður og opnaði varlega krepptan hnefa stúlkunnar. Desmond greip andann á lofti. Hann starði niður á hina látnu stúlku, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. í opnum lófa hennar lá stór, glitrandi rúbínsteinn. — Þetta er ólukkans steinn- inn úr búðingnum! hrópaði hann. — Er það? sagði Poirot. — Eruð þér viss um það? — Það er áreiðanlega hann. Desmond beygði sig snögg- lega og greip steininn úr hendi stúlkunnar. — Þetta hefðuð þér ekki átt að gera, sagði Poirot strangur. — Það á ekki að hreyfa við neinu. — Ég hef ekkert fært líkið úr stað, er það? Nú ríður á að ná í lögregluna eins fljótt og mögulegt er. Ég skal fara og hringja undir eins. Hann sneri sér á hæli og hljóp heim að húsinu. Sara flýtti sér til Poirots. — Ég skil ekki, hvíslaði hún, hvít í andliti. — Ég get ekki skilið það! Hún þreif í hand- legginn á Poirot. — Hvað áttuð þér við með þess um ... um sporin? — Lítið sjálf á, Mademoi- selle. Sporin, sem lágu að og frá líkinu voru hin sömu og þau, sem markazt höfðu í snjóinn við hlið Poirots. — Þér eigið við, að .. . að það hafi verið Desmond? Það kemur ekki til mála! Skyndilega heyrðu þau hljóð í bíl, sem var ræstur. Þau sneru sér við nógu snemma til að sjá bílinn hverfa niður eftir ak- brautinni með ofsahraða, og Sara bar strax kennsl á hann. — Þetta er bíli Desmonds, sagði hún. — Hann ... hann hlýtur að hafa farið til þess að sækja lögregluna í stað þess að hringja. Colin. Diana Middleton kom hlaup- andi út úr húsinu og til þeirra. — Hvað hefur komið fyrir? hrópaði hún móð og másandi. — Desmond kom æðandi inn í húsið rétt áðan. Hann sagði eitthvað um, að Bridget hefði verið drepin, og svo hljóp hann að símanum en fékk ekkert samband. Hann sagði að leiðsl- an hlyti að vera skorin sundur og ekki væri um annað að ræða en að taka bílinn og sækja lög- regluna. Hvers vegna lögregl- una? Poirot bandaði hendinni. — Bridget? Diana starði á hann. — En góðu krakkar, er þetta ekki einhvers konar gabb? Ég heyrði einhvern ávæning í gærkvöldi. Ég hélt, að þau hefðu í hyggju að leika á yður, Monsieur Poirot? — Já, sagði Poirot, — það var upprunalega ætlunin — að leika á mig. En nú skulum við öll koma inn í húsið. Við gæt- um ofkælzt hættulega hérna úti, og við getum hvort sem er ekkert aðhafzt, fyrr en Lee- Wortley kemur aftur með lög- regluna. — En heyrið mig, sagði Colin, — við getum ekki látið Bridget liggja hér eina? — Þú getur ekki hjálpað henni með því að verða hér eftir, sagði Poirot vingjarnlega. — Komdu nú, það er hræði- legur og sorglegur atburður sem hér hefur átt sér stað, en við getum ekkert gert fyrir hana. Þau fóru inn í borðstofuna og settust kringum borðið. — Ég verð að segja ykkur Diana. dálitla sögu, sagði Poirot. — Ég get ekki sagt hana í smáatrið- um, en ég mun draga hana upp í stórum dráttum. Hún fjallar um ungan prins, sem kom hingað til landsins. Hann hafði meðferðis frægan gim- stein, sem hann ætlaði að láta setja í nýja umgjörð og gefa stúlku þeirri, sem hann átti að kvænast. En áður en svo langt var komið, var hann svo óhepp- inn að stofna til vinskapar við mjög fallega, unga stúlku. Þessi stúlka kærði sig lítið sem ekk- ert um prinsinn, en á hinn bóg- inn var hún afar hrifin af gim- steininum hans — svo hrifin, að dag nokkurn hvarf hún á brott með þennan sögulega grip, sem hafði verið í eigu ættar hans, mann fram af manni. Ungi maðurinn vissi hvorki í þennan heim né annan, eins og þið getið eflaust skilið. Fyrst og fremst varð hann að forðast hneyksli og gat þess vegna ómögulega farið til lög-- reglunnar. í stað þess kom hann til mín, til Hercule Poi- rot. „Færið mér áftur ættar- gimsteininn minn,“ segir hann. Nú horfir málið þannig við, að unga stúlkan á vin, og þessi vinur hefur verið viðriðinn ýmis vafasöm fyrirtæki. Hann hefur fengizt við fjárkúgun, og hann hefur séð um sölu á skart- gripum til útlanda. Hann hef- ur ávallt verið mjög duglegur. Hann er grunaður, en ekkert verður sannað á hann. Það berst mér til eyrna, að þessi fjölhæfi, ungi maður ætli að dvelja hérna í húsinu um jólin. Framh. á bls. 45. Bridget. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.