Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 55

Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 55
t þeytt með rjóma og dálitlu salti og pipar. Hellt á pönn- una. Lok sett á pönnuna, þar til eggjakakan er hlaupin. Borið íram á pönnunni, skreytt með tómatsneiðum og graslauk ef til er. EGG 1 KARTÖFLUHREIÐRUM. 6-8 hleypt egg Hrærðar kartöfl- ur annað hvort úr nýjum kartöflum eða kartöfluflög- um. Hrærðu kartöflurnar útbún- ar og gott er að láta 1 egg í þær. Sprautaðar í hringi á smurða plötu á eldfast fat. Bakað í ofni við 175° í 15—20 mínútur. Á meðan eru eggin hleypt. Vatnið hitað og Vi tsk. af ediki látin í það. Eggið brotið í bolla, og því síðan rennt ofan í vatn- ið, látið bollaröndina nema við vatnsyfirborðið, þá er síður hætta á því að hvíta og rauða aðskiljist. Það borgar sig ekki að vera með nema 2—3 egg í pottinum í einu, svo að þau snerti ekki hvert annað. Eggin tekin upp úr með gataskeið eftir 5 mínútur. Snyrt til með hníf, ef með þarf. 1 egg sett í hvert hreiður. Borið fram með góðri og bragðmikilli sósu eins og ostasósu eða sveppasósu. EGG í SVEPPASÓSU. 6-8 harðsoðin egg 60 g smjörlíki 60 g hveiti 5 dl mjólk 200 g sveppir 1 msk. smjör 1 msk. sítrónusafi Salt, pipar. Eggin harðsoðin, lögð í kalt vatn augnablik, skurnið tekið utan af. Venjuleg sósa búin til úr smjörlíki, hveiti og mjólk. Kryddað. Smjörið hitað í potti, niðursneiddir sveppirnir hit- aðir þar í ásamt sítrónusafa. Salti og pipar stráð á. Látið í sósuna soðið í 10 mínútur. Eggjunum raðað á fat, sósunni hellt yfir. Eggin skreytt með tómatsneið og steinselju. HEITT EGGJABRAUÐ. 4 stórar hveiti- brauðsneiðar Smjör 4 egg 200 g skinka 100 g rifinn ostur Steinselja Paprika. Takið dálítið af brauðinu úr miðri sneiðinni, svo myndist hola. Brauðið smurt vel. Egg brotið á miðju hverrar brauð- sneiðar. Leggið haug af brytj- aðri skinku annars vegar við eggið og rifinn ost hins vegar. Framh. á bls. 58. Kartöfluhreiður. Fyllt egg eru mjög falleg á köldu borði. Egg nieð tómötum eða rækjusalati. . Egg í sveppasósu. FÁLKINN 55

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.