Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 58

Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 58
• KvenþjóðSn Frami:. aí bls. 53. APPELSÍNU- SÚKKULAÐIKAKA. 325 hveiti 100 g kakó 3 tsk. lyftiduft Rifinn börkur af 4 appelsínum 400 g smjörlíki 300 g sykur 4 egg IV2 dl mjólk IV2 dl vatn 100 g hjúpsúkkulaði. Hveiti kakói og lyftidufti sáldrað saman, berki blandað í. Smjörlíki og sykur hrært vel eggin þeytt saman við. Mjólk og vatni blandað saman, hrært til skiptis við hveitiblönduna í deigið. Byrjið og endið á hveiti. Deigið sett í vel smurt sandkökumót. Bakað um 1 klst. við 180°. Kakan kæld i 5—6 mínútur, áður en hún er látin á grind. Súkkulaðið brætt við gufu, bor- ið á kökuna með pensli, sléttað úr því með heitum pönnuköku- hníf. VALHNETUKAKA. 125 g smjörlíki 150 g sykur 2 egg 200 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 g valhnetukjarnar 2 eggjahvítur 125 g flórsykur 1 dl vatn 1 eggjahvíta 1 tsk. sítrónusafi. Smjörlíki og sykur hrært vel, eggjarauðunum hrært saman við, síðan sáldruðu hveiti og lyftidufti. Valhnetu- kjarnarnir saxaðir gróft (geym- ið 8—10 til skrauts), blandað í deigið, ásamt stífþeyttum eggjahvítunum. Bakað við 180° í nál. 1 klst. Þegar kakan er orðin köld er hún hulin með sykurbráð: Vatn og sykur soðið við vægan hita, þar til það fer að þykkna (10—15 mínútur). Hellt sjóð- andi í eggjahvíturnar, þeytt vel á meðan. Sítrónusafa hrært saman við, þeytt áfram þar til bráðin er jöfn og gljáandi. Bráðin sett utan á kökuna, skreytt með valhnetum. 58 FÁLKINN SÚKKULAÐI- HNETUKÖKUR. V2 bolli hveiti V2 tsk. lyftiduft Y-i tsk. salt 4 msk. kakó 2 msk. vatn V3 bolli smjörlíki 2 egg 1 bolli sykur 1 tsk. vanilla 1 bolli saxaðir hnetu- kjarnar, Ath. amerískt bollamál. Kakó og vatn hitað saman yfir vatnsbaði, smjörlíkið brætt þar í. Tekið af eldinum. Eggin þeytt, sykri og vanillu bland að saman við. Hrært saman við brætt súkkulaðið og smjörlík- ið. Hveiti, lyftidufti og salti sáldrað saman við. Hrært vel. Söxuðum hnetunum blandað i. Deigið sett í smurt ferkantað mót. Bakað við meðalhita í nál. 30—35 minútur. Kælt í mót- inu. Skorið i bita, þegar það er orðið alveg kalt. BANANA-HVOLFKAKA 2 msk. smjör V2 bolli púðursykur 3 bananar 2 msk. rúsínur V alhnetuk j arnar y4 bolli smjörlíki % bolli sykur 2 egg 1 tsk. vanilla 1% bolli hveiti 2 tskl lyftiduft V2 tsk. salt % bolli mjólk. Smjörið brætt, púðursykrin- um hrært saman við, hrært þar til það hefur jafnað sig vel. Hellt í . ferkantað mót 20X20 cm, botninn þakinn vel. Bananasneiðum, rúsínum og valhnetukjörnum raðað ofan á. Venjulegt hrært deig búið til, hellt í mótið. Bakað við 175° í 50—60 mínútur. TEKÖKUR. % bolli smjör V2 bolli sykur 1 egg 1 tsk. vanilla 1% bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft V2 tsk. salt. Smjör og sykur hrært vel, saman við og vanilla. Hveiti, lyftidufti og salti sáldrað í deigið, hrært vel. % hluti deigsins tekinn frá, hrærið 1 msk. af kakói og 1 msk. af sykri saman við. Hvíta deigið látið með te- skeið á ósmurða plötu, sléttað úr deiginu, brúna deiginu sprautað á hverja köku. Bakað við 200° í 7—10 mínútur. HNETUKÖKUR. 200 g hnetukjarnar 2 egg 200 g sykur. Til skrauts: Hneta í hverja köku Hnetukjarnarnir rifnir fínt. Sykur og egg hrært saman (ekki þeytt) hnetunum bland- að saman við. Mótaðar litlar kúlur með teskeið. Raðað á vel smurða plötu. Kökurnar jafn- aðar með hendi. Hnetu stung- ið í miðju hverrar köku. Bakað við vægan hita, 150°, þar til dálítill litur er kominn á kökurnar (nál. 10 mínútur). ÞRJÁR KÖKUR f EINU. 2V2 bolli hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt V2 bolli sykur V2 bolli púðursykur 1 bolli smjörlíki 2 egg 1 tsk. vanilla V2 bolli mjólk. í 1. hluta: 1 tsk. kanell V2 bolli smátt brytj- aðar döðlur f 2. hluta: 1 tsk. möndludropar f 3. hluta: 50 g brætt suðusúkku- laði 1 msk. vatn V2 bolli kókósmjöl. Sykur, púðursykur og smjör- líki hrært lint, eggin hrærð saman við og vanilla, öllu þurru sáldrað saman við ásamt mjólkinni. Hrært vel. Deig- inu skipt í þrennt og í 1. hlut- ann hrært kanel og döðlum, í 2. hluta möndludropum og í 3. hlutann bræddu súkkulaði, vatni og kókósmjöli. Setjið litla teskeið af öllum deigtegúndum á smurða plötu, þannig að þær snerti hverja aðra og myndi eins og þrí- hýrning (sjá mynd). Setjið hluta af rauðu beri ofan í hvíta deigið. Bakað við 200°—225° í 10—12 mínútur. KORNFLAKESKÖKUR. 120 g smjörlíki 100 g sykur 1 egg, lítið 1 tsk vanillusykur 1 msk. rifinn appelsínubörkur 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Kornflakes. Venjulegt hrært deig. Mót- aðar kúlur á stærð við val- hnetu, sem velt er upp úr muldu kornflakes. Settar á smurða plötu. Bakað við 200° í nil. 15 mínútur. • Páskaegg Framh. af bls. 55. Sett á smurða plötu eða á eld- fast fat. Bræddu smjöri hellt yfir, sett inn í 225° heitan ofn. Borið fram strax, þegar eggja- hvítan er hlaupin. Saxaðri steinselju stráð yfir og paprika látin á miðju hverrar eggja- rauðu. EGG MEÐ RÆKJUSALATI í TÓMÖTUM. 4 egg 4 stórir tómatar Salt, paprika 1 dós rækjur Fiskibollur 4-5 msk. majonnes Sítrónusafi. Grænt salat. Tómatarnir holaðir að innan, hvolft á disk. Eggin harðsoðin, kæld í köldu vatni, skurnið tekið af þeim og þau skorin í sneiðar. Ljótustu sneiðarnar saxaðar smátt og blandað f majonnesið ásamt rækjunum (takið dálítið frá til skrauts), og smátt skornum fiskibollum, kryddað með sítrónusafa, ögn af karry, salti og pipar. Saltið sett í tómatana, eggjasneið lögð yfir, skreytt með rækjum og steinselju. Græna salatið hreinsað og klippt niður, raðað á röndina á fatinu og eggjarauðunum þar ofan á. Tómatarnir settir f miðjuna. FÁLKINN á hverjum mánudegi

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.