Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 7
SYART HÖFÐI SEGIR flutning sinn við íslenzkar aðstæður, heldur byggt á kenni- setningum, sem eiga við um stórþjóðir. Þetta hefur ekkert gert til. Menn voru hrifnir af mælsku hans og tilfinningahita og enginn hefði skipt sér af því þótt hann hefði flutt allar ræður sínar aftur á bak. Þá hverfur Brynjólfur Bjarnason af hinu pólitíska sjónarsviði. Hann röltir náttúrlega þegar hann getur upp í rússneska sendiráðið á hátíðis og tyllidögum, og honum verður það því ljúfara í framtíðinni, þar sem mann- orð Stalíns fer vaxandi á ný. Hann átti líka litlum erindum að gegna inn í íslenzkt stjórnmálalíf. Illa gekk að finna auð- valdið á íslandi og byltingin lét á sér standa. Ráðherratíð sinni eyddi hann í að gutla eitthvað í kennararáðningum, en börnin voru ódæl eins og fyrri daginn og lærðu illa lexíurnar sínar hvað þá velmeint innskot um auðvaldið. Vonsvikinn mað- ur sneri sér að andatrú. Bannað að fylkja liði ILÍDÓ gerðist það í fyrsta sinn, að kommúnistum var bann- að að fylkja liðið. Til að friða þá, var Páli Bergþórssyni hleypt í stjórnina. Hann verður því að sofa í tveimur flokk- um um stund. Síðan verður honum sparkað. Allt tal um auð- vald hættir af sjálfu sér, og menn snúa sér að því að reka skynsamlega vinstri pólitík. Stjórn þessa nýja félags er undar- legt sambland af bjartsýni og refsskap. Hannibal vildi Jón son sinn í stjórnina, en nefndin hafnaði honum, enda hefur hann verið staðinn að því að reyna að prakka sig inn á aðra flokka. Ólafur bróðir hans var valinn í staðinn, og líklega lendir Jón uppi í sófa, eins og Finnbogi Rútur, frændi hans. Gils vildi vera með í þessu félagi af því hann hefur þingsætis að gæta í Reykjaneskjördæmi. Bergur lét hins vegar ekki sjá sig á fundinum og hefði engar vegtyllur þegið. Hann hefur ákveðið að kjósa Framsóknarflokkinn í vor, og halda þeirri ritskoðun áfram, sem hann hefur hafið í Frjálsri þjóð. Karli Guðjónssyni hafði verið útskúfað úr kommúnistaflokkn- um fyrir að vilja leggja flokkinn niður. Þarna er hann kom- inn í stjórn. Guðmundur J. er þarna, vegna þess að verka- lýðsleiðtoga verða þessi samtök að hafa, þótt erfitt kunni að reynast að venja verkamenn undir nýja flokksforystu, eftir þrjátíu ára auðvaldssnakk úr áróðurspésum rauðliða. Flestir þeir, sem hér eru taldir, eru kunnir að því að gegna þeirri pólitík einni, sem þjónar persónulegum markmiðum. Engan þessara manna hefði þýtt að bjóða fram sem formannsefni. Varðandi formanninn var það ráð tekið að fara niður í kjall- ara hjá Máli og menningu og ná þangað í gamlan ritstjóra Þjóðviljans. Þessi maður, Magnús Torfi Ólafsson, var mátu- lega mikið utan við pólitík til að hákarlarnir gætu sætt sig við hann. í þeirra augum var þetta sauðmeinlaus maður og samvinnuþýður. Maður með hugsjón EIN heppni þessa stofnfundar var valið á formanninum. Eins og önnur heppni kom hún alveg á óvart. Magnús Torfi ávarpaði fólkið í fundarlok. Þarna stóð þá maðurinn, sem hinir pólitísku refir höfðu snuðrað uppi í kjallara undir bókabúð. Þingheimur vissi að þetta var maðurinn. sem hafði verið valinn, af því hann var talinn hið mesta ljós, sem engan styggði. Svo byrjaði hann að tala. Hjörtun 1 ráðgerðarmönn- um tóku kipp og það sló þögn á salinn. Þarna var allt í einu kominn maður, sem logaði af þrótti, hvatti menn til sam- stöðu og verka án þess að nota gamlar klisjur, hafði óvænta mælsku til að bera og sá eini, sem átti hugsjón meðal þeirra daufu karla, sem sátu hjá honum í stjórn. Formaðurinn, sem átti að vera lcyrralífið uppmálað, var hið eina raunverulega óvænta, sem fram kom á þessari samkomu. Auðvitað á Morgun- blaðið eftir að finna á hann einhverjar ávirðingar frá Stalíns- tímanum og auðvitað fær hann hina venjulegu baktjalda- meðferð hjá félögum sínum, þegar þeir hafa áttað sig. En gefi þeir honum frest, þá er spá mín sú að þarna sé kominn nýr stjórnmálamaður á sjónarsviðið; einn af þessum nýju mönnum, sem eiga eftir að gjörbylta öllu flokksskipulagi í landinu og skapa nýja tíma. Takist að gera flokk úr Alþýðu- bandalaginu, þá er þarna kominn flokksmaður sameinaðra vinstri manna. Og áhrifa þess sem er í vændum á eftir að gæta við borgarstjórnaFkosningarnar. Það er þó til baga, að Bergur mun halda áfram að ritskoða efni í Frjálsa þjóð og Þjóðviljanum er enn skipt milli Peking og Moskvu og er ekki öðru sinnandi. En eins og gamli verkalýðsleiðtoginn sagði: Látið fólkið ráða þessu. ekki skapvond viö manninn þinn ef þér væri sama um hann. Ef eitthvert ráö er til J)á er ]>aö líklega helzt þaö aö reyna aö finna út livert er hiö raunverulega tilefni geövonzk- unnar en leiöa hjá sér livaöa tilefni maöur finnur til aö láta geðvonzkuna í Ijðs. Hann notar ilmvatn Góði Fálki, Ég var á balli nýlega og þar hitti ég og dansaði við ægilega sætan strák. Hann var voða góður og reyndi ekkert að vera nærgöngull við mig. Ég hef oft hitt hann síðan og hann hefur boðið mér í bió. Ég er svolítiö hrifin af honum og ég held að hann sé hrifinn af mér á sinr> hátt. En samt er ég í vanda stödd. Mér finnst hann haga sér öðruvísi en aðrir strákar. Hann notar ilmvatn. Skilurðu hvað ég á við? Get ég nokkuð gert? Sigga. Svar: Þú getur ef til vill gert hon- um mikinn greiða, en þaö er erfitt aö gefa þér ráö. Ekkert nema þitt eigiö kvenlega næmi getur sagt þér hvernig þú átt aö laöa karlmennskuna fram í honum, svo aö hann veröi sjálf- ur ekki í vafa um hvert tilfinn- ingar hans stefna. Vertu hug- ipkk, en gœtin. Þaö er ekki til neins aö vera meö neinar bolla- leggingar eöa leiðbeiningar. Þær gætu bara villt þig og ruglaö. Dæmin í þessu efni eru eins mörg og mennirnir. Þú viröist vera skynsöm stúlka. Kæri Fálki! Ég er í hreinustu vandræð- um með manninn minn. Hvern- ig á ég að venja hann af að klípa þjónustustúlkur á veit- ingahúsum? Hann er eitur- skæður með þetta og ég vil ekki skamma hann opinber- lega. Ég líð ægilega fyrir þetta, eins og þú hlýtur að geta skilið Fálki minn. Kveðja. Svana. Svar: Talaöu viö stúlkurnar og segöu þeim aö klípa hann aftur! PCJST HÖLF 1411 FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.