Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 21
LÍF OG HEILSA EINNI MANNESKJU hafi nokkurn tíma verið gert áður. Fólk hefur verið ákaflega elskulegt við mig út af því sem ég hef flutt í útvarpið, og það þykir mér auðvitað mjög vænt um. Ég hef alltaf í huga hvort sem ég skrifa eða flyt, að þótt ekki sé nema einn hlust- andi sem eitthvað getur fengið fyrir sína sál af þessu, er ég ánægð. Það er mér nóg.“ Mannssálin leitar til ljóssins um síSir „Hafa ekki komið út leikrit eftir þig?“ „Jú, tvö, Rondó og Nocturne. Rondó hefur verið leikið í útvarpið. Handritið að nokkrum mónódrama þáttunum mín- um hefur legið á fjórða ár hjá Ragnari í Smára ásamt yndis- legum teikningum sem vinur minn Kjarval gaf mér við þá. Mér hefur alltaf fundizt Kjarval vera eins og blár geisli, en Einar Jónsson hvítur. Einar var þetta háa helga, þögla, guðamálið, en Kjarval er norðurljósin og álfaheimurinn, allt sem heillar. Ég hef verið lánsöm að eignast góða og trygga vini og kynnast miklum listamönnum, og það er tvennt sem allir stóru listamennirnir eiga sameiginlegt — þeir eru and- legir menn, trúaðir hver á sína vísu, og þeir hafa varðveitt barnið í sálu sinni, gleði þess og viðkvæmni. Þetta gerir mann öruggan í návist þeirra, maður gleymir allri feimni, þeir leika sér við mann eins og krakka, og það er svo gaman.“ VAÐA boðskap viltu flytja í skrifum þínum?“ „Boðskapur þarf að koma skáhallt fram, finnst mér, ekki vera áberandi. Ég vil halda því fram, að mannssálin eigi sér guðlegan uppruna og leiti jafnan til ljóssins um síðir. Mér finnst vænt um fólk, vænt um mannssálina og alla henn- ár liti, ég hef samúð með henni á þessari erfiðu göngu hennar hér á jarðríki, og ég trúi á bræðralag allra manna undir handleiðslu æðri máttarvalda." ★ ★ BLÓÐFLOKKAR OG BLÓÐSKIPTI Eftir Ófeig I. Ófeigsson lœkni EFTIR aldamótin síðustu komust menn að raun um að blóð allra manna er ekki allt eins, heldur skiptist það í 4 aðalflokka, sem skipt- ast svo aftur í undirflokka. Aigengast er að nefna aðal- flokkana O-flokk, A-flokk, B- flokk og AB-flokk. O-flokkur- inn er tíðastur (45%), næst- ur kemur A-flokkur (40%), þá B-flokkur (10%) og sjald- gæfastur er AB-flokkurinn (5%). Hlutföll þessi eru þó nokkuð breytileg eftir kyn- þáttum. Þessir 4 flokkar skiptast svo aftur í undir- fiokka sem oft eru kenndir við rliesus-apana, sem hafa verið notaðir mikið við blóð- flokkarannsóknir. Undirflokk- arnir eru því nefndir Rhesus- eða Rh-flokkar. Þcir geta svo aftur verið Rli + (ríkjandi eiginleil.i) eða Rh -f- (ríkj- andi eiginleiki) o.s.frv. Blóð- flokkaskintingin er fyrst og fremst miðuð við hvort blóð- vatn (serum) eins flokks klessir eða límir saman („agglutinerar") rauð blóð- korn annars flokks eða ekki. Rauðu blóðkornin, sem lím- ast saman mynda smá kekki, aðeins sýnilega beruni aug- um. en þó nógu stóra til að stifla fjölmargar smáæðar t. d. við blóðgjafir. Blóðkekk- irnir leysast upp í líkaman- um (,.hæmoIyserast“), en við það breytist blóðlitarefnið f galllitarefni, svo siúklingur- inn getur orðið gulur. Efnið, sem orsakar þetta fyrirbæri í blóðvatni manna kallast mótefni (antiaren). Það get- ur ýmist verið veikt (áhrifa- lítið) eða sterkt. Ef það er sterkt verða kekkirnir stærri og levsast örar upn. bannig að maður sem fær blóðgjöf af skökkum flokki eða undir- flokki getur orðið heiftarlega veikur. fengið gulu og hrað- vaxandi blóðleysi. Sama get- ur komið fyrir ef blóð for- eldra er af ólíkum blóðflokk- um og leitt til alvarlegs sjúk- dóms lijá fóstrinu eða barn- inu strax eftir fæðingu (erytliroblastosis foetalis, sjá síðar). Blóðflokkunin þ. e. rannsókn á því hvaða blóð- flokki maður tilheyrir getur þvi verið til margra hluta nytsamleg: 1. hvaða blóð megi gefa sjúklingi, 2. sem undanfari blóðskipta hjá ný- fæddum börnum, 3. rannsókn á blóði hjónaefna og hjóna livort hætta geti verið á að þau eignist afkvæmi með ery- throblastosis foetalis, 4. get- ur rannsókn á blóðflokki móður, barns og umdeilds föð- ur gefið þýðingarmiklar upp- lýsingar um faðernið. Þó kemur þetta ekki að gagni nema í ca. 20% af barnsfað- ernismálum, 5. lagi ef rann- saka skal blóðbletti, sem fund- ist liafa á mönnum, í fötum eða annars staðar, getur út- koman haft mikla réttarfars- lega þýðingu t. d. í morð- málum. Blóðskipti hjá nýfæddum börnum verður að fram- kvæma strax eftir fæðinguna ef barnið er veikt af erythro- blastosis foetalis. Þetta er mjög alvarlegur sjúkdómiu’, sem stafar af því, að lík- ami móðurinnar myndar efni (antigen) á móti blóð- flokki föðurins. Eins gétur blóðgjöf, sem konan hefur fengið einhvern tíma fyrr á ævi sinni ýtt undir að fóstrið fái sjúkdóminn ef blóðið, sem liún fékk var ekki af nákvæmlega sama blóðflokki og undirflokki og hennar sjálfrar. Mótefnið berst úr blóði móðurinnar inn I blóð fóstursins. Það getur verið svo sterkt að blóðkorn fóst- ursins klessist saman í smá blóðkekki ogleysist síðarupp eins og þegar hefur verið Iýst. Blóðkekkirnir berast út um allan líkamann þangað til þeir stöðvast í æðum, sem eru svo þröngar að þeir kom- ast ekki í gegnum þær. Þetta leiðir til súrefnis- og nær- ingarskorts á svæðum þeim þar sem kekkirnir loka blóð- rásinni og orsakar meiri og minni skemmdir á líffærun- um, t. d. eru lieilaskemmdir algengar. Siúkdómurinn get- ur því leitt til: 1. fósturdauða, oftast á 6. eða 7. mánuði með- göngutímans. 3. barnið verði fábjáni, 3. að það látist stuttu Framh. á bls. 39. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.