Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 29
Úrslitin í skoðanakönnunni Það hefur dregizt von úr viti að tilkynna lesendum úrslitin í skoðanakönnuninni um efni þáttarins, sem fór fram í janúar sl. Til þess liggja ófyrirsjáanlegar orsakir, sem ekki verður farið nánar út í hér. Þátttakan var alveg prýðileg, þó ekki eins góð og í skoðanakönnuninni um vinsælustu hljómsveitina. Dregið var úr bréfunum og upp kom nafn Vigdísar Hauksdóttur, Hjalla í Kjós. Verðlaunin voru hin stórglæsilega bók Almenna Bókafélagsins, Fruman, t og ætti Vigdís þegar að vera búin að fá hana, er þetta birtist. Niðurstaðan í þessari könnun var mjög jákvæð, og voru flest allir hrifnir af þeim föstu liðum, sem ætlunin ' er að hafa í þættinum, eins og t. d. Stutt og laggott, Æsku- fólk í leikarastétt og Topplögin 1959. í sambandi við er- lendu hljómsveitirnar var m. a. beðið um að kynna þær, sem þegar hafa verið kynntar, eins og t. d. Kinks, Rolling Stones og Beatles. Það var dálítið á reiki hvort greinarnar ættu að vera stuttar eða ítarlegar. Þá var beðið um efni um beat- og þjóðlagasöngvara, að ógleymdum greinum um íþróttastúlkur og pilta. Tómas Þ. Jónsson vill fá efni um herra- og dömutízkuna, bíla, flug og fleiri viðtöl, en stutt. Svavar Björnsson mælist til þess, að birt verði viðtöl við frjálsíþróttamenn, og greinarnar vill hann hafa ítar- legar. Sigurður Davíðsson vill hafa framhaldssögu um meðlimi frægra ,,beat“-hljómsveita. Erling Sveinsson vill hafa fleiri viðtöl og þá umfram allt við bæði kynin. Vinningshafinn, hún Vigdís, vill umfram allt hafa aðra skoðanakönnun um vinsælustu hljómsveitina og þá ítar- legri en síðast. T. d. vinsælustu tónskáldin og leikara. Síðan segir hún orðrétt: Ég er mjög hrifin af öllum liðunum sérstaklega Æsku- fólk í leikarastétt. Mér finnst, að það eigi að kynna íslenzka leikara ekki síður en útlenda. Allar þessar tillögur verða teknar til vandlegrar athug- unar, en ef ykkur vantar upplýsingar um leikara eða söngvara, þá skrifið þættinum. Pósthólfið er 1411. -X SEIMDID ÞÆTTIIMUIU IUYIMDIR AF HLJÓIUSVEITUIVI Þættinum hafa borizt nokkur bréf með beiðni um að birta meðfylgjandi myndir sem voru af hljómsveitum, sem starfa úti á landsbyggðinni. Þessar myndir verða birt- ar bráðlega, og vill þátturinn nota tækifærið og hvetja þá, sem eiga slíkar myndir í fórum sínum, að senda þær ásamt upplýsingum um viðkomandi hljómsveitir, til Fálk- ans, merkt: Þátturinn I SVIÐSLJÓSINU. Box 1411. Einnig er kærkomið að fá tillögur um efni. Slík bréf eru ávallt vandlega lesin og innihald þeirra tckið til greina, ef unnt er. Bezt stíluðu bréfin munu síðan birt í þættinum. PHILIPS JAPNGÓÐ PYRIR TON OG TAL GERÐ FYRIR BATTERI OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPÓLURNAR SETTAR I MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) HANDHÆG - ÞÆGILEG - SKEMMTILEG 18525 FALK.INN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.