Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 43
BJÓflOM YflUR FIESTAR TECUNDIR TRYGGINGA VQRUTRYGGINGAR SKIPATRYGGIIIGAR VEIDARFÆRATRYGGINGAR HEIMILISTRYG GINGAR INNBÚSTRYGGINGAR BRUNATRYGGINGAR SLYSATRYGGINGAR SJÓMANNA FERDASLYSATRYGGINGAR ALMFNNAR SLYSATRYGGINGAR FRJÁLSAR ABYRGÐARTRYGGINGAR BEZTU KJOR MflNUM VEITA GOM ÞJONUSTII • Arfur án erfingja Framh. af bls. 41. aftur í handlegg hans, og hann gaf frá sér stunu. Honum var ljóst, að ekki var um annað að gera fyrir hann, en að leggjast til hvíldar. Hann skjögraði inn úr dyrunum og valt út af í hvíluna við ofninn. Byssunni stakk hann í hálminn undir skikkjuna. Síðan tók hann af sér hjálminn, leysti sundur á- bfeiðurnar og lagðist niður i hlýju myrkrinu til þess að berjast fyrir lífi sínu. Konan hét Maria Dutka ög var átján ára, þegar Schirmer liðþjálfi sá hana fyrst. Móðir hennar dó, þegar hún var barn að aldri, og þar sem hún átti engin systkini og faðir hennar kvæntist ekki aftur, hafði hún alizt upp við að vinna störfin sem einkasonur og erfingi. Nú hjúkraði hún hinum særða hermanni, sem fyrstu dagana var mjög hætt kominn af sári sínu. Eftir því sem hann sjálfur hresstist meira og mat- urinn gaf henni á ný sitt ung- lega útlit, fór hann að veita athygli heilbrigðum líkama hennar og að gera breytingar á fyrri framtíðaráformum sín- um. Hann var hjá þeim í átta mánuði. Hrossskrokkurinn lá vel geymdur undir sjónum og sá þeim fyrir nýju kjöti, þang- að til fór að hlána, en þá reyktu þau og þurrkuðu afganginn. Nú var liðþjálfinn þar að auki fær um að ganga í skóginn með byssu sína og sækja þeim villi- bráð. Og loks var það grænmet- ið, sem nú byrjaði að koma upp. Gamla Dutka skánaði heldur í nokkrar vikur, jafn- vel svo að hann gat stýrt plógn- um, sem liðþjálfinn og María drógu í stað hestsins. Það vai nú litið á nærveru liðþjálfans sem sjálfsagðan hlut. Hvorki María né faðir hennar minntust nokkurn tíma á hermennskufortíð hans. Hann var fórnarlamb styrjaldarinn- ar, rétt eins og þau sjálf. Ná- grannarnir sneru heim aftur og fundu ekkert athugavert við tilvist hans. Þeir höfðu sjálfir eytt vetrinum í vinnu hjá ókunnugum. Ef gamli Dutka hafði fundið sterkan, vinnu- fúsan Prússa til þess að hjálpa sér við búreksturinn, þá var það aðeins þeim mun betra fyr- ir hann. Og ef einhver forvitin sál fór að velta vöngum yfir því, hvernig gamli Dutka laun- aði honum, eða hvers vegna Prússa fyndist það ómaksins vert að yrkja svo lítilfjörlegan jarðarskika, þá voru aðrir ávallt reiðubúnir að minna hann á breiðar lendar og sterk- lega fótleggi Maríu og þau uppskerufyrirheit, sem hún gæfi svo fjörmiklum, ungum náunga. Sumarið kom. Bardaginn við Friedland var til lykta leiddur. Franski og rússneski keisarinn mættust á flota á Niemenfljóti. Tilsit-sáttmálinn var undirrit- aður. Prússland varð að láta af hendi allar landareignir sínar vestan við Elbu og öll sveita- héruð í Póllandi. Bialla, sem var örfáum kílómetrum fyrir sunnan hús Dutka, varð allt í einu rússnesk landamæri og Lyck var útnefnd sem setuliðs- bær. Prússneskar fótliðasveitir kembdu nágrennið í leit að ný- liðum og liðþjálfinn faldi sig í skóginum ásamt öðrum ung- um mönnum. Hann var að heiman slíkra erinda, þegar faðir Maríu lézt. Eftir jarðarförina gróf hann upp leðurpyngju sína, og þau María settust við að telja birgð- ir sínar. Ránsfengur frá löng- um herleiðangri og fjögurra ára samanspöruð liðþjálfalaur. jöfnuðust fyllilega á við þá litlu upphæð, sem María myndi fá hjá nágranna sínum fyrir býl- ið. Það gat nefnilega ekki kom- Framh. á bls. 45. 43 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.