Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 13
LDUM saman var meðferð geðsjuklinga eitt grátlegasta dæmi þess að menn eru mönnum verstir. At- ferli þeirra, oft fárán- legt eða ofsafengið, varð til þess, að ná- ungar þeirra tóku þeim með tortryggni, ógeði eða jafn- vel fullum fjandskap. Þegar bezt lét, sýndu menn þeim sigggróið skeyt- ingarleysi; þegar verst lét, hrylli- lega grimmd. Grimmdin við geðsjúkt fólk var sérstaklega heiftarleg á 15. og 16. öld, en þá var það enn trú manna, að geðsjúklingar væru haldn- ir illum öndum. Aðgerðir voru í senn hlægilegar og djöfullegar, eins og sjá má af myndaþættinum hér á eftir. Lengi eimdi eftir af slíkum „lækningum", þótt menn hættu að trúa því, að geðsjúkdómar væru djöfulæði. Hvað veldur geðsjúkdómum? Enn er óvitað, hvort upptök þeirra eru vefræn eða ekki, enda þótt vitað sé, að vefrænar truflanir geta valdið sjúkdómum sem taka til hugarins. Stundum hættir taugastarfsemi eða verður óeðlileg vegna meiðsla eða hrörnunar á taugavef. Algengust allra hrörnunarsjúkdóma er æða- kölkun, sem veldur því, að heilaslag- æðar harðna með ellinni. Heila- meiðsli í fæðingu geta meðal annars valdið þroskatregðu og flogaveiki. Slasist menn á heila, getur það svipt þá getu til eins eða fleiri hreyfistarfa. Öll slík meiðsl og sjúkdómar teljast vefræn, af því að sjá má í smásjánni sköddun á heilanum eða slitnar taugatrefjar. En stundum verður at- ferli manna óeðlilegt, sem kallað er, án þess að fundin verði til þess nokkur líkamleg orsök. Margháttað- ir geðsjújídómar renna af ókunnum rótum. Slíkir geðsjúkdómar geta ekki síð- ur en heilameiðsl haft djúptæk og augljós áhrif á hegðun manna. Frá upphafi vega hafa þeir orðið harm- söguefni. í Bandaríkjunum eru nú um 600.000 geðsjúklingar teknir á hæli á hverju ári, og ótaldar þúsund- ir eru auk þess undir hendi einka- lækna eða sækja lækningastofur. Geðlæknisfræðin, sú grein læknis- fræðinnar, sem fjallar um rannsókn og meðferð geðsjúklinga, viðurkenn- ir nú ekki lengur nein glögg skil milli „normals“ og ,,ónormals“ eðli- legs og óeðlilegs. í stað þess að tala um „óeðlilegt" sálarlíf, er því sanni nær að kalla það ,,afbrigðilegt“, þótt við sem fyrr köllum það „heilbrigt" eða „eðlilegt“, sem ,,normalt“ er. Kalla má einstakling afbrigðilegan, ef atferli hans hamlar því tilfinnan- lega, að hann geti gegnt störfum sín- um eða hlutverki sínu í samfélaginu. Flestöllu afbrigðilegu atferli er skip- að í tvo rúma flokka; hugsýki — sem í daglegu tali er nefnd tauga- veiklun — og geðveiki. Taugaveikl- unin er nær þeim endanum á litrófi sálsýkinnar, sem að heilbrigði snýr; ■ . ■ ' ■ ■ ■• ■ ■ : ■-■-'. ■■■' ' .- ■:■■ ■ ■■ tt ■■ : ■■ wm WKM ? •: •■■■■■ 8’ s M'* s

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.