Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 49
900 KRONA VERÐLAUN AFORÐI Verðlaun í 9. umferð hljóta: Sigurlaug Jónsdóttir, Túngötu 10 A, Siglufirði, 169 stig. Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafnarfirði, 155 stig. Bergur Þórðarson, Fellsbraut 7, Skagaströnd, 149 stig. Lausn Sigurlaugar: áætlanir — ætlanir — tárin — látnir — alætir — narti — ilta — ritan. Lausn Sigurðar: áætlanir — ætlanir — tælir — lærin — alnir — nælir — il — rælni. Lausn Bergs: áætlanir — ætlanir — tálar — lánari — alin — nálar — ilta — rati. Næsta þraut: Næsta lykilorð er BRUNNPERLA. Nýjum þátttakendum skal bent á, að eingöngu má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Ekki má nota i fyrir í, a fyrir á, o. s. frv., og ekki i fyrir y, þá ekki persónuheiti eða staðaheiti, heima- tilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð samkvæmt ríkj- andi stafsetningarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun. kr. 300,00 fyrir hverja lausn, en þær eru dregnar úr fimmtán hæstu rétt- SAMT. \ X X X X X X X X X X X X X X X X x. X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X L> X X X X X X X X X X X s Samtals: Nafn: ........................................ Heimilisfang: .............................. v n lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vel að merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 13. Utanáskrift: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. Kæri Astró! Mig langar til að vita eitthvað um framtíðina og þá eins og fleiri helzt um ástamálin og giftingarhorfur. Ég er nú ekki mjög bjartsýn með giftingu. Kannski væri bezt fyrir mig að giftast ekki. Ég hef verið að slá mér upp með mörgum strák- um en aldrei orðið verulega ástfangin. Ég verð voða fljótt leið og vil þá skipta um og geri það. Þess vegna held ég, að það geti varla gengið með hjónaband. Er líklegt, að þetta breytist? Ég er fædd 1943. Hvaða starf hentar mér bezt? Ég vinn núna á skrifstofu og er dálítið leið á því. Ég lilýt að vera skrýtin að verða svona fljótt leið á öllu. Hvernig er nieð ferðalög? Með fyrirfram þökk. Katla. Svar til Kötlu: Þú ert fædd í tvíburamerk- inu, og eru óstöðugleiki og til- breytingagirni mjög áberandi þáttur í eðli þeirra, sem þar eru fæddir, Þeir kunna yfir- leitt illa við sig í föstu starfi, nema það feli í sér sérstaklega mikla tilbreytingu. Skrifstofu- starf á á margan hátt fremur vel við þig, en ef þú átt að geta verið ánægð, þarftu að hafa ótal áhugamál að glima við í frítímanum, en þau þurfa að vera fjölbreytt og þú skalt skipta oft um þau. Ferðalög eiga mjög vel við þig, og ef þú hefðir starf þar sem þú þyrftir að ferðast dálítið mikið, ætti það vel við þig. Þú munt eiga mjög létt með að læra tungu- mál og ættir að notfæra þér þáð. Þú ert ekki ein af þeim, sem telja, að hjónaband sé nauðsynlegur áfangi i lifinu, en ég held, að þú munir samt giftast, þótt það verði varla fyrr en upp úr þrítugu. Þú munt læra mikið á að vera í hjónabandi og þurfa að taka tillit til annarra en sjálfrar þín. Sá maður, sem þú velur þér, mun halda töluvert aftur af þér, og þér mun ávallt finn- ast hjónaband viss þvingun, en þegar til endans kemur, muntu viðurkenna, að það hafi verið þér mikils virði. Breytinga- girni þín í ástamálunum minnk- ar, þegar þú finnur starf og áhugamál við þitt hæfi. Árið 1968 verður það ár, sem veldur mestum breyting- um hjá þér, og um það leyti verður þú búin að finna þér viðfangsefni, þvi að það verð- ur þú að finna þér sjálf. Ég vil aðeins benda þér á að hugsa málin, áður en þú tekur ákvarð- anir. Næsta sumar er hagstætt til utanlandsferða fyrir þig, og mun það jafnvel opna þér nýja möguleika eða að minnsta kosti gefa þér margar góðar hug- myndir. Eitt vil ég þó ráðleggja þér, og það er að snerta sem allra minnst áfenga drykki, það mundi aðeins tefja fyrir þér á allan hátt. FÁLKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.