Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 14
LEYNDARDÓMAR MANNSHUGANS þ. e. a. s. hún er tiltölulega vægur geðsjúkdómur. Tauga- veiklaður sjúklingur getur verið afbrigðilegur einungis á viss- um sviðum og algjörlega með öllum mjalla að öðru leyti. Hann veit oft, að eitthvað amar að, og getur stundum átt þátt í að koma sjálfum sér á bataveg. Geðveiki er miklu al- varlegri og kemur fram í öllu atferli hins sjúka. Sá, sem geð- veikur er, hefur að einhverju eða öllu leyti slitnað úr tengslum við veruleikann. Nú má heita almennt talið, að taugaveiklun eigi rætur sínar að rekja til umhverfisins, þ. e. a. s., að henni valdi hiti og þungi dagsins. Allt fullorðið fólk — og mörg börn — hefur byrðar að bera, og meðal fullvaxinna eru þeir fæstir, sem ekki reyna að létta sér byrðina með því að grípa til þess, sem geðlæknar kalla hugsýkisvarnir. Sumir eru alltaf síðbúnir, sumir eru haldnir óstjórnlegri hreinlætishvöt, sumir eru ergi- lega gleymnir á stefnumót. Taugaveiklaðir menn beita ýmsum brögðum til að vekja á sér athygli, afla sér hróss eða hrekja á brott ógeðfelldar hugsanir. Venjulega er orsökin sú, að þeir eru í rauninni óframfærnir, óttast að þeir séu óþrifnir og þess vegna óverðugir, eða vilja forðast einhver ógeðfelld minnistengsl. Að baki allri taugaveiklun liggur, með öðrum orðum, geðræn togstreita eða misklíð. LEYNT EÐA LJÓST Sjúkdómseinkenni taugaveiklunar eru mörg og margvísleg. Til dæmis má nefna: KVÍÐNI: Sérhverri geðstreitu fylgir nokkur kvíði. Því harð- ari sem streitan er, því meiri er kvíðinn. Ef ekki finnst nein lausn éi alvarlegri geðstreitu, verður að búa við hana eftir beztu getu. Stundum tekst að þoka streitunni burt úr vitund- inni, stundum skýtur henni aftur upp. en alltaf veldur hún talsverðum kvíða. Fullorðnum syni getur til dæmis verið sífelldur ami að elliærum föður á heimilinu, en hann getur hvorki losað sig við föðurinn né látið gremju sína í Ijós án þess að finna til sektar. Árum saman lætur sonurinn sem allt fari vel með þeim feðgunum. En hann getur ekki dulið kvíð- ann, sem undir býr. Hann kemur fram í þeirri mynd, sem á máli geðlækna kallast dulkvíði, af því að hann virðist enga orsök eiga sér. Þetta tilefnisleysi kvíðans eykur enn á van- líðan sonarins. Hann getur þjáðst af sífelldum áhyggjum og óróa, lystarleysi, svefnleysi og þreytu. Að honum getur sett óskiljanlegan hjartslátt, skjálfta eða andarteppu. Kvíðni get- ur með ýmsu móti orðið til þess. að líkaminn bíði alvarlegt tjón. MYNDUNARVEIKI: Sá, sem er hugsjúkur af kvíða, tjáir kvíða sinn á einhvern hátt og reynir að búa við vandkvæði sín. Hinn ímynd- unarveiki reynir aftur á móti að komast undan á flótta. Starfsmaður, sem hefur beyg af yfir- manni sínum, getur fengið kvíðniseinkenni, þegar hann sér yfirmanninn koma. Hann kvartar þá um lasleika. Ef hann sleppur við að hitta hann með því að skreppa á sjúkra- stofu fyrirtækisins, getur svo farið að hann verði þaðan í frá veikur í hvert sinn. sem yfir vofa ógeðfelldir samfundir. VEIKINDIN, sem hinn ímyndunarveiki heldur að hann þjá- ist af, líkjast sjaldan nokkrum þekktum sjúkdómi, en hann er venjulega sjálfur mjög fundvís á „sjúkdómsgreiningu". Hinn ímyndunarveiki er venjulega mjög svartsýnn í forsögn- um um líðan sína, en í rauninni er hann ekki kvíðinn um hana. ímyndunarveikin á sammerkt við flest hugsýkisundan brögð í því, að hún veldur fleiri vandkvæðum en hún leys- ir. Hinn ímyndunarveiki á það á hættu að biða með tím- anum alvarlegt tjón, ekki einungis á starfsorku heldur einnig á lífsgleði sinni. SEFASÝKI: Stundum reynir hinn hugsjúki að komast frá 14 FÁLKINN geðstreitu sinni með því að fá líkamleg einkenni einhvers raunverulegs sjúkdóms. Þessari tegund taugaveiklunar hef- ur á íslenzku verið valið heitið „sefasýki", sem kemur í stað grísk-latneska heitisins ,,hysteria“. (Sefasýki má ekki blanda saman við það atferli, sem í daglegu tali er kalÞ að ,,hysterískt“, svo sem þegar konur æpa og gráta af ótta « eða reiði.) í sefasjúku ástandi getur hermaður, sem gripinn er skelfingu við að leggja til orrustu, skyndilega misst sjón- ina Þótt engin vefræn bilun sé á augum hans, er hann bók- staflega sjónlaus. Sefasýkiseinkenni geta verið svo nauðalík einkennum raunverulegra sjúkdóma, að skurðlæknar hafa lát- ið glepjast og skorið upp sefasjúklinga af misskilningi. FÆLNI: Fælni er þýðing á „phobia“, sem þýðir ótti eða hræðsla, og sú tegund hugsýki, sem kölluð er fælni, er rök- vitslaus ótti, sem kemur í stað raunverulegs en dulins ótta. Tökum það sem dæmi, að gift kona leggi hug á matvöru- ■ kaupmann í grenndinni. Hún óttast að tilfinningarnar muni hlaupa með hana í gönur og lætur því sem þær eigi sér ekki stað. Á leiðinni heim úr búðinni verður hún þess vör, að umferðarstraumurinn á götunni fyllir hana skelfingu. Þetta skýrir hún sem svo, að hún sé hrædd um að verða fyrir bifreið. Þaðan í frá fer hún aldrei í búðina vegna þessarar nýtilkomnu „fælni“ við umferð — ekki aðeins á leiðinni í búðina, heldur hvar sem er. Hún sneiðir hjá kaupmanninum með því að láta manninn og krakkana kaupa í matinn, en þar eð um- ferð verður ekki umflúin í nútímaborg, er hún í rauninni fangi fælni sinnar á sínu eigin heimili. SÚT: Taugaveiklun af þessu tagi, sem oftast er nefnd þung- lyndi, kemur fram sem langvinn mæða og dapurleiki. Hún getur verið eftirköst alvarlegrar vanheilsu eða ástvinamissis, sem dregið hefur kjark úr sjúklingnum og vakið hjá honum þráláta vanmáttar- og vanmetakennd. Hann leggur allt út á versta veg, jafnvel það, sem honum gengur vel. Hann flýr ekki ótta sinn, heldur gefst upp fyrir honum. Hvernig sem veiklun hans lýsir sér, á hinn taugaveiklaði ekki aðeins erfitt sjálfur, heldur er hann öðrum erfiður í sambúð. Einkennilegheit hans og athafnahömlur eru venju- legu fólki skapraun. ( VERÖLD HINS GEÐVEIKA Geðveikur maður er allur annar en hinn taukaveiklaði. Taugaveiklun gerir menn erfiða og vanhæfa einungis í vissum 4 efnum; geðveiki fylgir manngildismissir og víðtæk þjáning. Geðveiki er til í vægri mynd, og stundum nægir geðsjúkling* um að ganga til læknis, en langoftast þurfa þeir hælisvist. Sjúkdómseinkenni þeirra gefa sýn inn í allt aðra veröld en þá, sem geðheilt fólk kannast við — veröld hugaróra, ofskynj- ana, hugsanabrengla og ýktra geðshræringa. Flestir geðsjúklingar á geðsjúkrahúsum eru þar að leitá lækninga á annarri hvorri megintegund geðveikinnar: geð- klofa eða geðlátum. GEÐKLOFI: Geðklofasjúklingur getur ekki einbeitt sér að einni hugmynd eða haldið sér við efni. Tal hans og atferli er ruglingslegt og samhengislaust, fullt af orðum og athöfnum, sem hann kann að leggja einhverja merkingu í en aðrir fá ekki skilið. Hann á það til að hrópa „Ekki byrla mér eitur!“ þótt enginn bjóði vott né þurrt. Hann getur verið allan daginn. að sópa herbergið sitt með ímynduðum kústi. Geðklofi er langtum algengari en geðlæti, og geðlæknar greina á milli ýmissa tegunda hans. Fjórar þær helztu eru kallaðar einfaldur geðklofi gelgjuklofi, stjarfaklofi og of- sóknarbrjálæði. „SINNUSLJÓR, GEÐSLJÓR, GÁFNASLJÓR“ EINFALDUR GEÐKLOFI: Við einfaldan geðklofa einangrast sjúklingurinn tilfinningalega. Hann veit af umheiminum en er tómlátur um hann, dregur sig út úr honum. Annað fólk er honum lítils virði. Þessi sjúkdómur leynir sér iðulega, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.