Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 34
TJTI VORN GEGN VEflRUN INNI HVERS VEGNA VERND GEGN SLAGA tvær txgundxr? Ibúðarhús hér ú landi eru yfirléitt byggð úr steinsteypu cða öðru álíka opnu efni og upphituð flesta tima ársins. StofuHitinn er því hœrri cn í loftinu úti og getur borið miklu meiri raka í formi vatnsgufu en útiloftið. Þetfa rakahlaðna. lóft leitar á út« veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgofu* heldu lagi innan á útveggj* vnum, kemst rakinn úr stof- unum inn i veggina og þctt*. ist þar eða í einangrun þeirra. Spred .Satin hindrar að raki komist i útveggina innan frá.- Utanhússmqlning þarf að gefa hleypt raka úr múrnum út I gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns* og veðurheld. Öti Spred hefur þessa eigin* lcika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitt sérstaklega fyrir * islenzka. Sfaðhœíti og. veðr.áttu. MALNING HF gamla húfupottlokið á höfuð sér og gekk niður að vatninu. Marianne var hress og endur- nærð. Þessi litla máltíð hafði verið eins og friðsælt vé. Tarzan lá við peningaskápinn og lykill- inn var hjá Tolvmans Olof. Henni fannst eins og .einhver valdamaður hefði tekið hana undir sinn verndarvæng. Og þó var það aðeins þessi kýtti og tröllslegi, gamli smiður. Hún settist í skut árabátsins. Smiður- inn reri með seigum, hljóðum áratogum. Hér og þar svifu mý- flugur yfir dökknandi vatninu. En jafnvel úti á voginum fannst dauf reykjarlykt frá skógareld- inum á Jönshusberget. Var Ulf enn þar uppfrá, eða var hann kominn aftur heim......... til Louise. Ulf og Marianne sátu á ný í verksmiðjuskrifstofunni og biðu þess, að verkamennirnir kæmu og tækju við launum sínum. En nú var af sem áður var! Þá hafði hún verið utan við sig af ótta um, að listarnir væru ekki rétt reiknaðir En nú hafði Jansson haft allan veg og vanda af þeim. Og Tolvmans Olof hafði komið inn með lykilinn að peningaskápnum snefnma um morguninn. Eftir fyrri launadaginn höfðu hún og Ulf farið upp til kvarz- námunnar. Hann hafði kysst hana...... Nú komu fyrstu verkamenn- irnir. Þeir létu reiðhjól sín í grindurnar fyrir utan gluggann. Fimmtán að tölu stóðu þeir í röð frá dyrinum inn að skrif- borðinu. Við nokkra þeirra hafði hún dansað á Jónsmessudans- leiknum. Hún þekkti andlit þeirra og mundi, hvað þeir hétu. Hún var að festa rætur á Mal- ingsfors — þrátt fyrir allt! Nafn eftir nafn var skrifað á listana. Svo var farið að kvitta á þá. 1 þetta skipti skyldi Ulf 'fá að sjá um þá sjálfur. Hún ætlaði ekki að snerta þá. — Gjörðu svo vel, í þessa línu, sagði hún og rétti fram kúlupennann til manns, sem ný- búinn var að taka við umslagi sínu. - Já, en ég held ekki að ég skrifi undir, því að það vantar fimmtíu krónur í umslagið mitt, sagði hann. Marianne sneri sér eldsnöggt að honum. Hún hitnaði og kóln- aði á víxl. Borðið tók að snúast í hringi fyrir augum hennar. Róleg! Þetta er ekki eitt af þeim umslögum, sem ég setti peninga í eftir að Ulf og Jansson voru farnir. Loksins kom eitthvað, sem ég á enga sök á! — Við höfum ef til vill í ógáti sett tvo fimmtíu króna seðla í eitthvert annað umslag, sagði Ulf. tók peninga úr sínu eigin veski og fékk manninum. Þá skrifaði hann nafn sitt á listann og fór. Marianne skalf af æs'ntri við hvern mann, sem kom að borð- inu. Hún hélt niðri i sér andan- um meðan þeir töldu peninga sina. Fimm, sex, sjö menn skrif- uðu á listann athugasemdalaust, en hjá þeim áttunda vantaði hundrað krónur. Ulf leit snögg- lega á Marianne og tók hundrað króna seðil úr veski sinu. Hinir biðu í grafarþögn. Það, sem eftir var launa- greiðslnanna leið eins og mart- röð. Enn vantaði fimmtíu krón- ur, enn hundrað.... að lokum var seðiaveski Ulfs tómt. Mari- anne rétti honum þá peninga, sem hún átti eftir af launum sínum, þegar hún hafði borgað fæði og húsnæði. Þögnin á milli þeirra varð þrúgandi. Tolvmans Olof var nú í þeim flokknum, sem seinast kom inn. Marianne þaut til móts við hann og greip í handlegginn á honum. — Það vantar á peningana, æpti hún. Hann stóð kyrr og starði á hana. Heyrirðu ekki, hvað ég segi? Það vantar.... — Er það mikið? spurði hann. — Sjö hundruð enn sem kom- ið er. — Það hefur þá ekki komið að neinu haldi, að ég skyldi geyma skáplykilinn, sagði hann. Marianne var algjörlega yfir- buguð. — Ég hef hvorki stolið pen- ingum, né kveikt í húsinu né.... snökti hún og reyndi að ryðjast fram hjá honum og komst út úr skrifstofunni. En hann þreif í handlegg hennar. Hnýttir fing- urnir voru harðir, og hann hafði krafta í kögglum eftir langa ævi í smiðjunni. — Láttu ekki eins og flón! sagði hann og leiddi hana aftur að borðinu. Seztu niður og reyndu að skrifa nafnið mitt á biaðið. Hann fékk umslag sitt og taldi peningana. Marianne benti honum á linuna og hann skrifaði undir, skjálfhentur. Til allrar hamingju hafði hann að minnsta kosti fengið rétta upp- hæð! Hann tók fram stóru pyngjuna og tróð niður í hana því, sem hann hafði fengið. Sið- an hvessti hann augun á Ulf. — Þegar þú kærir þjófnaðinn, skaltu muna eftir að segja lög- reglunni, að Tolvmans Olof Erson hafi haft skáplykilinn í sinni vörzlu í nótt, sagði hann. Það skyldi þó aldrei vera, að karlfjandinn sé þjófur lika, há? — Það held ég ekki, sagði Ulf alvarlegur í bragði. — Nú, jæja. En hann þekkir líklega sitt heimafólk! Hvað átti hann við? Marianne starði skelkuð á eftir honum, þegar hann fór út. Hann tautaði fyrir munni sér alla leið. Einu orðin, sem bárust henni til eyrna, voru eitthvað um.... „þessi óláns hulda“. Það er ég, sem hann á við, hugsaði Marianna. Það er ég, sem þau hafa átt við allan tím- ann.... í hvert skipti sem þau hafa minnzt á hulduna.... að mér skuli ekki hafa skilizt það! Malingsfors fannst henni nú allt í einu vera fjandsamlegur staður. Því fyrr, sem hún færi héðan, þeim mun betra. Þegar siðustu verkamennirnir voru farnir, stóð hún á fætur og gekk spölkorn frá borðinu. — Viltu vera svo góður að taka iistana sjálfur! Ég hef ekki hugsað mér að hafa þá undir höndum, sagði hún. Ulf leit snögglega á hana, tók saman blöðin og lét þau í skjalatösku sina. — Ég get ekki gefið neina skýringu á því, hvernig allir þessir peningar hafa getað horf- ið, né heldur hvernig gat kvikn- að í álmunni.... en líklega er til einskis að vona að þú trúir mér. Ulf þagði. Hann vildi trúa.... vildi geta vaknað af þessari martröð, taka hana í faðm sér .... en hann gat það ekki. Of mörg einkennileg atvik höfðu átt sér stað frá því að hún kom til Malingsfors? Hvernig gat staðið á þeim? Hvers konar vera var þetta, sem hann hafði lagt ást sina á? Hvað vissi hann um hana? Ekkert.... nema það, að hann var vitlaus í henni. — Komdu, við skulum fara upp eftir og talast við, sagði hann hljóðlega. Vita, hvort við getum ekki eitthvað áttað okkur á hlutunum. Hann heldur, að ég hafi tekið peningana, hugsaði Marianne. Hún ætlaði að spyrja hann.... biðja hann að segja það, sem honum bjó í brjósti, en hún gat það ekki. Gráturinn sat eins og kökkur i hálsinum á henni. —■ Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.