Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 17
á, að . fyrir launin í fyrstu kvikmynd sinni hefði George Hamilton keypt Rolls Royce, sem seldur var úr bílaflota brezku konungsfjölskyldunnar. Önnur launin notaði hann til að taka á leigu glæsilegt einbýlishús af Douglas Fair- banks. Hann hefur síðan ráðið húsum í þessari Loðviks XV. höll með 39 her- bergjum, en sjálfsagt ekki án fjárhags- örðugleika. Bróðir hans Bill segir um hann: — Þegar George leggur af stað á litlum árabáti með bjórflösku í nesti, snýr hann heim á lystisnekkju. þar sem veitt er kampavín og kavíar. Fyrir átta árum var Mae Murray fyrrum fræg Hollywoodstjarna bezta vinkona Georges. Gamla konan beitti áhrifum sínum til þess að skjólstæð- ingur hennar var kvikmyndaður til reynslu. Hann fékk samning, og Mae gat dregið sig ánægð í hlé úr skarkala kvikmyndaborgarinnar. Síðar trúlofaðist hann Susan Kohner, dóttur Paul Kohner, eins áhrifamesta stuðningsmanns hinnar upprennandi kynslóðar í kvikmyndaheiminum. Eins og gefur að skilja greiddi hann götu tilvonandi tengdasonar síns eftir beztu getu. En það slitnaði upp úr trúlofuninni all skyndilega þegar George olli miklu hneyksli í kvöldboði í Hollywood, er hann kyssti hina sextán ára Sue Lyon fyrir augunum á öskureiðum unnusta hennar. George Hamilton segir að Lynda sé mjög aðlaðandi stúlka, en vill að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér. Sem ungur maður af góðu fólki þykir hann hæfur í samkvæmi broddborgaranna og boðlegur aðdáandi forsetadóttur. Auk þess getur hann nú orðið státað af því að eiga milljónamæring að stjúpföður. Móðir hans varð snemma ekkja, og hún er nú gift iðjuhöldinum Jesse Spaulding. A Rómantík að næturlagi í kvikmyndinni „Sigurvegararnir“, George Hamilton og E'kc Sommer. Lynda með fyrrverandi unnusta sínum, Bernard Rosenbach. Lífvörðurinn vék ekki frá þeim. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.