Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 48
s A&m /*F \AtSA föWCöT Eftir Vilborgu Dagbiartsdóttur SLYS í ELDHIJSIIML 1 eldhúsinu eru margir skápar. Þar geymir mamma leirtauið, hnífapörin, pottana og óteljandi aðra hluti, sem mömmur eiga. Labbi fékk stundum að hjálpa hénni til dæmis þegar hann sauð grautinn góða, eins við uppþvott- inn, en mamma leyfði honum ekki að vera einum í eldhúsinu, eða að fara í skápana. „Þar er svo margt hættulegt fyrir litla stráka,“ sagði hún alltaf. Svo skipaði hún pabba að láta nýjar læsingar fyrir alla skápana. „Strákurinn er svo laginn að plokka allt upp,“ sagði hún. Pabbi fékk ekki frið fyrr en læsingarnar voru komnar fyrir og mamma gætti þess vel að loka skápunum. Hún gleymdi því aldrei. Sérstaklega var það einn skáp- unnn, sem Labba langaði til að skoða í. Þar geymdi mamma spari- leirtauið. Skínandi falleg, marglit glös og skrautlegt bollastell. Labbi sat um tækifæri að komast í skáp- inn og svo gerðist það, að mamma gleymdi að loka skápnum. Það voru gestir og mamma var að snúast við að bera á borð og laga kaffi. Hún gaf Labba köku og flýtti sér með hlaðinn bakka inn í stofu. Þá kvað við skerandi óp úr eldhúsinu. IVIamma hljóp fram og pabbi og gestirnir á eftir. Labbi lá á gólfinu fyrir framan opinn skápinn og allt í kringum hann glerbrot. Mamma tók hann upp og skoðaði hann. Annar litli lófinn var blóðugur. Labbi hafði náð í blátt kristalglas, en flýtt sér svo mikið, að hann datt á glasið. Það var stór skurður í lófanum. „Þetta þarf að sauma saman/* sagði pabbi. Mamma sótti hreint stykki og vafði utan um höndma. Það blæddi mikið úr sárinu. Pabbi hringdi á bíl. Labbi var ósköp harður, hanij hætti hér um bil strax að gráta og veifaði brosandi með ómeiddu hendinni, þegar pabbi fór með hann inn í bílinn. „Gjörðu svo vel að aka á slysa- varðstofuna,“ sagði hann við bíl- stjórann. Mamma horfði á eftir bílnum með tárin í augunum. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Litlu síðar skálmaði Dódó út úr forn- gripaverzluninni með málverkið undir hendinni. „Þessi forni rammi,“ sagði hann við sjálfan sig, „verður prýðileg umgjörð um myndina af afa hans Bangsa. Við hendum bara nýtízkulega málverkinu í öskutunnuna.“ Hann var svo djúpt hugsi, að hann gerði sér ekki ljóst, að tveir vegfarendur veittu honum athygli. „Sérðu þetta, Maríó?“ hvæsti annar þeirra í eyra hins. „Hann er með AUGA KÝKLÓPSINS undir hend- inni! Við verðum að ná i það!“ „Sí, sí, herra Tonío,“ svaraði stóri durgurinn sem með honum var. Þeir voru nefni- Iega báðir ftalir, og á ítölsku segja menn sí, en ekki já. „Á Marío að gefa honum bomm-bomm með báðum hnefum?“ „Nei, stupido!“ hvíslaði Tonío. (Stupido þýðir heimskingi). „Ekki strax. Við elt- um hann og sjáum hvar hann á heima, og þá bomm-bommarðu hann með báð- um hnefum!“ Og þeir horfðu á þegar Dódó fór inn í Bangsahús. 48 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.