Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 20
MÓNÓDRAMA ER fram, að röddin væri minn veikleiki, mitt handicap eins og hann orðaði það, og ég var einmitt með komplex út af henni. En þessir góðu menn gengu svo langt í gagnstæða átt, að þeir létu mig fá alla kennslu í raddbeitingu ókeypis meðan ég var í skólanum! „Ég fékk prýðilega leikþjálfun á öllum sviðum, en þegar fram í sótti fannst mér eitthvað vanta í kennsluna til að ég væri alveg ánægð. Ég fór að velta fyrir mér hvað ég gæti gert, og af einskærri tilviljun barst lausnin upp í hendurnar á mér. „Þá leigði ég litla íbúð í skýjakljúf sem hafði verið byggð- ur utan um Roerich safnið. Roerich var iistmálari og heim- spekingur sem barðist fyrir því með oddi og egg, að allar listgreinar störfuðu saman, og þessi bygging var tilraun til að .sameina undir einu þaki sem flestar þeirra. Þarna var listásafn, dásamlegt bókasafn málaraskóli, myndhöggvara- skóli, ballettskóli, leiklistarskóli og margt fleira. Frægir lista- menn af ýmsum þjóðernum önnuðust kennsluna, Bretar, Frakk- ar, ítalir og Rússar meðal annarra. En efri hæðirnar voru leigð- ar út til listafólks og listnema. EINN af þeim sem þarna kenndu var hinn heimsfrægi rússneski listamaður, Michael Mordkin, sem hafði starf- að við Stanislavsky leikhúsið í Moskvu og síðar verið mót- dansari Pavlovu í tíu ár. Hanr. kenndi bæði ballett og það sem hann kallaði mímódrama — það er leikur án orða, meira drama en mímík, alltaf með tónlist. Ég sá auglýsingu frá honum þegar ég flutti inn í bygginguna, og þegar ég var að fara í lyftunni upp á tólftu hæð urðum við stundum sam- ferða. Mordkin var sterkur persónuleiki, hljóður og kyrrlátur, en það var eins og eldurinn gæti brotizt út þá og þegar. Ég hafði á tilfinningunni, að þessi maður myndi geta gefið mér það sem ég var að leita að, og loks herti ég upp hugann og bað um viðtal. „Hann tók á móti mér í bókasafninu stóra á þriðju hæð. Stóð við franska gluggann í hinum endanum og lét mig ganga 'alla leið inn til sín í sólarljósinu, það var mjög langt á mijli okkar. Hann horfði á mig góða stund. Svo sagði hann: ’Ef þér eruð að sækjast eftir frægð þá get ég ekkert fyrir yður gert‘. „Þetta kom svo flatt upp á mig, að ég kom ekki upp orði, stóð bara og starði á hann þangað til hann fór að brosa Og hann sagðist skyldi taka mig í tíma. ,,Ég lærði hjá honum allan veturinn, fór í tíma bæði í mímódrama og balletti, og hjá Mordkin fannst mér ég fá margt sem mig hafði áður skort. Við urðum góðir vinir, og ég var mikið á heimili hans. Hann kenndi mér að meta rúss- neska músík, lék oft fyrir mig á píanó eftir tímana — hann var stórkostlegur píanóleikari — og hann gaf mér nýjan skilning á rússneskri list. UM vorið tók ég auk þess tíma hjá rússneskri leikkonu sem hafði starfað við Stanislavsky leikhúsið. Hún var hæglát kona, látlaus eins og miklir persónuleikar eru ævin- lega, og hún sagðist brýna fyrir hverjum sínum nemanda þá ábyrgð sem hvíldi á herðum listamanna er allra augu beind- ust að, hve mjög þeir þyrftu að vanda einkalíf sitt og temja sér fagra eðlilega framkomu. ’Tildur og hégómi eru verstu óvinir leiklistarinnar1, sagði hún. Oft hef ég síðar hugsað til þeirra orða.“ Vildi túlka Vonina eftir Watts „Var það kannski þessi leikkona sem kenndi þér mónó- drama?“ „Nei, nei, ég byrjaði ekki á því fyrr en seinasta árið mitt í New York. Það var Mordkin sem benti mér á prófessor Komisarjevsky, heimsfrægan leikstjóra, leikmyndateiknara og rithöfund, einnig rússneskan, sem rak leiklistarskóla í New York og kenndi mörgum starfandi leikurum sem þegar höfðu HEILL HEIMUR I getið sér frægð. Mordkin sagði, að hann myndi geta gefið mér það sem á vantaði, og hann skrifaði meðmælabréf með mér til hans. „Prófessor Komisarjevsky var mikilfenglegur persónuleiki og skarpgáfaður maður, sérfræðingur bæði í rússneskum leikskáldum og Shakespeare — hann hafði verið fenginn til Stratford-upon-Avon til að kenna enskum leikurum að túlka Shakespeare! — og sá bezti kennari sem ég hefði getað f fengið. Hann sagði mér í fyrsta tímanum, að fyrir næstu kennslustund skyldi ég gera mér glögga grein fyrir því sálar- lífi sem ég kysi helzt að túlka og koma með skriflega lýsingu þess. Þetta verkefni fékk hann öllum sínum nemendum til « að byrja með, og það var undravert hve fljótur hann var að finna persónu í leikbókmenntunum sem hæfði óskum hvers og eins. Ég kom ekki með neina ritgerð í næsta tíma, og hann hvessti á mig augun og spurði hvers vegna ég hefði ekkert skrifað. Ég svaraði, að aðrar listgreinar gætu tjáð betur það sem mig langaði að túlka, og spurði hvort hann þekkti málverkið ’Hope' eftir Watts, stúlkuna sem situr á hnetti með bundið fyrir augun og heldur á lýru sem aðeins einn strengur er eftir á. „Þá brosti prófessorinn. ’Já‘, sagði hann, ’ég sé, að við tölum sama málið — það er Nína í Tsjekov sem þér viljið leika‘. -jJiG lærði það hlutverk undir handleiðslu hans og síðan ”JPj öll önnur Tsjekov leikrit sem höfðu verið þýdd á ensku, Ibsen þjálfaði hann mig líka í og síðast en ekki sízt Shake» speare. Ég get aldrei lýst því hve ógleymanlegt það var að kynnast meistaraverkum leikbókmenntanna með slíkri leið* sögn. „Eftir eitt ár hjá honum lagði hann til, að ég sérhæfði mig í mónódrama. Sjálfur var hann vinur og samstarfsmaður Yevreynoffs og hafði unnið að uppfærslu mónódrama þátta með honum. ’Þér getið einbeitt yður‘ sagði hann, ’og þéf hafið til að bera það sem ég álít þurfa* „Seinna árið hjá honum tók ég eingöngu mónódrama og leikstjórn sem hann kenndi mér ókeypis. Það nám hefur komið sér afar vel fyrir mig við leikritagerð mína síðar. Hann hjálpaði mér á allan hugsanlegan hátt, og síðasta vorið mitt i í Bandaríkjunum vildi hann endilega, að ég héldi mónó» drama sýningu í New York. En það reyndist svo dýrt, að ég gat ekki lagt út í það. Ég lofaði honum hins vegar, að ég skyldi halda sýningu á Islandi þegar ég kæmi heim, og þegar • ég kvaddi hann gaf hann mér mjög góð skrifleg meðmæli. Hann vissi að íslenzka Þjóðleikhúsið myndi brátt taka til starfa og taldi víst, að ég yrði ein af leikkonum þess. En þó að meðmælabréfið hans greiddi götu mína í leiklistarheim- inum hvar sem ég ferðaðist í Evrópu kannaðist enginn vi3 hann hér heima.“ Engin tœkifœri við íslenzk leikhús „Hvað varstu lengi erlendis við leiklistarnámið?“ „Þrjú ár í Bandaríkjunum, síðan í Svíþjóð og Englandi.*' „Og þú hefur engin tækifæri fengið við léikhúsin hér?“ „Við skulum alveg sleppa þeim kafla ævi minnar. Um hann vil ég ekki tala.“ Hún brosir, en það er dapurleiki í augunum. „Ég .er eins og gúmmíbolti," segir hún svo hressilega. „Þó að hann sé kaffærður skýtur honum alltaf upp aftur. Það liðu nokkur ár þangað til mér var orðið ljóst, að framtíðin myndi ekki liggja fyrir mér á íslenzkum leiksviðum. Þá sneri ég mér á ný að skriftunum. og í þetta sinn sá ég, að ég varð að miða við mína eigin getu, en ekki bera allt saman við stóru skáldin. Maður verður að láta sér nægja að gera eins vel og maður getur á hverju tímabili, þótt það sé aldrei nema ófullkominn skuggi af því sem mann dreymir um. Ég skrifaði smásögur og ævintýri og alls konar dellu, ljóð og leikrit, mónódrama þætti og loks heilt leikrit í því formi, en ég veit ekki til, að það i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.