Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 32
RÓMANTÍSK NIJTÍMASAGA FIIÁ HEftlKAGAKÐI í DÖLITM Í SVÍþJÓÐ Þá heíði Marianne orðið til- neydd til að hverfa frá Malings- fors að fullu og öllu. Eins og sakir stóðu gat Louise ekki annað gert, en þakkað Ulf fyrir að taka þá skýringu gilda, að eldurinn hefði kviknað út frá rafmagni. Það væri hið eina, sem bjargað gæti Marianne, hafði hún sagt. Hún væri svo fegin því, að hann skyldi halda hlífiskildi yfir Marianne. Louise gretti sig. Þarna óku þau burt! Hún hraðaði sér niður í álmuna til að gæta, hvort Marianne hefði ekki gleymt neinu. Þegar hún litaðist um þar inni, fór hún að hlæja hljóðlega. 1 ákafa sínum við að hjálpa Ulf með farang- urinn hafði Marianne gleymt handtösku sinni. Hún stóð við borðið. Skyldi nokkuð vera í henni, sem vitnað gæti um, að hún og Ulf ... Louise opnaði töskuna. 1 hólf- inu hjá pyngjunni og seðlavesk- lnu lá bréf. Sennilega það. sem hún hafði fengið frá Hakoni. Louise fletti því í sundur. Undr- un hennar ágerðist æ meir, eftir þvi sem hún las lengra. Þetta var hreinasta gullnáma! ..Hey, my sweet! Ég er búinn að finna þorpið með leigubílun- um tveim. Þar er stór álnavöru- verzlun, sem vinur þinn Vilhelms- son seldi sokka og hanzka þann 12. ágúst fyrir tveim árum. Þeir höfðu afrit af pöntuninni, dag- sett þann dag og undirskrif- uðum af honum. Hann var því ekki í Hollandi á þessum tima. Lögreglan leitar nú að honum af fullum krafti. Nú skulum við sjá, hvort hann getur neitað mikið lengur að hafa verið vald- ur að ökuslysinu. Tvímælalaust verður þú nú hreinþvegin og hvit sem mjöll. Ég læt þig heyra frá mér aftur. Lots of love. Þinn Hákon.“ Ökuslys ... Louise horfði beint fram fyrir sig og hugsaði sig um. Jú, mikið rétt. Það hafði áreiðanlega staðið eitthvað um þetta í blöðunum. Það var ef- laust þess vegna, sem andlit Marianne hafði komið henni kunnuglega fyrir sjónir. Louise stakk bréfinu aftur niður í tösk- una, lagði hana aftur í stólinn og flýtti sér út. Morguninn eftir fór hún með áætlunarbílnum til Falun, hélt til ritstjórnarskrif- stofu Falunpóstsins og hóf að leita þar í gömlum blöðum. Hún þurfti að fá einstök atriði! Þegar greinarnar voru skrifaðar, hafði enginn lagt trúnað á, að maður- inn, sem hafði átt að aka bíln- um, væri til. En nú benti bréf Hákonar til þess, að svo væri samt sem áður. Hún yrði að flýta sér að koma áformi sínu í framkvæmd, áður en þeir fyndu hann. Og þangað til varð hún að vera helmingi vingjarnlegri og umhyggjusamari gagnvart Marianne en nokkru sinni. Það myndi engum detta í hug að gruna engil? NÍUNDI KAFLI. Júlímánuður varð heitur og þurrviðrasamur. Yfirborð áa og vatna lækkaði aftur. Silverberg- sveitin sýndi lit á því að endur- byggja stíflugarðinn við Ovan- megda. Ulf fór oft þangað til þess að fylgjast með, hvernig verkinu miðaði, en hann bað Marianne aldrei að koma með sér. Hver einasta máltið var þeim báðum óbærileg kvöl. Stundum langaði Marianne til að æpa hástöfum. Afskiptasemi og umhyggja Louise hefði getað ært óstöðugan. Þegar nær dró lokum mánað- arins hófu Jansson og Marianne uppgjör á nýjum launalistum. Nú gekk það eins og í sögu. Marianne var starfinu kunnug frá því í fyrra skiptið, og hún var fegin að losna undan ábyrgð- inni og lét Jansson taka þá í sína vörzlu, þegar þeir voru til- búnir. — En þeir eru ekki kvittaðir enn og hafa ekkert peningagildi, andmælti Jansson. — Það skiptir engu. Taktu þá! Þú ert ekki í ánáð hjá huldunni. — Ég verð það ef til vill áður en lýkur, svaraði hann án þess að orðunum fylgdi hið minnsta hrrm! Niðurstöðutalan var tilbúin. Ulf ók til bankans og sótti pen- ingana. Seðlabúntin með hundr- að króna og fimmtiu króna seðl- unum voru bundin saman með bláum pappírsræmum, sem Jans- son reif af jafnóðum og hann þurfti á nýju búnti að halda. Marianne hjálpaði honum að telja peningana niður í launa- umslögin. Smátt og smátt lækk- aði seðlahaugurinn. Nú var að- eins einn launalisti eftir. Þá hringdi síminn. Ulf svaráði. Dyrnar að skrifstofu hans stóðu opnar, og bæði Marianne og Jansson skildu samstundis, að eitthvað alvarlegt var á seyði. — Það var skógareldur uppi við Jönshusberget, kallaði hann til þeirra, þegar simtalið var á enda. Bezta skóglendið mitt! — Já, komi þurrkasumar, er hægt að reiða sig á, að það kviknar í á Jönshusberget, sagði Jansson. Ég á einnig smáskika þar uppfrá. — Það er búið að gera slökkvi- liðinu aðvart, en við verðum að fara þangað þegar i stað, Jans- son. Þú getur lokið við að telja í umslögin, Marianne. Ég sé, að það eru aðeins nokkur stykki eftir. Læstu allt saman inni í pen- ingaskápnum, þegar þú ert búin, sagði Ulf og skellti lyklinum á borðið fyrir framan hana. — Nei, Ulf. Ég vil ekki vera skilin ein eftir með alla þessa peninga. Læstu þá inni núna. svo getum við lokið við þetta á morgun. — Nei, á morgun er útborg- unardagur. Vertu nú ekki nieð neinar kenjar! Brita Eliasson gerði þetta ein ótal sinnum. — Já, en hún varð ekki fyrir sama óláninu og ég, sagði Mari- anne. — Óláni! Þú ert svei mér jafn- hjátrúarfull og ... — ... og gömul lappakerling, botnaði Jansson himinlifandi. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.