Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 27
í eeCi heitið mönnum jörðum úr eigu sinni gegn fulltingi þeirra í einhverjum deilumálum, en síðan iðrazt og viljað rifta samníngum. Hallur bjó um hríð að Holti í Fljótum og komst þegar í málastapp við Jón Jónsson lögmann á Reynistað. JónBrands- son, móðurbróðir Halls, hafði gerzt próventumaður hjá lögmanni, og fékk Hallur hann til að bera vitni um ofríki og pretti lögmanns varðandi eigurnar. Einnig deildu þeir um jörðina Gautastaði í Fljótum; það varð hörð viðureign, sem lauk með sigri lögmanns, en það var annars hreint mál af beggja hálfu. En dæmi um prettamál eru skipti Halls við Jón Marteins- son sýslumann. Jón byggði Halli jörðina Núpufell en fékk í staðinn umráð yfir annarri jörð, sem Hallur og kona hans áttu; mun Hallur hafa heitið Jóni jörðinni til kaups, þegar ailt væri kvitt með þeim, og það líka tilskilið að sýslumaður veitti Halli lið í Gautastaðamálinu. Liðu svo fram tímar til ársins 1582. Kom þá svili Halls, Björn prestur Gíslason, fram með kaupbréf, sem sýndi, að hann hefði keypt jörð þessa af Jóni Marteinssyni, og fylgdi annað kaupbréf, sem virtist vitna um, að Jón hefði keypt jörðina af Halli með vitund og samþykki Arnfríðar, konu hans. Þessu mótmælti Hallur þverlega; innsigli hans var ekki fyrir bréfinu, og annar kaupvotta þeirra, sem innsigli áttu undir bréfinu, synjaði fyrir það með eiði, kvaðst aldrei hafa heyrt Arn- fríði, sem þá var látin, samþykkja þetta, „heldur þvert neita“. Hinn kaupvotturinn neitaði einnig vitneskju um gerníng þennan og bauð eið. Hallur hélt kröfu sinni til jarðarinnar til dóms fyrir Benedikt Halldórsson umboðsmann Jóns Marteinssonar í sýslustjórn. Er ekki annað að sjá en Jón Marteinsson hafi samið bréfið í trausti þess að Hallur efndi loforð sitt, og selt síðan eða veðsett jörðina séra Birni; enda var Halli dæmd jörðin ári síðar. Hana seldi hann síðar Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. Sigurður Jónsson frá Svalbarði tók við Reynistað eftir Jón lögmann, bróður sinn, og urðu þegar illindi með þeim Halli; óvild var mikil með Sigurði og Guðbrandi biskupi, og mun biskup hafa verið hlynntur Halli. Um Sigurð orti Hallur eitt hroðalegasta níðkvæði, sem um getur, svokallað Soldánskvæði; hefur mönnum þótt óþarft að birta mikið úr því kvæði, en sem dæmi er tekið eitt erindi, sem þó er mikið til meinlaust í samanburði við annað í kvæðinu: Þokki er ekki á þeim rekk sem þjóðin kallar Viðbjóð, reiðigjarn og rógsmaður, ránglátur, miskátur, skarfleitur, skarnbítur, skakkeygður, roðteygður, kinnsvángur, kloflángur, kjaftvíður, brúnsíður. Þetta kostaði Hall talsvert afhroð, og orti hann þá enn níð í ofanálag. Þeg- ar hér var komið, á níunda tug aidarinnar, var hlutskipti Halls harla rýrt orðið sakir mála- ferla og óreiðu. Meðal bóta þeirra, er hann varð að greiða Sigurði, var ítak eitt, en hann kvaðst síðan hafa gert það nauðugur og bar því við, að Sigurður hefði náð því með falsbréfi. Þess- um áburði fékk Sigurður hrundið með eiði á alþingi 1592; var gerð sætt með þeim og neyddist Hallur til að biðja Sigurð opinberlega fyrirgefningar á misferli sínu. Er talið, að þá hafi Hallur verið orðinn eigna- fár og til einskis að slægjast i reytum hans. Frh. á bls. 40. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.