Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 37
Heklið og prjónið úr Dala-garni, gæðin alltaf þau sömu. Ný mynstur og uppskriftir — Nýir litir. Dala-garnið fæst um allt land. KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR lækningar. Hundruð slíkra lyfja hafa komið fram á síð- ustu árum og valdið byltingu í meðferð geðsjúklinga. Um nokkurt skeið hafa geð- sjúkdómafræðingar haft á orði, að hælisvistin gæti verið geð- sjúklingum til meins. Flest geð- sjúkrahús eru stór, yfirfull og fáliðuð, svo að heita má ógjör- legt að veita hverjum sjúkl- ingi þá einkaumönnun, sem hann þarf. Ef sjúklingur með óstöðuga skapgerð er látinn eiga sig í slíku umhverfi, hrak- ar honum. Nú er verið að reyna þá aðferð að láta sjúklinga með geðklofa eða fálæti ganga til lækninga í stað þess að fara á hæli, þegar sjúkdómseinkenn- in eru væg og hægt að halda þeim í skefjum með lyfjagjöf. Sjúklingurinn fer þá til vinnu sinnar á daginn og er á sjúkra- húsinu um nætur eða kemur á sjúkrahúsið á daginn en sef- ur heima. KONAN MEÐ HANDKLÆÐIN Enn ein ný og raunhæf að- gerð, sem nýlega hefur verið reynd við geðveikisjúklinga, brýtur í bág við þann rétt- trúnað margra geðlækninga- manna, þ. á. m. áhangenda Freuds, að orsakir sjúkdóms- ins verði að finna og þekkja, áður en hægt sé að losa sjúkl- inginn við sjúkdóms-einkennin. Þessi nýja aðferð er sprottin upp úr atferilssálfræðinni, en atferilssinnar hafa árum saman verið að gera tilraunir á dýr- um með það fyrir augum að breyta atferlisháttum þeirra. Atferlislækning reynir að breyta geðveikisatferli án þess að reyna fyrst að grafast fyrir rætur þess. Og stundum hafa atferlislækningamenn náð at- hyglisverðum árangri. Tökum til dæmis þessa sjúkdóms- sögu frá Saskatchewanhæiinu í Kanada, sem sálfræðingur- inn Teodoro Ayllon hefur skráð. Sjúklingur hans var 47 ára gömul kona með þrálátan geð- klofa, sem verið hafði á hæli í níu ár, Hún vó nokkuð á annað hundrað kíló: hún sank- aði að sér handklæðum: hún fór hvern fatnaðinn utan yfir annan, allt upp í átján sokka- pör. marga kjóla og peysur, auk þess sem hún vafði hand- klæðum og iökum um búk eða höfuð: hún bar jafnan með sér þrjá bolla, fataböggul og 6- venju stórs Hondtösku. SjúkHneu'ínn hafði fitnað svona gífurlega af mat, sem hún stal frá öðrum sjúkling- um í matsalnum eða þá af af- greiðsluborðinu. Dr. Ayllon lét setja hana eina við borð, og þangað var henni fært það sér- meti, sem henni var að læknis- ráði ætlað. Ef hún færði sig að borði annarra sjúklinga eða af- greiðsluborðinu, var strax far- ið með hana úr matsalnum, svo að hún varð af máltíðinni að meira eða minna leyti. Eftir hálfan mánuð hætti hún að reyna að stela sér aukagetu og fór þá strax að léttast. Áður en lauk var hún komin niður í 80 kíló. Handklæðamálið var tekið gagnstæðum tökum. í stað þess að reyna að koma í veg fyrir að hún tæki handklæði úr geymslunni eða stofum annarra sjúklinga, var henni úthlutað aukahandklæðum, og var þeim fjölgað smátt og smátt frá sjö á dag upp í 60. Að lokum var hún búin að fá 625 handklæði inn í stofuna til sín, og varð þá varla þverfótað þar fyrir stöflum af samanbrotnum handklæðum. Þá fór hún að spyrna við fótum. Hún fleygði handklæðunum út úr stofunni, og þegar hjúkrunarkonurnar héldu áfram að færa henni þau, neitaði hún að taka við þeim. Áður en lauk lét hún sér venjulegan skammt nægja. Fatnaðarmálið var látið bíða, þangað til líkamsþyngd sjúkl- ingsins var orðin viðunandi. Þá var sett vog við dyrnar á borð- salnum og sjúklingurinn veg- inn fyrir hverja máltíð. Mönn- um hafði talizt til, að fatnaður hennar umfram þarfir vægi 10 kíló, og var þess nú krafizt, að hún léttist um visst magn fyrir hverja máltíð; brygðist Það, missti hún af mat sínum. Þá fór hún að létta á sér. Hún fleygði bollunum og bögglin- um. Svo fór hún að tína af sér yztu spjarirnar — kjóla, peys- ur og sokka. Að lokum var hún klædd ein og annað fólk. Um þetta leyti komu skyld- menni hennar í heimsókn og í fyrsta sinn í níu ár vildu bau nú fá hana i heimsókn tii sin. Þeir geðlækningamenn. sem viðteknum aðferðum fylpia, myndu segja, að sjúkdómse \- kennin, sem þannig var eytt, hlytu að taka sig upp aftur, eða þá önnur að koma 1 þeirra stað. Hjá þessum sjúklingi tók þó aðeins eitt einkenni sig upp: tvisvar á einu ári greip hún aftur til matarstuldar. Annarra .óæskilegra einkenna varð ekki vart. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.