Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 41
Veröldin hefur svo við mig skipt að varla er ég til rímna fær, yndinu og fénu af mér kippt en öðrum mönnum þetta Ijær. Munu rímurnar ortar um 1580 eða skömmu áður en óvild þeirra Jóns hófst. í Sjálfdeilum, sem fyrr er á drepið, víkur Hallur einnig að sjálfs sín högum. Hann yrkir kvæðið 1580 og kveður meðal annars: Orðin ill og upptekt fjár, aðkast heldur víða, það hef ég átt um þrjátíu ár þessi nú að líða. FALKINN Sígur hnígur Sónar tón, sæmd er dæmd en illa blíða smíða bón þá Jón brag við lag að stilla. Annars eru sumir mansaungv- anna kveðnir til konu, sem höf- undurinn er þá mjög fánginn af; en þar fyrir utan bregður fyrir amasemi, sem vitnar um lækkandi veraldargeingi: Sjálfdeilum er mestmegnis beint gegn einum og sama mót- stöðumanni, og þótt Hallur komi þar víða við í siðfræði- legum og kristilegum hugleið- íngum eða dylgjum um eigin kunnáttu, koma þær í einn stað niður: þúng orð um þenn- an nafnlausa andstæðing; en virðulegri tónn og guðrækilegri er í Sjálfdeilum en annarsstað- ar hjá Halli. Þar sýnir þessi al- ræmdi málaskálkur og skamma- smiður auðmýkt einsog þessa: .......... Fyr brýnda brodda og blóðug sár og bitra dauðans pínu vef þú yfir mig vænn og klár verndarskauti þínu. Hallur er víða orðslýngur og eingin furða, þótt kveðskapur hans nyti hylli alþýðu leingi síðan, þótt nú þyki hann fyrnd- ur. 6. Miskunnarleysi aldar og ör- laga batt um síðir enda á hina stríðu ævi Halls Magnússonar af áberandi samræmi. Hann drukknaði fullur í mógröf árið 1601. Um nánari atvik að at- burðinum hirti sagan ekki, þótt annálsvert væri. En hún lét honum eftir gilda nafnbót: í mörgum rann við reiðarslurk rekkurinn dó þar slýngur, veturinn hníginn harða Lurk Hallur skáldmæríngur. Helztu heimildir: Páll Eggert Ólafsson: Menn og menntir sið- skiptaaldarinnar; Saga Islend- inga IV; Björn Karel Þórólfs- son: Rímur fyrir 1600; Ólafur Daviðsson: íslenzkar þjóösög- ur; Annálar; Ljóðmæli Stefáns Olafssonar 1885; o. fl. ma FRAMLEIÐANDI: SÓLÓHÚSGÖGN HF. HRINGBRAUT121 SÍMI:21832 • Arfur án erfingja Framh. af bls. 25. stæðum leirofni í miðju her- berginu logaði móeldurinn. — Gólfið var þakið ösku og mó- mylsnu. Honum lá við köfnun af svælunni inni. Hann skjögr- aði fram hjá ofninum og inni á milli stauranna, þar sem nautgripirnir höfðu verið. Hálmurinn undir fótum hans var skítugur, en hann sparkaði honum saman í hrúgu við ofn- inn. Hann vissi, að konan hafði komið á eftir honum og gengið yfir til veika mannsins. Nú heyrði hann þau tala saman i hálfum hljóðum. Hann hag- ræddi hálminum og gerði sér hvílu og breiddi að lokum skikkju sína yfir hana. Þá heyrði hann hljóð að baki sér og sneri sér við. Þar stóð konan með öxi i hendinni. „Matinn“, sagði hún aðeins. Hann kinkaði kolli og gekk út fyrir. Hún fylgdi á eftir honum og horfði á meðan hann burð- aðist við að spretta af hestin- um. Um síðir tókst honum að leysa gjarðirnar og draga reið- inginn afsíðis. Hann tók um byssu sína, þrýsti skeftinu að mjöðm sér, og renndi hendinni niður að lásnum. Með erfis- munum gat hann spennt byssu* bóginn og kreppt fingurinn um gikkinn. Síðan beindi hann hlaupinu að höfði hestsins, rétt fyrir neðan eyrað. „Hér er maturinn okkar,“ sagði hann og hleypti af. Skotið glumdi í eyrum hans meðan hesturinn hneig niður á jörðina. Byssan féll úr höndum hans í snjóinn og stóð púður- reykurinn út úr hlaupinu. — Hann tók bakleppinn af hest- inum, leysti samanvafðar á- breiður sínar frá hnakknum og stakk þessu undir heilbrigða handlegginn, áður en hann tók byssuna upp aftur. Konan stóð enn og gaf honum gætur. Hann kinkaði til hennar kolli og hélt aftur inn i húsið. Hann var varla kominn að dyrunum, þegar hún hafði kropið á kné fyrir framan deyj- andi hestinn og með öxina á fullri ferð. í sama bili jukust kvalirnar Framh á bls. 43. EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR. oip&ca Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.