Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 15
ÚR NÝHRI RÓK AL- MEjVATA HÓKAFÉLAfiSIAS geðlæknar telja, að margir slíkir sjúklingar skolist hjálpar- vana í fjöruborði þjóðfélagsins sem flækingar, vændiskonur og smáglæpamenn. Nytsömum störfum geta þeir sjaldan gegnt, nema þá af allralítilmótlegasta ta‘gi. GELGJUKLOFI: Gelgjuklofasjúklingurinn hverfur aftur til bernsku og barnalegs atferlis. Hann talar barnamál, bullar og þvaðrar, lætur eins og kjáni og fær hláturköst af engu. Hann patar og skælir sig. Hann hættir að halda sér hreinum og getur orðið ruddalega sóðafenginn. STJARFAKLOFI: í stjarfaklofa skiptast á algjört hreyfingar- leysi og djöfulofsi. Sjúklingurinn situr grafkyrr timum eða jafnvel dögum saman, en getur svo skyndilega fokið upp og ráðizt á hvern sem fyrir er eða klórað sjálfan sig með nögl- unum. í kyrrsetuástandinu tekur hann bendingum mjög vel: hann getur vaknað við og haft eftir setningar, hlýtt skipun- um og hermt eftir látbragði. OFSÓKNARBRJÁLÆÐI: í ofsóknarbrjálæði koma fram þau einkenni, sem mönnum koma tíðast í hug, þegar geðveiki ber á góma. Rökvana atferli hins ofsóknaróða er í rauninni ekki út í bláinn, því að hann er haldinn órum — mikilmennsku- órum, ofsóknarórum eða kynórum. Hann heyrir raddir, þótt enginn tali. og sér menn, þar sem enginn er. Órar hans geta magnazt svo, að hann ímyndi sér að gert hafi verið alheims- samsæri gegn honum, sem t. d. Bandaríkjastjórn eða kaþólska kirkjan eða kommúnistafldkkurinn sé riðinn við. Hann sér njósnara í hverju horni, og þeir, sem næst honum standa, eru líka bendlaðir við samsærið. Hann getur tirúað því, að verið sé að beina ratsjárbylgjum að höfði hans til að hafa áhrif á hugsanir hans. Alheimsáhrif sín á hann til að skýra með því, að hann sé Napoleon eða Jesús Kristur. í ofsóknar- brjálæði geta menn sveiflazt milli tómlætis og slíks ofsa, að þeir ráðist á ókunnugt fólk í manndrápshug. GEÐLÆTI: Geðlæti (æði-þunglyndi, æðisút), sem eru mun fátíðari en geðklofi, hafa ekki alltaf í för með sér óra og of- skynjanir, heldur eru það geðshræringar sjúklingsins sem ekki láta að stjórn. Geðlátaköst eru venjulega háttbundin. Milli kasta getur sjúklingurinn verið með réttu ráði, en eitt kast getur staðið mánuðum saman. Sjúkdómurinn getur birzt í hinum tveim myndum sínum á víxl, annað veifið sem of- læti (æði) en þess á milli sem fálæti (þunglyndi. sút). OFLÆTI: Hvorki þetta orð né samheiti þess, æði, er haft í hversdagsmerkingu sinni, heldur táknar það, að sjúklingurinn er ör og æstur, glaðvær og óvenju brattur. Ef æðið er vægt, virðist hann hviklyndur og ofvirkur og sjálfstraust hans meira en góðu hófi gegnir. Hann er flugskýr í hugsun, ágengur og mannblendinn, en vill öllu ráða og þolir illa gagnrýni. Þegar æðið ágerist, hættir hann að geta þagað eða setið kyrr; hann talar og syngur í sífellu, gengur um gólf, slengir sér utan í veggi. f verstu köstunum missir hann ráð og rænu. FÁLÆTI: Fálæti (þunglyndi, geðveikisút) byrjar með því, að sjúklingurinn verður raunamæddur og missir kjarkinn. Hann situr einn sér og hugleiðir ávirðingar sínar. Þegar sútin eykst. fer hann að kenna sér um allskyns óhöpp og slys — jarðskjálfta, flóð og farsóttir. Þungt haldnir sútarsjúklingar geta leitað athvarfs í algjöru aðgerðarleysi, lagzt í kör og af- neitað allri mannlegri athöfn. HVAÐ ER RÉTT, OG HVAÐ ER RANGT? Auk taugaveiklunar og geðveiki er enn einn flokkur geð- sjúkdóma, hinir svonefndu skapgerðarkvillar, en algengust af þeim er geðvilla. Geðvilltir menn sýnast greindir og eins og annað fólk, en þá virðist skorta djúpar og heitar tilfinn. ingar. Þeir finna lítinn eða engan mun á réttu og röngu, og þeir láta sig afleiðingar gerða sinna engu skipta. Tilraunir hafa leitt í ljós, að geðvillingar kvíða yfirvofandi líkamlegum sársauka minna en venjulegt fólk. Þeir víla ekki fyrir sér Framh. á bls. 36. Kona nýkomin á geSveikrahœli. — Myndin me3 iyrirsögninni: Vonleysi, umkomulaus geðsjúklingur á ömurlegu hœli. Ljósm.: lerry Cook frá Life.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.