Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 16
JOHNSON forseti hefur áhyggjur þungar. Dætur hans eru orðnar gjafvaxta stúlkur, Lynda 21 árs og Luci Baines 18 ára. Því getur faðir þeirra ekki breytt, þó hann sé voldug- asti maður hins vestræna heims. Um jólin trúlofaðist Luci Baines há- skólastúdentinum Patrick Nugent, og vakti fregnin um það mikla athygli, en þó ekki aðra eins athygli og ferðalag eldri dótturinnar til Mexíkó. Meðan Johnson hjónin snæddu jólakalkúnann á búgarði sínum í Texas, var Lynda stödd í flugvél á leið til Acapulco með ljósa hárkollu til þess að leynast fyrir forvitnum augum. Hjá fréttaþjónustu Hvíta hússins var farið með þessa mexí- könsku helgardvöl forsetadótturinnar í boði kvikmyndaleikarans George Hamil- ton sem ríkisleyndarmál af fyrstu gráðu. 16 FÁLKINN En það stoðaði ekki, fréttin síaðist út, og ijóslokkagervið kom Lyndu ekki lengur að neinu gagni. En hún kærði sig kollótta. og um kvöldið dansaði hún við George Hamilton af hjartans lyst í hinum iburðarmikla næturklúbb „Tequila a go-go“. Hollywoodstjarnan sá um. að ekkert skorti á rómantikina. Hann fékk fjóra gitarsöngvara til að syngja ljóð sin undir glugganum á herbergi Lyndu að mexíkönskum sið. Kunningjahjón John- sonsfjölskyldunnar bjuggu á sama hóteli og Lynda og gegndu hlutverki siðgæðisvarða. Og auk þess voru banda- rískir og mexikanskir leyniþjónustu- starfsmenn alls staðar nálægir. Þau undu sér greinilega mjög vel saman, forsetadóttirin og hái, svart- hærði kvikmyndaleikarinn. Helgardvöl- in var framlengd um dag, og enginn var lengur í vafa um, að George Hamil- ton skipaði nú þann sess í huga Lyndu, sem Bernard Rosenbach og siðan millj- ónamæringssonurinn Brent Eastmann höfðu 'áður skipað. Eftir ástarævintýrið með Brent East- Jk Kunnuglegt andlit undir Ijósri hárkollu. Lynda B. Johnson með Hollywoodleik- aranum George Hamilton. mann fékk Lynda ströng fyrirmæli föður síns um að sleppa allri róman- tík í bili. Þessu hlýddi hún, eins og góðri dóttur sæmdi, en nú fyrir tveimur mánuðum við opinbera móttöku Mar- grétar prinsessu og manns hennar, Snowdons lávarðs, stóð George Hamil- ton við hlið hennar George Hamilton átti erfitt uppdrátt- ar í Hoilywood framan af, en er nú orð inn þekktur og vinsæll leikari. Um- boðsmaður hans gaf þá auglýsinga- ,,línu“ fyrir George, að hann skyldi kynntur sem ungur maður af efnuðu fólki“ í æviágripi hans var talað um auðuga móðurætt hans, en vandlega þagað um, að faðir hans, sem var blá- fátækur tónlistarmaður, hafði sóað öll- um þeim fjármunum, sem kona hans lagði í búið. á skömmum tíma. í þess stað var lögð þeim mun meiri áherzla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.