Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN KLÁMFENGNIR LEIKIR EÐA ÁDEILA Á SAMTÍMANN? ’-----------------------— ... ... Stutt kynning á því sem amerískir nefna „HAPPENING' FYRIRBURÐIR Það byrjaði svona: Einn góðan veðurdag kom að því, að málararnir urðu leiðir á málverkun- um sínum, og þeir tóku til sinna ráða. Sá fyrsti var Bandarikjamaðurinn Allan Kaprow. Hann var þá nýbúinn að opna sýningu á verkum sínum í New York árið 1958 og gekk um í sýningarsalnum. En — að því er sagan segir — „þegar hann sá ekkert á veggjunum annað en mynd- ir, varð hann gripinn örvæntingu.“ Hann byrjaði á því að reka járnfleina í veggina, tjaldaði síðan salinn þveran og endilangan með léreftsdúk, sem hann setti lit á af handahófi. Því næst reif hann göt á þessi tjöld og gegnum þau var á nýjan leik hægt að skoða myndir sýningarinnar, með nokkrum erfiðis- munum þó. Ekki nóg með það, heldur jók hann enn á ringulreiðina með mis- litum Ijósaperum, sem kviknaði og slokknaði á með óreglulegu millibili. Með þessu skapaði hann líf í sýning- una. Menn nefndu þetta „fyrirburð“, og sú nafngift er víst ekki fjarri lagi. f Ameríku kallast það „Happening". Og þegar á næsta ári, það er að segja 1959 fóru fyrstu fyrirburðirnir fram undir nafninu „Happening". Og hvar? Um það eru menn ekki á einu máli, þó að ekki sé lengra um liðið en sex ár: í New York eða Köln? Og hver var það, sem fann upp fyrirburðina? Allán Kaprow (og þá ásamt listbræðrum sínum) í New York — í Köln list- málarinn Wolf Vostell, maður um þrí- tugt og stór eftir aldri, aðallega á þver- veginn (vinir hans gáfu honum viður- nefnið „kjötfjall“, sem hann kafnar engan veginn undir). Er fyrirburður list? Vissulega Hann er samsettur úr sviðsatriðum eins og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.