Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 38
GEÐVEIKLUN — FRÁ DJÖFLATRÚ TIL LÆKNINGA Um aldaraðir hefur þjóðfé- lagið látið sálsjúklinga beisk- lega gjalda veikinda sinna. Undarleg hegðun þeirra hefur löngum vakið þá grimmd og andúð, sem fáfræðinni er töm. Á fyrri öldum kristninnar voru vitfirringar álitnir djöfulóðirog reknir á kaldan klaka; nokkrir fengu þó hæli í klaustrum. Á 15. öld voru beinar ofsóknir komnar í vanrækslu stað: sál- sjúkir menn voru píndir og brenndir á báli. Þótt menn tækju á endurreisnartímanum að kenna líkamlegum orsökum um geðbilun, var hún enn skoð- uð sem réttlát refsing — og þá helzt fyrir syndugt líferni. Örvita menn voru hnepptir í fangelsi og lagðir í hlekki. Það er ekki fyrr en á þessari öld, að læknavísindin og uppgötv- un dulvitundarinnar hafa opn- að okkur skilningsleiðir. í þeirri umhyggju og samúð, sem nú er sýnd geðsjúkling- um á mörgum hælum og þjóð- félagið í heild stendur að, felst síðborin viðurkenning þess, að þau öfl, sem hrjá sálsjúkt fólk, eru djöfull, sem við öll höfum að draga. • Höndin styrka Framh af bls. 22. það, vinur minn, ég kviði sjálf- um umskiptunum, kvíði þeim mjög. — Nei, nei, nei, ekki sjáifri vistarverunni — þá'vona ég að vinir rétti mér hönd — og guðs náð styðji mig og styrki til að taka því með þreki og þolin- mæði sem mín bíður. Yfirsjón- ir mínar eru margar og stórar. — Þér mælið fagurlega: misk- unn guðs takmarkalaus. — Það hefur sótt á hugann undan- ifarna daga, að stundaglasið mitt væri senn runnið — og þá finn ég til þessa beygs — ég ræð ekki við það. — Já, jú, jú, já satt er það, ef til vill hefur það verið mér ofviða að ganga sífellt ein í gegnum þungar raunir — en ég gat ekki verið að leggja mitt á annarra herðar, hver hefur nóg með sitt. Það er svo undarlegt, skal ég segja yður, að frá barn- æsku hefur legið í mér ótti við hið óþekkta. Þess vegna féll mér svo sárt þegar Denni minn fór I siglingar til annarra heimsálfa. Andvaka lá ég og byltist í ótta og örvænting um afdrif hans — enda fór sem fór — sú stund kom að hann hvarf mér með öllu. Guð geymi elsku drenginn minn, hvar sem hann er. — Þér — þér fullyrðið — að hann sé dáinn? En það veit eng- inn — enginn nema guð einn. — Hvað — hvað eruð þér að segja — þér voruð með honum — voruð með Denna — á skiln- aðarstundinni? Þér báruð hann — á yðar eigin örmum — yfir djúpið mikla? Ég — ég skil ekki vel — ég. — Æi, hvað er þetta. — Það hringsnýst allt fyrir aug- um mér. — Þakka yður fyrir. — Hvað höndin — yðar — er styrk — ég — mig langar til að — muna — hver — hver þér — eruð — en ég er svo — gleymin — á nöfn. — ★ ★ • Ást Framh. af bls. 31. að segja hvenær og hvern, sem er. Við nautaatið kyssir hann vini sína, nautabanann og jafn- vel nautið. í kirkjunni kyssir hann hendur heilagrar Maríu, krossinn sinn og bænabókina. Flamenco-dansarana kyssir hann — karla sem konur. Og hann mun kyssa þig líka, allt kvöldið, og láta nýjan ljóða- flaum fylgja hverjum kossi. Hugsanlegt er, að allt þetta kossaflens hafi spillandi áhrif á ástríðurnar — að minnsta kosti er það víst, að þegar kvöldið er á enda, kveður hann þig einfaldlega með einum koss- inum enn og fer heim, án þess að neinn prófsteinn hafi verið lagður á varnarkerfi þitt. Og allt til æviloka Spánverji mun ekki kvænast útlendingi, ef hann getur með nokkru móti komizt hjá því. Og það getur hann yfirleitt. Svo að það, sem þú munt hafa af honum að segja „allt til ævi- loka“, mun varla verða annað en minningin um öll ljóðmælin og alla kossana. ÞJÓÐVERJINN Við fyrstu kynni Þjóðverjinn getur þrammað berfættur um þvera og endi- langa Evrópu, sofið í snjónum, synt í ísnum og dáið með stíg- vélin á sér. En eitt myndi hann aldrei gera. Hann myndi aldrei fara yfir götuna á rauðu ljósi. Hann kann að vera hræddur, feiminn og kvalinn af djúpri sektartilfinningu; hann kann að vera grimmúðugur og áleit- inn; en Þjóðverjinn er ávallt stórtækur í hugsun — hann vill eiga stórt hús, stóra konu í karakúlkápu og sand af stór- um ástmeyjum. Og er ekki furða, þegar á það er litið, hvernig allir Þjóðverjar borða. Yfir kokkteilnum Berlínarbúar stunda ekki kokkteildrykkju, en þeir viður- kenna þó þennan sið — og er það sennilega liður í einhverju meistaralegu herbragði. Á með- an þú sötrar úr Martiniglasinu, skellir Þjóðverjinn þinn ef til vill í sig nokkrum glösum af mjög sterku kornbrennivíni, sem kallað er sehnaps, og skol- ar þeim niður með bjór. Hann hefur geysimikið drykkjuþol og getur hesthúsaðótrúleganfjölda af þessum snöfsum án þess að á honum sjái. Þeir virðast ekki einu sinni velgja honum undir uggum. Ef Þjóðverji býður þér heim til sín í kvöldverð klukk- an átta og þú vilt fá eitthvað að drekka á undan, komdu þá klukkan hálf átta, því að um leið og tilkynnt er að matur- inn sé tilbúinn, hættir hann að drekka — í miðjum sopa — og byrjar að borða. Við kvöldverðinn Meðan á máltíðinni stendur, þarftu um fátt að hugsa vegna þess að herranum þínum mun þykja sauerbraten sitt óendan- lega meira spennandi en nokk- ur kona. En því aðeins að þú sért þess albúin að setjast að og eyða ævinni sem digur, þýzk eiginkona (eða ástmey), skaltu reyna að standa honum á sporði í matarlystinni, því hún er gíf- urleg. Bezta úrræðið er að borða lítið eitt af öllu, en velta af- ganginum fram og aftur um diskinn, til þess að hendurnar hafi eitthvað að gera. Einnig getur verið gagnlegt fyrir þig að kunna skil á hinu þýzka merkjakerfi til þjónsins. Gaff- all, sem liggur þvert yfir hnif- inn og snýr álmunum upp, þýð- ir, að þú sért ekki búin, hafir aðeins komið snöggvast upp til að anda — eða, drottinn varð- veiti þig, viljir fá aftur á disk- inn. Gaffall, sem snýr álmum niður og liggur jafnhliða hnífn- um, þýðir, að þú hafir gefizt upp og þjónninn megi fjar- lægja diskinn. Fram eftir nóttu Eftir kvöldverðinn mun Þjóð- verjinn þinn ávarpa þig. Ef þig langar til að dansa, mun hann dansa mjög illa, það er að segja, þegar hljómsveitin leik- ur rúmbu eða twist, eða hvað sem vera skal, þá dansar hann vals. í rauninni er hann aðeins að gegna skyldu sinni og það, sem hann myndi miklu heldur vilja gera, er að sitja og horfa á skrautsýningu, þar sem marg- litt vatn bunar og skvettist upp úr gosbrunni. Þetta er aðal- númerið í þýzkum næturklúbb- um, og Þjóðverjinn klappar það upp, sem óður væri. Út- lendingum er fyrirmunað að skilja ástæðuna. Einnig getur verið að hann bjóði þér í öku- ferð út á einhverja bilabraut- ina, vegna þess að brot á hin- um ströngu ökuhraðareglum Berlínarborgar varða þungum fjársektum og hann þarfnast þess að gefa ofsanum útrás und- ir stýri á bíl. Þegar kvöldið er á enda, mun Þjóðverjinn þinn kyssa þig — ekki vegna þess, að hann langi til þess, heldur af því, að þess er vænzt af honum. Kossinn verður óljóðrænn, ó- skilvitlegur og mjög harður — þú getur eins vel hjúfrað þig upp við vönd af svipuólum. Og allt til æviloka Bónorð Þjóðverjans er tölu- vert mörgum skilyrðum háð. Ef þú ert við því búin að gerast liður í hernaðaráætlun hans, ef þú vilt láta þér lærast að þykja gaman að marglitri gosbrunna- sýningu, ef þú vilt kappkosta það alla daga og á alla lund að vera digrari og digrari, þá mun hann bjóða þér fæði, skæði og karakúlkápu. Fáar útlendar stúlkur hafa kjark til að skrifa undir svo nákvæman og bind- andi samning. En þar sem þýzk- ir karlmenn eru þeir fallegustu í veröldinni, kannt þú að verða undantekning frá reglunni. FRAKKINN Við fyrstu kynni Frakkinn kýs helzt að líta á sjálfan sig sem menntaðan elskhuga. Með þessu er ekki átt við að hann vilji sitja og ræða við þig um existential- isma þar tii dagur skín. Það þýðir öllu heldur, að honum finnst hver kona bjóða upp á nýtt rökfræðilegt úrlausnar- efni. „Hvað myndi henta bezt til að gera þessa hrifna af mér?“ spyr hann sjálfan sig. „Hver er veikleiki hennar?“ Frakkinn kærir sig ekki um eldheitar ástríður — hjá þér eða sjálfum sér. Hann er hræddur við þær. Hann vill skemmta sér, leika spennandi leik og sigra og taka síðan til við þann næsta. Eins og í tenn- iskeppni. Yfir kokkteilnum í virðingarskyni við ameríska vini sína hafa Frakkar tekið upp kokkteildrykkju, og sum- ir halda jafnvel kokkteilboð — en hugur þeirra fylgir þar ekki máli. Frakkinn þinn mun sjá þér fyrir einum Manhattan eða Daiquiri, eða jafnvel tveimur, FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.