Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 26
•* :>*??• WM ií&si I SF Þoríeinn skáld írá Hamri hefur iekið að sér <c3 semja fyrir Fálkann frásagnarþœtti af mönnum og atburðum írá löngu liönum árum. Fyrsti þáttur hans birtist hér meS og fjallar um norolenzkt kraftaskáld er uppi var á 16. öld. Fleiri þátta er von á nœstu vikum og mánuð- um. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI m m <PXr>. &¦ 1. Innan um sitthvað annálsvert árið 1601, svosem sorta á sólu, harðindi Lurks, uppreisn greifans af Essex og dauða Kristófers Valken- dorfs, flytur Björn Jónsson á Skarðsá einnig þessa fregn í annál sínum: „Hallur Magnússon skáld dó í brennivíns- ofdrykkju". 2. Hallur þcssi Magnússon, sem á sinni tíð þótti í tölu gildra brágsmiða, þó að um sinn hafi nokkuð fyrnzt yfir skáldmennt hans, var sonur Magnúsar Brynjólfssonar lögréttu- manns á Espihóli og konu hans Helgu Brands- dóttur, og mun fæddur um eða upþúr 1530; fara eingar sögur af uppvexti hans. Öld Halls Magnússonar var róstutími; um hans daga stóð yfir og magnaðist hér á landi sundrung og valdastreita siðaskiptatimanna og setti mark sitt á hvern. þann, .er til ein- hvers orðs var borinn. Hallur skáld fór ekki varhluta af þessum einkennum aldarinnar, og raá jafnvel segja að málavafstur hans, ref jar og ósvífni í víðskiptum hafi borið mærð hans víðar og hærra en efni stóðu til; enda ¦m ^i :-&tái var hún ósjaldan teingd þessum viðfángsefn- um hans um dagana. Er þó hald manna, að Hallur Magnússon hafi haft góða gáfu til skáldskapar, en henni hefur hann svo frek- lega varið til persónulegs níðs, að gildi fram- leiðslunnar nær of sjaldan útfyrir þá persónu, sem til var miðað í það og það skiptið. Magnús lögréttumaður, faðir Halls, and- aðist um miðja öldina, og hreppti Hallur auð mikinn í jörðum og lausafé eftir hann. Skipti eingum togum að hann byrjaði sem fyrst deilur útaf eignum sínum; var skotum fyrst stefnt að Einari Brynjólfssyni, föðurbróður hans, og Jóni syni Einars, sem Hallur taldí- sitja yfir eign sinni. Hallur kvæntist Arn- fríði Torfadóttur prests í Saurbæ, Jónssonar, og hefur auður í garði Halls varla rýrnað við það, því við arfleiðslu hennar frá föður sínum hlaut hún 100 hundraða. En illa hélzt Halli á auðlegð sinni; ráðdeildin var ekki uppá marga fiska, og þar á ofan galt Hallur hrekkvísi sinnar, níðyrða og slarks; er þess þó skylt að gæta, að oft munu harðdrægir náungar og fégjarnir hafa fært sér í nyt veik- leika Halls, þegar hann var við skál, en það yar hann "oft. Mun hann stundum hafa í öl- Teikn.: Har. Guðbergssoit A-£*':%!':¦¦ ,^5ígS sjs*^; ^WfeftfMMw i» ¦•. • •» Víá*"" i!''.í.. wmí0®

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.