Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 40
burða væri athugað strax eftir fæðinguna hvort þörf væri á blóðskiptum. Blóðskipti eru framkvæmd þannig að mjó slanga er þrædd upp eftir naflastrengsæð barns- ins. Því næst eru dregnir út 20 miliilítrar af blóði barnsins og öðrum 20 ml. af blóð- flokki móðurinnar dælt inn í það. Þessu er svo haldið áfram þangað til 500 ml. (% lítrij af blóði hafa vérið dregnir úr blóð- rás barnsins og öðrum 500 ml. dælt í hana. Oft verður að endur- taka þessi blóðskipti fyrsta sólar- hringinn. Börn með þennan sjúkdóm fæðast oft með gulu og alltaf kemur hún í ljós á allra fyrstu klukkustundunum eftir fæðingu ef ekki eru gerð blóðskipti. Gula, sem kemur nokkrum dög- um eftir fæðingu er allt annars eðlis. Hún orsakast af K-vitamín- skorti og læknast við K-vítamín gjöf (helzt með dælingu í hold). (Eftirprentun bönnuð). Næsta grein: SKÓLASKOÐUN. • Frá málaferíum Framh. af bls. 27. Uppúr þessu varð Hallur eirð- arlítill; hann mun hafa kvænzt aftur, en um þá konu er ekkert vitað. Hann dvaldi víða og fór sjaldan friðsamlega. Þó efni þrytu var það vopnið gripið, sem ekki varð af honum hrifið, gáfan; og taka þjóðsögur í þann mund mjög fagnandi við Halli. Sjálfur var Hallur sakaður um gaidra í málavafstri sínu, og mun hafa haft trú á sér sem á- kvæðaskáldi, enda var tekið undir það af alþýðu manna. 3. Hallur Magnússon var nú kominn á efri ár, og fluttist þá vestur í Húnaþing; bjó hann fyrst í Vatnshlíð undir Vatns- skarði. Varla mun Hallur hafa geing- ið gruflandi að því, að þar flutti hann í nágrenni við ærinn keppinaut: sjálfan höfund Fjósarímu, kraftaskáldið Þórð bónda Magnússon á Strjúgi í Langadal, eitt nafnkenndasta og vinsælasta alþýðuskáld þeirr- ar aldar. Þótt yrkisefni Þórðar væru oft léttvæg var kveðskap- ur hans ævinlega lipur og geð- þekkur; kannski vita fæstir, að þessi alkunna vísa er úr Mæðgnasennu eftir Þórð: Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga; í allt kvöld hef ég andardrátt úti heyrt á glugga. Þórður var nokkru yngri en 40 FÁLKINN Halluf og vinsældirhansblæddu Halli í augum. Sagan hefur líka kunnað að draga upp og varð- veita eftirminnilega svipmynd af fyrsta fundi þeirra Halls og Þórðar; þeir mætast á förnum vegi. Hallur er að sjálfsögðu uppi með túlann og byrjar árás: Fræða örin furðu mjó fram af boganum renni — en kemst ekki leingra; Þórður er í ham líka og botnar á stund- inni: í morgun hvessti ég mína þó, máttu sjá við henni. Sú varð líka raunin. Hófust þegar ýfingar með þeim og héldust meðan báðir lifðu. Þeir hafa þó verið óskaplíkir, og hvergi er Þórði brugðið urn hrekki eða áleitni að fyrra bragði. Af skiptum þeirra segja munnmæli margt þjóðtrúar- kennt, og fara hér á eftir nokkrar slíkar sagnir. „Hallur bjó um tíma í Vatns- hlíð. Þórður kom eitt sinn þáng- að, er Hallur var ekki heima; bauð kona hans honum til bað- stofu og vísaði honum til sætis á rúmi þeirra hjóna, því að svo hafði Hallur fyrir mælt, áður en hann fór af stað. Þórð- ur greip hund sinn og fieygði upp í rúmið, en hann drapst þegar. Að því búnu settist Þórður í rúmið, og sakaði þá ekki. Einhverju sinni sendi Hallur Þórði draug í hundslíki, en hann sneri sendingunni aftur til Halls með vísum þessum: Míns ei njóta máttu falls, meiri kraftur verði; farðu bölvaður, hundur Halls, heim að föðurgarði. Burtu flæmdur, bið ég nú bragarkrafti mínum, nætur allar urra þú yfir Halli þínum. Frá Vatnshlíð fór Hallur vestur að Kárastöðum vestan Blöndu, og hélzt ávallt óvin- átta með þeim Þórði. Þá var það, að Hallur magnaði hest og sendi Þórði, en hann kom hon- um fyrir með kveðskap. En svo er sagt, að þeir Hall- ur og Þórður hafi dregið fjár- muni hvor frá öðrum, og er saga sú til þess, er nú skal greina. Eitt sinn voru menn á gangi með fram Blöndu kvöld- ið fyrir hvítasunnu. Þeir sáu þá, að sauðarkrof mikið rak ofan eftir ánni niður frá Kárastöð- um, og stóðu hæklar upp. Þetta kvöld var Þórður á stjái niðri við Blöndu undan Strjúgi, og hugðu menn, að hann hefði tekið á móti rekanum, en seitt fyrst krofið frá Halli bónda. Eitt sinn var Halli send send- ing, er hann var á ferð úti í Fljótum, og var svo fyrir mælt, að sendingin skyldi ráðast að honum, hvar sem hún hitti hann. Flestir segja, að sending þessi væri frá Þórði á Strjúgi. Jafnskjótt og Hallur varð var draugsins, hörfaði hann undan honum upp á fjall eitt í Austur- Fljótum, nálægt Holtsstiginu. Þetta var um sumar. Komst Hallur á snjófönn eina og gat varið sig þaðan, þangað tilhann fékk ráðrúm til þess að taka á móti draugnum, annað hvort með ákvæðum eða öðrum fjöl- kynngisbrögðum. Sagt er, að honum vildi það til lífs, að þeim, sem hafði sent sending- una, hefði gleymzt að taka það fram, að draugurinn skyldi ráð- ast að Halli á snjó jafnt og ann- arsstaðar, og að hann hefði varla getað borið. af henni að öðrum kosti, því að mjög var draugur þessi magnaður“. Sagnir þessar eru teknar eft- ir Þjóðsögum Ólafs Davíðsson- ar; þess má geta, að Holtsstig gæti verið mislestur hans fyrir Hallsstig, en í ritum Gísla Kon- ráðssonar er getið um örnefnin Hallsstig og Hallsfönn í Fljót- um, og séu þau kennd við Hall Magnússon. 4. Þjóðsögur lykta svo skiptum þeirra Þórðar og Halls, að Hall- ur kvað holdsveiki á Þórð en Þórður auðnuleysi á Hall. Átti Þórður þó að hafa kveðið af sér veikina öðrum megin, en ekki viljað freista almættisins með því að kveða hana burtu með öllu. Ævi beggja var raunar í samdæmi við ákvæðin: það er rétt, að Þórður varð holdsveik- ur, og á auðnuleysi Halls var tæplega bætandi. Hallur mun sjálfur hafa treyst sér til á- kvæða og gefur það ef til vill í skyn í vísum þessum úr kvæð- inu Sjálfdeilum: Kveða má enn svo kíminn brag ef kappar málið herða, annars mundi augnalag ekki fegra verða. Hugsa ég bæði heyrn og mál hrörna nokkuð kynni, bölið svo koma, þó bjargist sál ef biður af hjartans grunni. Þar með gjörvallt listalán og lífið sjálft í æðum; hlotið hafa menn heilsurán af hættum fyrnskukvæðum. Víst er og, að snemma hefur sagan af gerníngum þessum komizt á gáng. Þegar árið 1627 skrifar séra Guðmundur Einars- son í riti sínu, Hugrás: „Hver auðnuleysi Halls Magnússonar norðlenzka og vanheilsu Þórð- ar á Strjúgi til búið hafi, það vitnast þá Kristur kemur að opinbera það í myrkrunum er hulið“. 5. Talsvert er varðveitt af kveð- skap Halls Magnússonar, og hef- ur hann verið í nokkrum metum og nafnkenndur sem slíkur, kallaður í ritum Kvæða-, Rimna- eða Skáld-Hallur. Víða hefur farið vísa Halls um Staðarhóls-Pál og Orm Sturlu- son, þegar þeir hröktu frá Möðruvöllum ekkju Þorleifs Grímssonar, en settust sjálfir að sumbli í búinu: Á Möðruvöllum minnkar gull, mest er af staðnum virðing full, Páll og Ormur með penínga krull plokka þann stað og halda. Hvað skal ég grundum gjalda fyrir góða skemmtan víns? Af meiri háttar kvæðum Halls þykja Sjálfdeilur beztar; þær orti hann á efri árum, þeg- ar hann tók fremur að kyrrast, enda er þar mikið um siðfræði og heilræði, innan um ádeilu og kvartanir. Um málastapp sitt orti Hallur kvæðið Hug- dælu, 324 erindi undir ljúflíngs- lagi, níð og ótuktarskapur um hina og þessa Skagfirðinga, einkum um þá bræður, Jón lög- mann og Sigurð. Hallur hefur kveðið Hugdælu 1582 og þá bú- ið í Hólakoti á Höfðaströnd. Einnig orti Hallur rímur af Vilmundi viðutan útaf sam- nefndri riddarasögu, og þykja þær víða allvel kveðnar. Þykja mansaungvar þar klúrir sumir. Hallur nefnir ferskeyttan hátt fyrstur því nafni — I þessari vísu úr Vilmundar rímum: Ferskeytt verð ég fræða spil að finna hríngatróðu, ljúflega þar með leita til ef launar mér þetta góðu. Vilmundarrímur orti Hallur fyrir Jón sýslumann Marteins- son, en það vinfeingi átti eftir að grána, einsog að framan er rakið. Virðist sýslumaður hafa beðið Hall að yrkja fyrir sig rímurnar, svo sem þessar vísur votta: Fræða karfinn fer ei greitt fram með slíkan vanda, Marteins arfinn mig hefur beitt að mansaungs smíðinu standa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.