Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 19
þarna í raun og veru. Þetta má ekki verða eins og eintal — það er stór munur á mónódrama og mónólóg. Sviðið getur verið fullt af fólki, og áhorfendurnir þurfa að sjá það lifandi fyrir sér og skynja þetta sem samleik, ekki ræðu eins leikara. Leikstjórn er ekki síður nauðsynleg við mónódrama en hefð- bundin leikrit. Það má ekki vera neitt handahófskennt varð- ándi staðsetningar á sviðinu, persónurnar verða að vera á ákveðnum stöðum, og aðalpersónan fylgir eftir hreyfingum þeirra sem hún talar við með því að renna kannski til aug- unum eðá snúa höfðinu. Oftast talar hún við eina persónu í einu, en stundum fleiri. Allt þetta þarf að koma greinilega í Ijós. Maður verður að sjá hinar persónurnar skýrt fyrir sér, hæð þeirra, sérkenni, útlit og fas, og þegar persónu er svarað tekur maður upp blæbrigði hennar, svo að áhorfendurnir skynji sálartýpu mótleikarans.“ EN þegar leikin eru hlutverk t. d. úr Shakespeare eða Ibsen eins og þú hefur gert?“ „Þá þarf að umskrifa verkið sérstaklega fyrir mónódrama, taka aðalpersónuna út úr leikritinu og nota bæði hennar eigin órð og eitthvað af setningunum sem hinir segja. Það verður að fylgja sömu reglum og í mónódrama þáttum — sem sagt gefa áhorfendunum þá tilfinningu, að fleiri séu á sviðinu en túlkandi aðalhlutverksins.“ „Er það ekki enn erfiðara í útvarpi?" „Þar hefur röddin allt að segja, blæbrigði hennar og fram- sagnarmáti. Það krefst vissrar tækni náttúrlega." „Hvernig er með leiktjöld og búninga í mónódrama?" „Upphaflega var til þess ætlazt, að sérstök tjöld og bún- ingar væru notuð við hvern þátt, en flestar leikkonur núna láta sér nægja eina leikmynd og hafa búninginn einfaldan, nota ef til vill sjal eða slæðu til að gera smábreytingar eftir þörfum. Á sýningunni minni í Iðnó notaði ég búninga og allt tilheyrandi.“ „Hvaðan er þetta form?“ „Það er kennt við rússneska listamanninn Nikolei Yevreyn- off, fjölhæfan snilling sem fæddist árið 1879 og lagði jöfn- um höndum stund á skáldskap og tónsmíði. Hann taldi mónó- drama afar fullkomið leiklistarform, ekki hvað sízt vegna þess að það veitti áhorfendum óvenju gott tækifæri til að einbeita athygli sinni og auðga ímyndunaraflið." Stcrskáld eða ekki neitt „Hvernig er með þig sjálfa — ertu kannski fædd með leiklistarsóttina eins og ýmsar merkar leikkonur?11 „Æ, það er nú löng saga. Ég hef verið að hnoða leir allt mitt líf, svo mikið er víst. Sem barn og unglingur þráði ég það eitt að geta orðið ljóðskáld, og ég skrifaði kvæði eftir kvæði sem ég geymdi í Ijómandi fallegri möppu, en enginn fékk að sjá þau. Mér fannst ekki nema um tvennt að ræða í þessu sambandi — annað hvort að verða stórkostlegt skáld eða steinhætta að yrkja — og þegar ég var átján eða nítján ára var ég komin að þeirri hryggilegu niðurstöðu, að ég myndi aldrei geta orðið neitt stórskáld. Þá tók ég mig til og brenndi öllum leirburðinum mínum og möppunni meira að segja líka. .. aumingja mappan mín, hvers átti hún svo sem að gjalda? Ég gafst samt ekki upp við listina; þegar ég sá, að ég treysti mér ekki til að tjá mig í orðum, fór mig að langa að verða myndhöggvari. Ég hafði séð listasafn Einars Jóns- sonar í fyrsta sinn þegar ég var tíu ára og orðið hugfangin. Einar var mikill vinur foreldra minna og sagði, að sér væri ánægja að taka mig í tíma. En ég athugaði ekkert, að sú listgrein krefst auk alls annars gífurlegs líkamlegs erfiðis. Það fór svo, að ég þoldi þetta ekki, heilsan gaf eftir, og ég varð veik. Ég tók það mjög nærri mér og hugsaði, að þá skyldi ég ekki framar fást við neitt sem héti list.“ „Hafði þig aldrei langað að leika?“ „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá fannst mér ég svo ljót, að það kæmi ekki til nokkurra mála að gerast leik- kona. Annars hafði ég mikinn áhuga á leiklist, enda alin upp við óvenjulega leikhúsást. Mamma lék þegar hún var yngri og var aðalleikkonan á ísafirði um tíu ára skeið, það var lesið mikið af leikritum á heimilinu, og ég var hrein plága í fjöl- skyldunni, því að ég var alltaf að herma eftir og leika — ef við fórum í leikhús lærði ég leikritin og lék þau fyrir hvern sem heyra vildi, ef við fórum í kirkju þá hermdi ég eftir prestinum, o. s. frv. Jæja, ég hætti öllum listiðkunum um tíma, og þá fannst mér lífið tómt og ömurlegt, ekkert nema grá flatneskja. SKÖMMU síðar auglýsti Lárus Pálsson leikskólann sinn sem hann var að stofna, og ég spurði mömmu hvort ég gæti fongið að reyna. Hún hvatti mig óspart, ég komst í skól- ann og lærði hjá Lárusi í tvo vetur. En eftir skólagönguna var ég farin að vitkast það mikið, að mér var ljóst, að ég vissi lítið sem ekkert um leiklist og þráði að afla mér frekari menntunar. Á þeim árum var eina hugsanlega landið Ame- ríka, vegna þess að Evrópa var lokuð í stríðinu. Ég sótti um inntöku í elzta og bezta leiklistarskólann í New York og hélt síðan vestur upp á von og óvon, lenti á ægilegri ferð, það voru skotin niður mörg skip í lestinni — ja, ég ætla ekki að fjölyrða um það. Rétt eftir að ég kom í land varð ég að ganga undir inntökupróf sem ég kveið afskaplega fyrir, leika á ensku atriði úr Brúðuheimilið og Rómeó og Júlía fyrir dómnefndina. Þeir höfðu látið mig vita, að ég fengi ekki inn- göngu í skólann nema ég stæði mig nógu vel á prófinu, en eftir á hrósuðu þeir mér heilmikið og sögðu meðal annars, að röddin væri minn styrkur. Ég varð svo undrandi yfir því, að þeir urðu að endurtaka það. Lárus hafði nefnilega haldið DRAUMURINN (Leiklistin mín) HjartaS hennar hló. Hún var ung — og ótti ungan draum. En — draumurinn varð gamall — og draumurinn — dó. Þá sló hjartað hennar hœgar. Hjartað fann ró. Og þó — undir niðri auðnan bjó. Svo kom hret. Soigin hana gisti — og sorgin hjartað fyllti. Hún þakkaði þann blota í þögn — og lét engan sjá augað sem grét. Og sorgartár vökvaði blómið sem brann af þurrk. Það liðu ár. Að lokum kom líknandi hrúður á sár. Hún horfði í undrun á himininn. Himinninn var blár. Þetta er sagan um hiartað sem hló. Sagan um drauminn sem dó. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.