Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 18
MÓNÚDRAMA ER HEILL HEIMUR í E8NNI MANNESKJU - SEGIR STEIMGERÐUR GGÐIVIIJIMDS- DÓTTIR, SKÁLD OG LEIKKOMA TEXTI: STEIMUMM S. BRIEIU FÁLKINN STOFAN er dauffjólulit og angar af mildu reylc- élsi. Það er svo rólegt þarna inni, að ósjálfrátt fœr- ist vœrð yfir mann. Samstilltir litir, fögur listaverk á veggjunum, sérkennilegir munir á borðum og hillum. Og umhverfið hœfir Steingerði vel. Hún er fíngerð og viðkvœm eins og stofublóm, listrœn, elskar fegurðina. Maður getur ekki ímyndað sér neitt gróft koma nálœgt henni. Það er eitthvað barnslegt sem hvílir yfir persónuleika hennar og gœðir hana sérstökum þokka. En kannski er það of ójarðneskt til að dafna í mannheimum. HÚN er dóttir frú Ólínu Þorsteinsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar skálds, líkist föður sínum í útliti og trúlega einnig hið innra. Að minnsta kosti var hún síyrkjandi strax í bernsku. „Ég var lítið kríli þegar ég byrjaði að bulla í bundnu máli. Kontórinn hans pabba var minn helgidómur. Þar huldu bækur alla veggi, þar var öryggi, og þar var pabbi. Ég fékk að vera inni með þvi eina skilyrði, að ég truflaði ekki. Pabbi gekk um gólf í skósíðum sloppi og reykti langa pípu meðan hann var að yrkja, og ekki alltaf en oft fékk ég að labba með honum. Ég man hvað ég reyndi að vera stór* stíg til að geta fylgzt með skrefunum hans. Þá heyrði pabbi litlu ljóðastefin mín sem ég tautaði fyrir munni mér, og hann sagði mömmu frá þeim jafnóðum. Tvö þeirra geymdi hún. Ég mun hafa verið fjögurra eða fimm ára, jólin voru skammt undan, og ég var óþolinmóð að fá þau sem fyrst. „Geng ég og geng ég, með grábláa skó, kíkí og ró, kíkí og ró. Upp upp í ból, upp upp í sól, veit ekki fyrr en koma jól. „Ég hafði fram eftir árum þá trú, að maður færi upp í sólskinið þegar maður sofnaði, og auðvitað var þetta bezta ráðið til að fá jólin fljótt.“ Hún brosir með sjálfri sér við tilhugsunina. „Hvað eigum við annars að tala um?“ spyr hún svo með blæmjúku rödd* inni sem útvarpshlustendur þekkja. „Ja, þig til dæmis. Og mónódrama. Viltu ekki segja mér eitthvað um mónódrama?“ Heill heimur í einni manneskju Enginn íslendingur veit meira um mónódrama en Stein* gerður. Hún er eina íslenzka leikkonan sem hefur lagt stund á þá grein leiklistarinnar og eini íslenzki rithöfundurinn sem hefur skrifað verk í þessu sérstæða formi. Árið 1947 hélt hún mónódrama sýningu í Iðnó að loknu námi erlendis, og á undanförnum árum hefur hún öðru hverju flutt mónódrama leikþætti eftir sjálfa sig í útvarpið. „Það er heill heimur í einni manneskju. Formið- er krafÞ mikið, margt þarf að segjast í fáum orðum, og leikurinn gerist fyrst og fremst í hugskoti aðalpersónunnar. Við lestur og áheyrn virðist þetta vera ák-'lega einfalt — eins og hvert barn gæti hafa skrifað það. En það dylst ýmislegt á bak við. Áhorfendurnir taka miklu ríkari þátt í mónódrama en venju* legri leiksýningu; það höfðar til ímyndunarafls þeirra og inn- lifunarhæfni. Megináherzla er lögð á að túlka sem bezt sálar* ástand og innri blæbrigði skapgerðar aðalpersónunnar, en ytrx atvik og aðrar persónur dvelja í hugskoti jafnt áhorfandans sem leikarans." „Að hvaða leyti er túlkunarmátinn frábrugðinn venju- legri leiklist?“ „Ja, hann krefst eiginlega tvöfaldrar einbeitingar. Maður verður ekki aðeins að leika sitt eigið hlutverk, heldur líka gerþekkja allar hinar persónurnar og móta þær svo skýrt í hugann, að áhorfandinn fái tilfinningu af því, að þær séu 18

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.