Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 12
strætisvagni af leið PC. Sama ár lét AUan Kaprow losa stórt hlass af rusli af vörubíl fyrir framan boðsgesti sína í skógi einum skammt frá New York, og grófst einn maður undir hrúgunni. Með hjálp rauðs litar var ruslið síðan gert að einni klístrugri efju. Upp úr henni reis maðurinn, æpandi og garg- andi, eins og hæna sem er hálffarin úr fiðr- inu — og var svarað í sama tón af hænu, sem var tjóðruð við trjágrein. 1963 var Vostell enn að verki. Þá kom hann göml- um Mercedes fyrir á járnbrautarteinum í Wuppertal og lét járnbraut mala hann undir sér. Það leyndi sér ekki, að þessi frumkvöðull fyrirburðastefnunnar í Þýzkalandi lét sér ekki nægja að nota eingöngu venjulegt ösku- haugadrasl, hann vildi ná sterkari áhrifum og rista dýpra. f samráði við Ulmer leikhúsið og Ulmer listasafnið bauð hann þann 7. nóv- ember árið 1964 250 manns í ökuferð í nokkrum strætisvögn- um til 24 sýningarstaða „í Ulm, gegnum Ulm og allt í kringum Ulm“. Sýningin á fyrir- burði þessum. sem var hinn umfangsmesti til þess tíma, hafði all víðtæk áhrif, m. a. kom hún varnamálaráðherranum Kai-Uwe von Hassel í hálfgert klandur. í viðræðu- tíma i þýzka þinginu, 4. desember 1964 var hann spurður: Getur það samræmzt virð- ingu og skyldum landvarnaráðuneytisins að láta bendla sig við vandræða-tilrauna-leik- hús það. sem kallar sýningar sínar „fyrir- burði“? Ráðherrann, svaraði: — Ég leyfi mér að svara spurningu þessari á eftirfarandi hátt: — í fyrsta lagi. Yfirmenn flugstöðvarinnar í Ulm leyfðu listamönnum Ulmer borgarleik- hússins frjálsan aðgang að flugstöðinni í Leipheim við Ulm. Slík leyfisveiting opin- berra hernaðaryfirvalda er langt frá því nokkuð einstakt i starfi þeirra. f öðru lagi. f beiðni sinni fóru þeir Bremer leikhúsmaður og rithöfundurinn Vostell fram á að öryggissveitin í flugstöðinni yrði þeim hjálpleg við að sýna háþróun tækninnar í verki. Málið var rætt og samdist svo um með þeim, að notaðar yrðu Dusenjáger þotur í gangi í þessu augnamiði því að þannig mætti ná sterkum áhrifum bæði á sjón og heyrn. Á ákveðnum stað og stundu voru svo ræstar þrjár Dúsenjager þotur. fyrir gestina að viðhöfðum öllum venjulegum varúðar- ráðstöfunum. í þriðja lagi. Starfsmenn flugstöðvarinnar höfðu ekki hugmynd um að þeir væru þátt- takendur í þessari nýju tegund listtjáningar, sem nefnd er fyrirburður, þó að það kæmi síðar á dagihri. Þessi umræddi fyrirburður var sjö stunda ferðalag í bíl með ýmsum viðkomustöðum, éins og t. d. bílaþvottastöð, útibaðstað, klausturgarði, nýruddri akur- spildu, fjósi og endað var í sláturhúsi, þar sem forsprakkinn sýndi veizluát á gæsasteik fyrir þreytta og svanga ferðalanga (kátína hjá þingheimi) í fjórða lagi. Eftir það sem gerðist í Ulm 7. nóvember hafa verið gerðar ráðstafanir til að slíkt endurtaki sig ekki. Auðvitað verður að gera ráð fyrir, að ekki leggi allir sömu merkingu í fyrirburði og Framh. á bls. 36. Rowohlt markar nvtt spor: fyrirburðabækur fyrir nýtízkulegt nútínia fólk. Einn viðkomustaðurinn I Ulm ferðinni 1964. „Sá dauði" með gasgrímu í neðan j arðarby rgi. „Bílslys" í Wuppertal 1963. Möguleikar opnast til nýtingar gamalla járn- brautarvagna. Ulmer fyrirburðurinn. Þotur hafa margvíslegt notagildi. , 1 if. í | 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.