Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 24
PRÚSSNESKI LIÐHLAUPINN. ' ÁRIÐ 1806 ásetti Napoleon sér að sýna Prússakonungi í tvo heimana. Bæði við Auerstadt og Jena biðu prúss- neskar hersveitir gífurlega ósigra, en. eftirlifandi hermenn hörfuðu undan í austurátt, til þess að sameinast þar rússneskum her. í febrúar kom til bar- daga nálægt Köningsberg hjá þorpinu Eylau._______________________________ Þessi bardagi varð einn sá blóðugasti í hernaðarsögu Napoleons. Hann hófst í nistandi snjóstormi, og þegar viðureign- in fjaraði út daginn eftir, var það meira vegna þess, að hermennirnir voru að- framkomnir af þreytu, en af því að nokkur hernaðarleg niðurstaða væri fengin. Um nóttina hófu Rússarnir undanhald sitt til norðurs. Prússarnir hörfuðu undan gegnum þorpið Kutts- chitten, í austurátt. Vörn bakliðsins var í höndum deAnsbach riddaraliðssveitar frá Bayern. Ansbaeharnir voru atvinnuhermenn í skilningi átjándu aldarinnar. Þótt þeir hefðu gengið og barizt og þjáðst í tvo sólarhringa, var það hvorki vegna Napoleons hé Prússanna, — þetta var nú einu sinni þeirra fag. Þeir vonuðust eftir ríflegum ránsfeng og óttuðust af- leiðingarnar af mótþróa. Af þessum ástæðum gat Franz Schirmer liðþjálfi án teljandi samvizku- bits velt því fyrir sér, hvernig hann gæti bezt sloppið úr þessari klípu meðan hann lét hest sinn ráða ferðinni gegn- um skógana við Kuttschitten þessa nótt. Af félögum hans voru aðeins fáir á li.fi og þeir, sem eftir lifðu, myndu farast úr þeirri vosbúð, sem þeir áttu í vændum. Og þegar hestarnir væru týndir eða étnir, myndu hungur og sjúkdómar verða hinum að bana nema ef til vill þeim yngstu og allra harð- | gerðustu. Daginn áður hefði liðþjálfinn með nokkurri sanngirni getað talið sig til hinna lánsamari — en ekki nú. Síðari hluta dagsins hafði hann sjálfur j orðið sár . .. Sárið hafði einkennileg áhrif á hann. Franskur brynjuriddari hafði lagt til hans með sveðju sinni, og liðþjálfinn hafði borið af sér höggið með hægri handlegg. Lagið hafði skorið sundur sterklega vöðva hans alveg inn í bein — það var ljótt sár, en beinið var óbrotið, svo að hann hafði ekki þurft að gangast undir pyndingar herlækn- anna. Einn hermannanna hafði gert að sári hans og bundið handlegginn upp. Nú verkjaði hann í sárið, en blæðingin virtist hafa stöðvazt. Hann var afar máttfarinn, en kenndi það fremur hungri og kulda en alvarlegum blóð- missi. Hið einkennilega var, að þrátt fyrir allar beinlínis líkamlegar þjáning- ar, fann hann til óvenjulegrar vellíðun- ar. Hún hafði vaknað hjá honum, meðan verið var að binda um sárið. Fyrsta undrunin og hræðslan við að sjá blóðið fossa niður eftir máttlausum handleggn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.