Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 46

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 46
KVEIS [ÞJOÐIÍl |S| RITSTJÖIII: KIIISTJANA STEIAGllÍMSDÓTTIR \V Sítrónusafi er gamalt þekkt fegrunarlyf og er oft notað enn þann dag í dag í smyrsl o. fl. — Hann er einnig ódýrt fegrunarlyf, að minnsta kosti ef við kaupum sítrón- urnar sjálfar úti í næstu nýlenduvöru- verzlun. Svo koma hér nokkrar ábendingar um notkun hans. SÍTRÓNUSAFI lokar grófum holum » hörundinu. Notið ómengaðan sítrónu- safann eða blandaðan með dálitlu af soðnu vatni sem andlitsvatn (skin tonic). Þegar öll óhreinindi og farði hefur verið hreinsaður af hörundinu, er hörundið vætt með sítrónusafa í stað- inn fyrir dýrara andlitsvatn, sem inni- heldur spritt. Gera má ráð fyrir að safi úr 1 sítrónu endist í 4 skipti. Bezt er að útbúa dagsþörf í einu. SÍTRÓNUSAFI bætir gamalt hörund. SÍTRÓNUSAFI bætir ljót munnvik og grátt hörund á hálsinum. Notið sítrónu- safa á hverju kvöldi. Sé húðin þurr eða eðlileg, þarf að bera á hana raka- lotion á eftir. En nú á aðeins að nota olíur úr gula berkinum. Leggið V2 sítrónubörk, sem allt það hvíta hefur verið hreinsað vandlega úr, í bleyti í bolla með oliven- olíu yfir nótt. Pressið börkinn vel, svo olíurnar renni úr honum. Berið svo olíuna á með pensli eins og maska (stífnar að vísu ekki). Þveginn af eftir 10 mínútur með ylvolgu vatni. Bezt er að gera þetta að kvöldlagi, þá er hægt að bera næturkrem á hörundið, strax á eftir. SÍTRÓNUSAFI í baðvatninu lýsir og bætir hörundið. Á þurra og eðlilega húð er gott að bera hann á jafnhliða baðolíu. SÍTRÓNUSAFI græðir sprungna og ljóta olnboga. Stingið olnbogunum ofan í sinn hvern barkarhelminginn. Nauð- synlegt er að bera rakavökva á á eftir. Olnbogarnir verða fljótlega mjúkir og fallegir. SÍTRÓNUSAFI hreinsar hendurnar. Látið sundurskorna sítrónu liggja við eldhúsvaskinn, ef þið notið ekki gúmmí- hanzka við vinnuna. Núið neglurnar með sítrónusafa fyrir hvern handar þvott. SÍTRÓNUSAFI gerir illa farnar hús- móðurhendur fallegar, mjúkar og hvít- ar. Blandið saman sítrónusafa og oliven- olíu og berið á hendurnar. Þvoið hend- urnar eftir 10 mínútur með ylvolgu vatni, sem möndluhýði hefur verið sett í. SÍTRÓNUSAFI bleikir gráleitt hörund á höndunum. Blandið saman 5 msk. af magnesiudufti (fæst í lyfjabúðum) 1 msk. af vatni og 1 msk. af sítrónusafa. Borið á hendurnar. Þvegið af höndun- um eftir 10 mínútur eins -og lýst er hér á undan. SÍTRÓNUSAFI þurrkar feitt hár. Notið sítrónusafa í síðasta skolvatnið. SÍTRÓNUSAFI lýsir músagrátt hár. Núið sítrónusafa vel inn í hárið, meðan það er vott. Skolað vel úr eftir 5 mín- útur. SÍTRÓNUSAFI fjarlægir fljótlega fitu- ggljáann af glansandi nefi. Núið nefhör- undið með sundurskorinni sítrónu. Væt- ið á eftir með ísköldu vatni. Framh. á bls. 50. Breytið kjólnum eða peysunni með hekluðum kraga og uppslögum Efni: 50 g fínt garn. Heklunál nr. 3. 8 mynst- urhópar með 7 11. á milli =10 cm. Mynstrið: 1. umf.: Hlaupið yfir 2 11. næst nálinni ★ heklið 1 st., 1 11. 1 st. í sömu 1. (= 1 mynsturhópur), heklið 1 11. hlaupið yfir 2 11. Endurtekið frá ★ og umf. lokið með 1 mynstur- hóp, hlaupið yfir 1 11., heklið 1 st. 2. umf.: 3 11., ★ heklið 1 mynsturhóp í 1 1. frá mynsturhópmim úr fyrri umf., heklið 1 11. Endurtekið frá ★ endið umf. með 1 mynstur- hóp, hlaupið vfir 1 11. heklið 1 st. 11. = loft- lykkja, st. = stuðull, fl. = fastalykkjur. Uppslögin: Fitjið upp 51 11. og heklið 2 umf. fl. Því næst mynstrið. Snúið alltaf með 3 11. Athugið að 16 mynsturhópar eiga að vera í umf. Eftir 8 cm er hekluð 1 umf. takkar þannig: ★ 2 11., 1 fl., 3 11., 1 fl. í kringum 11. í mynstur- hópnum. Endurtekið frá ★ út umf. Hitt uppslag- ið heklað eins. Kraginn: Fitjið upp 80 1. og heklið 2 umf. fl. Því næst mynstrið þannig að 26 mynstur- hópar séu í umf. Eftir 2 umf. er aukið út um 5 mynsturhópa í umf. á þann hátt að hekla mynsturhóp í 11. milli 3. og 4. mynsturhóps, heklið ★ 5 hópa, aukið út 1 hóp á sama hátt. Endurtekið frá ★ út umf. Heklið 2 umf., aukið 5 mynsturhópa í á ný í umf.: Heklið 3 hópa, aukið 1 hóp, heklið 7 hópa, aukið 1 hóp, hekl- ið 6 hópa, aukið 1 hóp, heklið 6 hópa, aukið 1 hóp, heklið 7 hópa aukið 1 hóp, heklið 3 hópa. Þegar kraginn er 8 cm er hekluð takkaröð eins og á uppslögunum. 46 FÁLKINN I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.