Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 36
• Fyrirburðir________ Framh. aí bls. 12. til sé fólk sem komi alls ekki auga á listrænt markmið þeirra. Þannig hefur það iðu- lega komið fyrir, að menn hafa séð í þeim pólitískan tilg'ang í stað þess listræna. Einn fyrir' burðurinn er e. t. v. sagður geta orðið kommúnistum til framdráttar, annar fær fasista- stimpil og sá þriðji á að vera gegnsýrður amerískum áróðri. En allir eru þeir þó byggðii upp á svipaðan hátt: notaðir eru venjulegir hlutir og tæki úr daglegu lífi til einhvers óvenjulegs verknaðar. Á hinn bóginn hefur það líka komið fyrir, að stjórnmála- starfsemi hefur verið álitin fyrirburður, eins og þegar Gúnther Grass fór í kosninga- leiðangur. En hvort tveggja er jafnfjarri lagi, enda er fyrir- burður list fáránleikans og vit- leysunnar, en stjórnmálin, eins og allir vita, byggja á notkun vits og skynsemi. Til skamms tíma hefur fyrir- burðastefnan í Þýzkalandi aðal- lega þróazt í hinum glaðværu Rínarlöndum, en upp á síðkast- ið hafa fyrirburðir náð miklum vinsældum í Berlín, og er hún orðin höfuðborg fáránleikans. Þar var í júní 1965 flutt sónata nokkuð sérstakrar gerðar af Kóreumanninum June Paik. Þar sat kviknakin stúlka að nafni Charlotte Moor- mann í plastpoka og spilaði á knéfiðlu. List hinna „lifandi mynda" rj'ður sér nú til rúms víða um lönd, og áhangendur hennar verða stöðugt fleiri. Hér á ís- landi er hún nær óþekkt fyrir- brigði. Þó fengum við smá- vegis forsmekk af henni þegar Kóreumaðurinn og knéfiðlu- stúlkan hans voru á ferðinni í Reykjavík á sínum tíma. En eftir undirtektunum að dæma, sem þau fengu, fann fyrirburða- stefnan lítinn hljómgrunn hjá íslendingum. Hins vegar munu ungir lista- menn hér á landi hafa fengið áhuga á „pop“listinni, sem kannski mætti kalla oft-list (list oft notaðra hluta), og hafa gert listaverk i þeim dúr, En oft-listin er eins konar kyrra- lífsútgáfa af fyrirburði. Þá er ýmsum algengum hlutum eða drasli, t. d. töppum af kók- flöskum, brauðhleifum og úr- klippum úr myndasögum, rað- 36 FÁLKINN að saman i ákveðnu samræmi, þannig að úr verði ,,mynd“. Nýjasta þróun fyrirburða- stefnunnar í Þýzkalandi er sú, að bókaútgefandinn H. M. Ledig-Rowohlt hefur hafið máls á því, að nú verði farið að gefa út fyrirburðabækur, ætl- aðar nýtízkulegu nútímafólki til aflestrar. Hvort hann lætur sitja við orðin tóm, er svo eftir að vita. Segja má, að saga fyrirburð- anna sé orðin nokkuð löng, ef „gömlu mennirnir“ eru taldir með, en það eru dadaistarnir, sem þegar eftir heimsstyrjöld- ina fyrri stóðu fyrir samkund- um í fyrirburðastíl. Á þessu ári 1966 ætla þeir að kalla saman al- þjóðaþing sitt í Þýzkalandi, og verður þar háð keppni milli gömlu Dadaistanna og ungu mannanna með fyrirburðina. Verður það vafalaust stærsti og mesti fyrirburður, sem um get- ur. En hvað sem öðru líður er það staðreynd, að fyrirburða- stefnunni eykst fylgi víða um lönd, og sá hópur fólks stækk- ar stöðugt, sem tekur fyrir- burðina alvarlega. • Geðsjúkdónar Framh. af bls. 15. að svíkja, stela og jafnvel myrða, svo að þjóðfélaginu stafar af þeim bráður háski. Hverjar séu orsakir þeirra geðsjúkdóma, sem lýst er hér að framan, er mikilvægasta spurningin, sem geðlæknisfræð- in á enn ósvarað. Ekkert þeirra svara, sem fram hafa komið, er fullnaðarsvar. Gátan um upptök og þróun afbrigðilegs sálarlífs er enn að mestu óráð- in. Sumir sálmeinafræðingar telja að upptakanna sé að leita í áhrifum umhverfisins — í hinni margbrotnu og oft tví- sýnu mótun persónuleikans í bernsku. Aðrir telja, að upp- tökin séu í arfberunum — í illri líkamserfð. Hvorirtveggju geta teflt fram sterkum rökum. Málstaður umhverfissinna á sér stoð í rannsókn, sem þjóð- félagsfræðingarnir R. E. L. Faris og H. W. Dunham gerðu í Chicago skömmu fyrir 1940. Við athugun þeirra á því, hvernig borgarlíf orkaði á per- sónuleikann, kom í Ijós, að geð- klofi var miklu tíðari í fátækra- hverfum en þar sem efnaðra fólk bjó. Þeir gátu þess til, að geðklofi væri örbirgðarsjúk- dómur og að geðraunir fátækt- arinnar ýttu undir tíðni hans. En þeir, sem hallast að líffræði- legum skýringum, bera brigð- ur á þessa ályktun. Þeir halda því fram, að hinn tíði geðklofi í fátækrahverfum sýni það eitt, að þeir, • sem slæmar líkams- erfðir baga, séu líklegri til að lenda neðarlega í þjóðfélags- stiganum. ARFGENGISRÖK Af þeim stoðum, sem renna má undir hina líffræðilegu skýringu á upptökum geðsjúk- dóma, er einna merkilegust rannsókn sú á ættgengi geð- klofa, sem geðlæknirinn Franz Kallmann í New York tókst á hendur á fimmta tug aldarinn- ar. Kallmann hugsaði sem svo, að ef sjúkdómurinn væri erfða- bundinn, ætti hann að koma jafnt fram hjá eineggja tvíbur- um, þar eð arfberar þeirra eru nákvæmlega hinir sömu. Hann kynnti sér feril margra slíkra tvíbura og komst að því, að ef annar þeirra fékk geðklofa, voru líkurnar níu á móti tíu, að eins færi fyrir hinum. Hjá tvíeggja tvíburum, sem hafa svipaða arfbera, en ekki ná- kvæmlega eins, voru líkurnar minni en tveir á móti fíu. Meðan ekki er völ á örugg- ari vissu en nú, gera flestir geð- læknar ráð fyrir því, að bæði umhverfi og erfðir eigi sinn þátt í geðveiki. Erfðagallar geta verið fyrir hendi án þess að valda alvarlegri geðtruflun, nema til komi þungbær um- hverfisáhrif. Sem betur fer hafa læknis- aðgerðir við geðveiki ekki þurft að bíða þess, að færðar væru sannanir á getgátur. Á siðustu 50 árum hafa orðið stór- stígar framfarir í geðlækning- um, sem oft hafa stuðzt við kenningar, en þó oftar við hag- nýta reynslu. Hafa því æ fleiri sjúklingar náð fullum bata. Um árabil var lost algeng- asta aðgerð, sem beitt var við geðveikisjúklinga á hælum. Við fyrstu lostaðgerðir var insúlíni dælt í vöðva og sjúklingurinn þannig lagður í dá. Þessi að- ferð hefur nú að mestu vikið fyrir raflosti, sem felst í því, að rafstraumi er veitt i fram- heilann, svo að sjúklingurinn fær krampaköst. Lost er ekki lækning. Það gerir það eitt að draga úr einkennum sjúklings- ins, vekja hann aftur til veru- leikans, svo að koma megi við hann geðlækningum af ýmsu tagi. Á síðustu árum hafa róandi lyf og sútvarnarlyf því sem næst útrýmt lostaðgerðum. Hin fyrri róa ofvirka sjúklinga; hin síðari hrinda doða og drunga þeirra, sem ofsljóir eru. Þessi lyf lækna ekki frekar en lost- aðgerðirnar, en þau búa sjúkl- inginn undir seinvirkari geð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.