Fálkinn - 30.05.1966, Síða 7
ritvöllinn á fætur öðru, og hér er sískrifandi og síyrkjandi
um tvö hundruð manna hópur, þegar skynsamlegt væri að
um fjörutíu til fimmtíu menn og konur ástunduðu þessar list-
greinar, og afgangurinn sætti sig við að taka sig ekki alvar-
lega. Eins og venjan er með föndurmennin, þá er fyrirferð
þeirra á opinberum vettvangi alveg í öfugu hlutfalli við
náðargáfuna. Myndlistin er orðin hrein plága í landinu, og
ber hana kannski hæst af listgreinunum hvað það snertir.
Hér hefur fólki alla tíma leyfzt að ástunda ýmiss konar leir-
hnoð í rituðu máli, þótt tilvist útvarps og blaða og lítt vand-
látir úgefendur hafi sett leirhnoðið í eins konar öndvegi. En
um myndlistina gegnir því máli, að þar búum við ekki að
neinni erfð í leirhnoði og föndri. Menn eins og Ásgrímur,
Kjarval og Jón Stefánsson, voru svo fáir og áttu svo fábrotna
— en góða — fyrirrennara innlenda, að þeir ræktuðu með
sér voldugt listviðhorf, og tveir þeirra a. m. k. eiga líf að
baki, sem minnir helzt á meinlæti, vegna þess hve þeir sneru
stórhuga að viðfangsefninu. Nú virðist sem annar hver mað-
ur sé farinn að mála. Vor og haust og oft inni í milli yfir-
gnæfa fréttir af málverkasýningum allar aðrar fréttir. Engum
dettur í hug annað en stærstur hópur þessa listafólks sé föndr-
arar. Allur þessi fjöldi getur ekki verið að skapa list, því
þá værum við einsdæmi í veröldinni, og visindamenn hefðu
þegar lokað landinu, svo að þeir gætu rannsakað fyrirbærið.
Sannleikurinn í málinu er þessi: Málaralistin er orðin stórfelld-
ur iðnaður, og gott ef iðnaðarviðhorf föndraranna drepur ekki
niður það verk, sem hafið var af svo mikilli snilld og miklum
stórhug í byrjun aldarinnar. Að minnsta kosti hafa föndrar-
arnir komið slíku óorði á málaralistina, að aðeins lítill hluti
framleiðslunnar er tekinn alvarlega.
Ný hús og húsgagnaiðnaðurinn
MIKIÐ er byggt í landinu um þessar mundir og marga
veggi þarf að þekja. Gólfflöturinn, sem bætist við á ári
hverju, heldur mörgum gólfteppaverksmiðjum gangandi og
húsgagnaframleiðslan er tryggur atvinnuvegur um þessar
mundir. Auðu veggirnir valda eftirspurn eftir málverkum.
Ekkert er við þvi að segja, að almenningur skreyti híbýli sín
með málverkum, og eðlilegt er, að allur sá fjöldi, sem getur
haldið á pensli, vilji nokkuð hagnast á því að miklir uppgangs-
SVART
HÖFÐI
SEGIR
tímar eru í þjóðfélaginu. En það er alrangt, að ætla að halda
því fram, að með því að svara svona eftirspurn sé verið að
skapa list. Götumálarar í París, selja falleg málverk fyrir
nokkra franka, og aldrei sér maður í frönskum blöðum, að
þessir götumálarar hirði stóran hluta af dálkaplássinu svo
að segja á degi hverjum. Þeirra er aldrei að neinu getið. Hér
fá allir sömu meðferðina. Samkvæmt þeirri liststefnu að náð-
argáfan skuli vera almenn, fær eftirgangssamur Jón Jónsson,
sem sýnir á Mokka, eins mikið pláss í fjölmiðlunartækjum og
Kjarval, þegar hann sýnir. Þetta er auðvitað vegna þess að
hinir almennu föndrarar krefjast jafnréttis, og þeim er hlýtt.
Á sama tíma verða þeir sem búa til falleg húsgögn að sæta
því að borga fyrir auglýsingar í fjölmiðlunartækjum. Þó
mætti kalla húsgagnasmíði list engu að síður. Þegar lista-
hátíðin var haldin hér á dögunum, þótti það helzt einkenni
hennar, hve málaralistin væri ört vaxandi listgrein. Nær
hefði verið að segja, að hún væri ört vaxandi iðnaður. Þetta
fjöldadekur í málaralistinni er engum til sóma. Það ber keim
ofvaxinnar stjórnmálastefnu, enda munu ekki vera meiri póli-
tískar ýfingar með nokkrum listamönnum en listmálurum.
Aftur á móti ber lítið á pólitík í systuriðn málaralistarinnar,
húsgagnaiðnaðinum, og mættu föndurmennin nokkuð af því
læra.
Nokkrir goðir
ÁUÐVITAÐ eigum við kjarna af góðum listmálurum, sem
ber að reyna að halda upp úr hinu almenna dýki. Nýlega
kom út bók, þar sem birtir voru þættir um nokkra helztu
þeirra. Slík bók er nokkur hjálp, þótt hún sé ekki tæmandi.
Matsleysið í þessari listgrein sést bezt á því, að ekkert dag-
blaðanna treystir sér til að hafa fastan gagnrýnanda sem
dæmir sýningar, utan eitt, en sá gagnrýnandi gerir ekkert til
að greiða úr flækjunni. Viðhorfið virðist því vera annað
tveggja meinleysi eða afskiptaleysi. Kannski fer bezt á því á
meðan hin almenna náðargáfa situr að völdum í svo virðulegri
og frábærri listgrein, og setur hana á almennt plan kúasmala.
tunnu. Að mínu áliti er þetta
ekkert annað en óþrifnaður og
ég get ekki skilið að nokkur
flokkur græði á svona sóða-
skap. Getur Fálkinn ekki beitt
sér fyrir að þetta fyrirbæri
verði bannað eða skapað al-
menningsálit á móti þessu?
Pólitíkus.
Svar:
Þaö er óhœtt aö taka undir
viö Pólitíkus. En ]>aÖ eru til
vienn sem eru meö plahót á
sálinni. Þeirra sál er eiginlega
ekkert nema eitt einasta pla-
kat, „Styöjum hrossliausaflokk-
inn, XX“. Og þeir eru haldnir
þeirri áráttu aö vilja hengja
plaköt út um allt, á alsaklausa
Ijósastaura, skúra og jafnvel
tunnur. Þar af sprettur þessi
plakatafaraldur. Auövitaö græö
ir enginn neitt á þessu. Þetta
er svona svipaö þvi aö sprengja
púöurkerlingar á gamlárskvöld.
„Sviðsljosift”
gerir gagn
Fálki minn sæll og góður!
Ég þakka þér fyrir allt góða
efnið, sem þú flytur okkur í
sveitina. Alltaf er gott að eiga
von á þér hingað í einangrun-
ina, því satt að segja held ég
að hér yrði illvært án þín. Enn
er eitt, sem mig langar til að
minnast á fyrst ég er farin að
skrifa þér. Ég held nefnilega
að þrátt fyrir allt sé „Sviðs-
ljósið" einhver gagnlegasti þátt-
urinn i íslenzkum blöðum £
dag. Því er nefnilega þannig
varið, að fari maður að lesa
þann þátt að staðaldri, þakkar
maður sínum sæla fyrir að
eiga þó heima langt uppi í
sveit og í menningarlegri ein-
angrun, en ekki í henni Reykja-
vík eða Keflavík. Svona þættir
gera mikið óbeint gagn og
kannski ekki alveg eins og
höfundarnir ætlast til. Þeir
stuðla sko að jafnvægi í byggð
landsins.
Bóndakona.
Svar:
Já, satt er þaö, einangrunin
hefur sína kosti.
FÁLKINN 7