Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Qupperneq 28

Fálkinn - 30.05.1966, Qupperneq 28
6. y MAGNÚS sýslumaður, bróð- ir Fúsa, sat að Sauðafelli í Dölum; hann lézt 1685. Næsta sumar bjóst Árni sonur hans til utanfarar og fól þá Vigfúsi ' frænda sínum á hendur varð- veizlu eigna sinna og annarra málefna, og var það bókað í lögréttu. Má af þessu sjá að * vel hefur Fúsa þótt treystandi, enda er ekki annað að sjá en að um þessar mundir hafi hann frekar verið talinn í heldri manna röð, og vitsmun- um hans og þekkíngu er við brugðið. Vigfús hafði að gæta kirkju- fjár á Sauðafelli. Nú var lög- sagnari í Dalasýslu Sigurður Gíslason, erkifjandi hans. Sig- urður var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur og var sonur þeirra Jón, sem síðar varð nafnfrægur fyrir Tímarímu. Nú var það eitt sinn kært fyr- ir Sigurði að ævinlega væri skortur messuvíns á Sauðafelli. Þá. skrifaði Sigurður ljóðabréf til Fúsa; það eru liprar vísur og þykkjulausar; verður ekki ^ á þeim séð að illindi séu með þeim þá stundina: Hjartans blíða heilsanin með hverskyns óskasafni, heill og sæll í hár og skinn höfðíngjanna jafni. Skipað er mér að skrifa til þín, skilur á milli vegur, á Sauðafelli vantar vín Vigfús minn elskulegur. Svo hefur geingið sérhvert ár, sig mátti einhver gretta, láttu nú fara litlu skár, ljúfurinn, eftir þetta. Koma láttu kúta þrjá, klögun mikil geingur, domine frater, .dragðu, ei frá drottins húsi leingur. Ef þú gerir eingin skil áttu von á þykkju, fólkið ætlar að fá mig til að færa þig saman í lykkju. Nú hef ég tjáðan tilgáng minn, trúðu boðum sönnum, gefðu án dvalar sopann sinn Sauðafellskirkju mönnum. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.