Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Qupperneq 44

Fálkinn - 30.05.1966, Qupperneq 44
Sígaretturnar, sem allir hafa beðið eftir, eru nú loksins á markaðinum. lítilsvert lofið hreppti, löðraði öll í grút, — lífinu loksins sleppti. — Leið þannig ævin út. Þá hefur Fúsi og tekið þátt í að yrkja Grobbíansrímur, sem margir lögðu saman í; — einnig orti hann hátta- lykil, vikivakakvæði, níðkvæð- ið Kviðraunagrát og að minnsta kosti einn sálm, og einnig mun hann hafa þýtt sálma. Þá hef- ur hann samið skýríngar við Ýnglíngatal, og eru þær varð- veittar á Landsbókasafni. Kveðskapur Fúsa er víða lið- ugur og ber gáfu hans allgott vitni, þótt hann sé oftastnær sama hrekkjamarkinu brennd- ur. (Helztu heimildir: Islenzkar æviskrár; Páll E. Ólason: Saga Islendinga V.; Manntal 1703; Jarðabók Á. M. og P. V.; Magnús Jónsson: Hallgrimur Pétursson; Þjóðsögur Jóns Árnasonar; Þjóð- sögur Ólafs Davíðssonar; Huld; Gríma; Uno von Troil: Bréf frá Islandi; Islenzkir vikivakar og vikivakakvæði; Árbækur Espólíns; Lbs. 1630, 4to; Lbs. 386, 8vo; JS 290—91, 4to.) • Um fjarlægðir Framh. af bls. 27. Biðjið um „BLACK & White" MARCOVITCH • PICCADILLY • LONDON fimmtán km millibili, og fáum við þá nokkra hugmynd um þá skipan alheimsins, sem við fáum séð með þeim öflugustu firðsjám, sem við enn ráðum yfir. En ljós hinna fjarlægustu kerfa er mörg þúsund milljón- ir ára að ná til okkar. 8. Við manntaJ 1703 er Vigfús Jónsson búlaus í húsmennsku á Leirulæk; þar búa þá Magnús Jónsson og Valgerður Jónsdótt- ir, og fleira fólk er þar til heim- ilis. En samkvæmt jarðabók- um sex árum síðar hokrar Vig- fús einsamall á Leirulæk með eina kú, eitt hross og fimmtán ær, og er tekið fram að túnið sé i niðurníðslu. Vigfús var orðinn aldur- hniginn og búinn að slarka í mörgu þegar hann tapaði sér loks alveg. Hann tók æði svo mikið að allt heimilisfólk hans hljóp frá honum, og síðan brann ofanaf honum bærinn á Leirulæk. Hann slapp úr eld- inum en fékk eingin hjú aftur. Sonur Jóhönnu systur hans og Daða prests Steindórssonar var Ormur Daðason sýslumað- ur Stranda- og Dalasýslu. Það varð nú ráð hins uppgefna og ærða ákvæðaskálds að biðja þennan systurson sinn ásjár, enda bar Ormi arfur eftir hann. Fúsi fluttist til Orms að Bæ á Rauðasandi og dvaldi þar hjá hónum til dauðadags. Orm- ur lét byggja Leirulæk upp að nýju. Vigfús varð maður gamall og studdist síðast við hækjur; en níðskældinn var hann svo leingi sem hann gat slegið munni í sundur. Hann kvaddi heim- inn að sögn með þeim hætti að hann studdist á hækjum sín- um að torfflagi nokkru í Bæ; seig að honum ómegin við flag- ið og kafnaði hann þar. Það var árið 1728. 9. Ýmislegt liggur eftir Fúsa annað en það sem að framan er greint. Útfararminníng íngi- gerðar hefur þótt sérkennileg og er mörgum kunn: Enn þó um íngigerði efni ég lítinn brag, samt trú ég varla verði vandað með sálmalag. Lifrar og lýsið bræddi, laungum það sauð og át, á skötunni fólkið fæddi svo flest var komið í mát. Arma útróðrardreingi aktaði lítils hún, fúkyrðin faldi ei leingi, fram gekk með síða brún, fisk bæði flatti og slægði fleygði sem tryllt og ær, stytti sig nóg sem nægði, nær uppá þykkvalær. Fullvanin fjörusulli fannst henni eingin lík, í því andskotans bulli útklíndi hverja flík, Og nú spyrjum við hver aðra, þessar vitsmunaverur, sem lif- um og hrærumst á yfirborði þessarar gersamlega ósýnilegu agnar, sem snýst í kringum eina hinna smásæju reykagna í einu af þessum þúsundum milljóna reykskýja: Er hugsan- legt að slíkar vitsmunaverur sem við, muni finnast annars staðar en hér? Hvers munduð þér geta til, góður lesandi? • Sviðsljósið Framh. af bls. 30. annað; Running Scared, Dream baby, Crying og Working for the man. En nú hefur orðið mikil breyting á söng hans frá því, að hann söng slagarana FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.