Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Síða 7

Fálkinn - 06.06.1966, Síða 7
SVART HÖFÐI SEGIR hefur hún haft mikil áhrif á væntanlega kjósendur, þótt Bárður væri of neðarlega á listanum til að menn færu að berjast fyrir honum sérstaklega. Samt fór svo, að hann getur setið í borgarstjórn sem varamaður öðru hverju. En úrslitin í heild eru Alþýðuflokknum eins og vítamínsprauta, sem ætti m. a. að koma í veg fyrir það, að honum óhægðist í stjórnarsetunni þegar dregur að þingkosningum. Þessi úrslit eru því mikið meiri trygging fyrir áframhaldandi stjórnar- samstarfi, en úrslit, sem hefðu fært Sjálfstæðisflokknum stóra sigra, en Alþýðuflokknum tap. Samt var nú ekki verið að hugsa um þetta í kosningabardaganum. Sjálfstæðisflókkurinn varaði menn við Alþýðuflokknum, en bæði Alþýðublaðið og formaður flokksins kallaði heim fylgi flokksins. Úrslitin sýna að reikulir stuðningsmenn Alþýðuflokksins hafa hlýtt því kalli. Völdin kosta sitt AÐ mun ekki vera einstæð saga bundin við fsland, að sá sem fer með völd hverju sinni, verði að greiða fyrir með fylgistapi. Yfirleitt hefur fylgi stjórnarandstöðuflokka alltaf aukizt hér á landi meðan þeir eru í andófinu. Svo hefur farið nú. Vegna ýmissa óvenjulegra nýmæla í núverandi stjórnar- tíð, leikur grunur á því, að ýmsir, sem söðluðu um og kusu stjórnarandstöðuna, hafi átt um sárt að binda, vegna þess að þeir komu ekki fram fríðindum og undanþágum, sér í hag, eins og þeir voru vanir. Engum þarf að detta í hug að skattsvikarar hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni. Ýmiss konar sníkjulýður annar er nú orðinn fullmóðgaður í hinni löngu stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, en báðum þessum flokkum hefur verið gefið það í ríkara mæli en áður, að hefja stjórnarstörfin yfir sendiferðir eftir saumnálum. Þeir hafa komið við ýmsum lagfæringum og endurbótum, sem hitta margan manninn fyrir, virðast bera gæfu til að þora að taka á sig óvinsældir, ef þeir telja að rétt- lætið sé þeirra megin. Þeir eiga þó eftir að læra, að þegnar landsins eru allir jafnir og eiga jafnan rétt. Þar getur engu um breytt, hvort þegninn býr norður á Melrakkasléttu eða er samvinnumaður. Nokkur misbrestur hefur verið á þessu, og hefur þar mátt kenna gamla pólitíska einsýni og takmark- aðan áhuga á þeim svæðum landsins, sem byggð eru utan þéttbýliskjarnanna og atkvæðaakranna. Kannski lærist stjórn- inni að hefja sig enn hærra frá gömlum stjórnvenjum og músarholusjónarmiðum. Hún hefur þegar breytt mörgu til batnaðar og þorað. Þetta að þora hefur skort svo tilfinnan- lega í íslenzk stjórnmál, að hvenær sem maður sér örla á kjarki í stjórnmálalífi finnst manni landið lyftast um nokkra þumlunga. Ögrun við flokksskipulagið FRAMBOÐ óháðu listanna við þessar kosningar og þó eink- um framboð óháða listans í Hafnarfirði hlýtur að vera örðugur biti fyrir flokkana að kyngja. Þar hefur hönd skrifað á vegginn og mega allir flokkar jafnt lesa sitt mene tekel, verði ekki einhver breyting á því flokkaeinræði, sem ríkir hér á landi. Raunar eru það fjórir menn, sem öllu ráða í íslenzkri pólitík, sem síðan hengja utan á sig fimmtíu og fjóra sprellikarla, eftir atfylgi og gjörfuleik. Ýmsir skrítnir tittir hafa áhrif á þessa fjóra menn, vegna þess að fjórmenn- ingunum er lagið að hafa utan um sig þá hirð eina, sem ekki veður í gáfum enda gæti þá samkeppnin og hugmynda- einvígið orðið nokkuð tvísýnt. Þessir fjórir menn eru for- menn þingflokkanna á hverjum tíma. Spurning er hvað verið er að gera með alla þessa þingmannatölu, þegar engin pólitík virðist til í landinu nema handa þessum fjórum. Óháði listinn er andsvar við fjarstýrispólitíkinni og því óréttlæti sem henni fylgir. Endalausir jámenn í forustuhlutverkum áratugum saman, geta Þýtt það að flokkaskipulagið riðlast. Það vita nefni- lega margir góðir menn margt um pólitík. og þeir krossa ekki við flokksjálkana. þótt þeir séu góðir aktygjamenn fyrir flokksforustu, heldur vilja þeir menn sem kunna og geta drifið pólitík, eins og hún á við á hverjum stað og með lands- heill alla í huga. Óháði listinn í Hafnarfirði er því aðvörun, sem kallar á breytt viðhorf, en á meðan þau viðhorf fara ekki að segja til sín, geta menn unað við þá hugsun, að haldið er áfram að stjórna landinu með skemmtilegra valdajafnvægi í húsinu við Lækjartorg en ríkti þar fyrir þessar kosningar. Kristjánssyni cand. mag. — ViO þökkum annars brcjiO. Þaö er gaman aö þessi tegund af efni skuli vekja ánægju lesenda. Ad læra Ijósmyndun Fálki minn! Gefðu mér nú upplýsingar um myndasmiði. Mig langar til að iæra myndasmíði. Ég er búinn með gagnfræðapróf og hef tekið svolitið af myndum á gamla kassavél. Þið talið stundum um ýmis störf og hvernig maður á að snúa sér i að Iæra þau. Hvað er iengi gert að læra ljósmyndun? Er til nokkur ljósmyndaraskóli? Eru þau tæki sem ljósmyndara- nemi Þarf að hafa mjög dýr? Ég á heima úti á landi og hef ekki aðgang að neinum sem ég get talað við um þetta. S. Þ. Svar: Ef þú ætlar aö gera Ijós- myndun aö atvinnu þinni þá skaltu skrifa formanni Ljós- myndarafélags fslands. Hann er: Oli Páll Kristjánsson, Laugavegi 28. Þaö tekur fjög- ur ár aö læra Ijósmyndun, þaö er enginn Ijósmyndara- skóli til, en hins vegar yröir þú aö ganga í IÖnskólann og þar er um aö ræða sérnáms- möguleika fyrir Ijósmyndara samkvæmt iönfræöslulöggjöf- inni sem nú er aö taka gildi. Skegg e&a ekki skegg Kæri Fálki! Mér datt í hug að senda þér bréf í vandræðum mínum og vita hvort þú getur ekki gefið mér gott ráð. Þannig er að mig langar til að safna skeggi en veit ekki hvernig ég á að fara að því, né með hvaða iagi ég á að hafa það. Þarf það mikla umönnun? Þarf að bera eitthvað í það? Er ekki nóg að þvo það einu sinni í mánuði eins og hárið? Hvað tekur langan tíma að fá svona sex sentímetra skegg? Skegglaus. Svar: Þværöu háriö bara einu sinni { mánuðif Þá held ég þú ættir ekki aö fara safna skeggi. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.