Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Síða 19

Fálkinn - 06.06.1966, Síða 19
séu sannleikanum samkvæm- ar, er Ottó A. Michelsen. Hann fæddist á Sauðárkróki norður hinn 10. júní árið 1920, sá átt- undi í röðinni tólf systkina. Foreldrar þessa myndarlega hóps voru hjónin Guðrún Páis- dóttir ættuð úr Eyjafirði og Jörgen, Frank Michelsen frá Horsens á Jótlandi. Hann hafði numið úrsmíði og gullsmíði í Danmörku, en fluttist ungur að árum til íslands, settist að á Sauðárkróki og stofnsetti þar eigið úrsmíðaverkstæði. Sauðárkrókur var þá, eins og reyndar enn í dag mikill menn- ingarbær. Þarna hefur um langan aldur búið kjarnafólk, bókhneigt og listfengt og vafa- samt er að nokkurs staðar á landinu eigi leiklist sér lengri og samfelldari sögu en einmitt þar. Sauðárkrókur er staðsett- ur í einu fallegasta héraði landsins, byggðu greindu og lífsglöðu fólki að meiri hluta og Skagfirðingar hafa aldrei látið búksorgir slæva gleði á mannamótum, en haldið uppi góðu félagslífi og gleðskap oft á tíðum og frægar eru Sælu- vikur þeirra, enda sannkallað- ar sæluvikur með leiklist, söng og málfúndum, sem vart áttu sinn líka annars staðar. Þrátt fyrir mikla vinnu- semi og nýtni úrsmiðshjónanna á Sauðárkróki, leikur þó vart á tveim tungum, að þungur hefur róðurinn verið á stund- um, að sjá öllu farborða. Þegar Ottó var tæpra átta ára gamall var hann sendur til sumardvalar að Flugumýrar- hvammi í Blönduhlíð. Sumar- dvölin varð heldur í lengra lagi, því þarna dvaldi piltur- inn næstu fjögur og hálft ár, kom aðeins í heimsókn til fjöl- skyldu sinnar á Sauðárkróki . einu sinni til tvisvar á ári. I Flugumýrarhvammi bjó Einar Eyjólfsson, maður merkra ætta, en hans bræður eru m. a. Þor- móður Eyjólfsson á Siglufirði, Sigurður Birkis, sem lengi var söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Jón kaupmaður í Stykkis- hólmi. Einar bóndi í Flugu- mýrarhvammi var maður verk- laginn og verkhygginn, góður maður í hvívetna og þarna lærði fólk að vinna. Eins og títt var um börn í sveit sótti Ottó farskóla í tvo vetur, tvo mánuði hvorn vetur. Þótt skólaganga væri nauðsynleg, var hún þó töf frá vinnu og það varð að ráði þegar Ottó var tólf ára gamall að hann færi til Sauðárkróks og lyki þar barnaskólanámi á einum vetri og tæki fullnaðarpróf um vorið. Fullnaðarprófið tók pilt- urinn en undanþágu varð að fá, vegna þess að hann hafði ekki náð tilskildum aldri. Hann fór hins vegar aldrei aftur að Flugumýrarhvammi, heldur réð sig í vegavinnu um vorið og vegavinnu stundaði hann næstu sex sumur. Fyrst sem kúskur; þá matsveinn í fjögur sumur og síðast sem fullgild- ur verkamaður. Rögnvaldur Jónsson vegaverkstjóri frá Fremri-Kotum var fyrir flokkn- um og þeir voru við viðhald og viðgerðir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði. Ottó var svo heima á Sauðárkróki á vetr- um. Þar hafði fyrir for- göngu tveggja menningarfröm- uða, þeirra Jóns Þ. Björnsson- ar skólastjóra og séra Helga Konráðssonar, verið stofnaður unglingaskóli. Þetta var hið þarfasta framtak. Skólinn var þétt setinn, ekki einungis af unglingum frá Sauðárkróki og nágrenni heldur og ungmenn- um annars staðar af landinu. Þetta voru hörð ár. Kreppan hafði skilið eftir spor sem ekki vildu hverfa. Fólkið hafði samt 1 sig og á og lífsgleðina gat engin kreppa drepið úr fólkinu í Skagafirði. Það var svo haustið 1938, sem Ottó hinn ungi hleypti heimdraganum. Vinur hans ágætur, Haraldur Júlíusson kaupmaður var á ferð í Reykja- vík. í því ferðalagi barst í tal milli hans og Egils Guttorms- sonar, sem flutti inn skrifstofu- vélar, að Egil vantaði ungan mann, sem vildi fara til Þýzka- lands, nema þar skrifstofuvéla- viðgerðir og annast þær þegar heim kæmi. Haraldur sagði Agli að slíkan mann hefði hann á hendinni. Sá héti Ottó Michel- sen og ætti heima norður á Sauðárkróki. Haraldur hafði síðan sam- band við piltinn, sem tók þessu boði fegins hendi. Hann sá þarna rætast gamlan draum, um að geta leitað sér mennt- unar, því að um langskólanám var ekki að ræða af efnahags- legum ástæðum. Ýmsum þótti óráð hið mesta að fara utan þegar svo ófrið- lega horfði og þjóðirnar víg- bjuggust, en Ottó hinn ungi lét slíkt ekki aftra sér. Hefur líka verið uggandi um að ef hann sleppti þessu tækifæri myndi það ekki gefast öðru sinni. Á Sauðárkróki var Ole Bang apótekari, ágætur maður og meiri íslendingur en ýmsir þeir sem fæddir eru á Fróni. Tii hans leitaði Ottó nú og bað um tilsögn í þýzku og var hún fús- lega látin í té, en þýzkumaður er Ole Bang ágætur. Ottó hafði verið á síldveiðum sumarið 1938, á línuveiðaran- um Skagfirðingi. Skipstjóri var Ragnar Guðmundsson, kunnur aflamaður. í september hélt svo piltur- inn' suður, með rútubíl frá Sauðárkróki til Reykjavíkur, og tók sér herbergi á Hótel Vík. Hann hafði ofkælzt á leið- inni, og lagðist veikur þegar suður kom. Hann vantaði líka vegabréf, en komst með aðstoð út á lögreglustöðina í Reykja- vík, þar sem hann var spurð- ur að nafni, aldri og hæð og fékk svo vegabréfið umyrða- laust. Oft vitnaði Ottó til þessa síðar, í viðskiptum sínum við skrifstofubáknið í Þýzkalandi, þar sem smámunasemin var alls ráðandi. Stuttu síðar lagði Ottó af stað til Þýzkalands með Detti- fossi. Skipið sigldi til Leith og þaðan til Hamborgar. Segir nú ekki af ferðum hins unga Skagfirðings þar til hann stígur á land í hinni gömlu borg Hansakaupmanna við Sax- elfi. Hann átti fyrir höndum alllangt ferðalag til smáborg- arinnar Zella-Mehlis í Thiir- ingen, en treysti lítt þýzku- kunnáttunni, enn sem komið var. Hann hafði í fórum sínum þrjá miða. Á þeim fyrsta stóð: „Gjörið svo vel að selja mér farmiða til Zella Mehlis í Thúr- ingen.“ Á hinum næsta stóð: „Gjörið svo vel að vísa mér á járnbrautarlest sem fer til Zella-Mehlis“, og á þeim þriðja: „Gjörið svo vel að segja mér hvenær ég á að skipta um lest til þess að komast til Zella- Mehlis". Ottó komst með góðra manna aðstoð á járnbrautar- stöðina í Hamborg og hafnaði eftir næstum sólarhrings ferð, með ýmsum lestum hæggeng- um og hraðgengum, á ákvörð- unarstað. Hann leitaði uppi gistihús og beiddist gistingar, en skotsilfur var mjög gengið til þuri’ðar, því af tuttugu og fimm mörkum, sem var aleigan í peningum hegar hann kom til Þýzkalands, hafði hann greitt 24 mörk fyrir farið með lestunum og eitt mark var eft- ir. Allt fór þetta samt vel og daginn eftir komst hann í sam- band við skólann. Þarna hófu 36 piltar nám í skóla á vegum Mercedez Búro Maschinen. Ottó leigði hjá fjölskyldUy sem bjó skammt frá. Um þess- ar mundir gerði Hitler sér dælt við Tékkóslóvakíu, og þýzka þjóðarbrotið þar í landi undir forystu Henleins, krafðist sam- einingar við Þýzkaland. Þá var það að Chamberlain for- sætisráðherra Breta og Hitler hittust á hinum fræga Munch- enar-fundi. Eitt kvöld er Ottó kom heim úr skólanum, sá hann sér til mikillar undrunar að húsmóðir hans kom út á tröppurnar og hrópaði í gleði út yfir hverfið, „Es kommt kein Krieg, Es kommt kein Krieg.“ Hann hafði þá aðeins verið í Þýzkalandi nokkra daga og skildi ekki fyrr en síðar orðin, sem þó brenndu sinn inn í hug- ann, vegna þess, hve þessi þýzka móðir sonar á herskyldu- aldri, fagnaði samningunum, sem tekizt höfðu í Munchen og trúði því að þar með væri frið- inum borgið. En stríðið kom, og sonurinn féll í Rússlandi. í skólanum voru fljótlega haldin próf og smám saman fækkaði nemendunum, eftir því sem menn heltust úr lestinni. Þarna voru tveir útlendingar auk Ottós og milli þeirra tókst góður vinskapur, annar var frá Eistlandi en hinn frá Ung- verjalandi. Ottó hafði lært ensku í 80 tíma áður en hann fór utan og Eistlendingurinn kunni ámóta mikið í því máli. Þessir þrír hjálpuðust að við námið og sóttist vel. Um vorið voru aðeins átta eftir í bekkn- um, sem svo tóku próf í skrif- stofuvélaviðgerðum. Ottó kvaddi nú Zella-Mehlis og fór með lest til Kaupmanna- hafnar. Hann hafði fengið ókeypis skólagöngu og styrlr frá fyrirtækinu sem rak skól- ann, en það sem á vantaði fékk hann með því að selja frí- merkjasafn sitt, smám saman. í Kaupmannahöfn hitti hann nokkur systkini sín, sem voru þar sum við nám önnur við störf. Hann fór síðan til Sví- þjóðar, en þar lestaði m.s. Eld- borg timbur, sem átti að fara til Sauðárkróks. Gísli Vil- hjálmsson útgerðarmaður, sem Framh. á bls 41 19 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.