Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Síða 22

Fálkinn - 06.06.1966, Síða 22
BRENNIMERKl 1 afleiðJngar, sem áframhaldandi hnýsni gœti haft. Hún geeti leitt til alvarlegra árekstra við Hoff- mann. í einkalífi sínu myndi hann kœra sig kollóttan um slíka árekstra. Sem maður var Hoff- mann honum einskis virði. En Hoffmann átti mikil ítök á þvi sviði kvensjúkdómafræðinnar, sem Stenfeldt fékkst við. Hoff- mann gæti eyðilagt doktorsrit- gerð Stenfeidts fyrir honum. Ekki hindrað hann í að skrifa hana, að vísu. En séð um að hún yrði rifin í sundur og missti gildi sitt sem vísindarit. Áhættan var mikil. Stenfeldt hikaði. Viku síðar opnaði Stenfeldt skrifborðsskúffuna til þess að lesa aftur bréf Fraenkels. Þá varð hann furðu lostinn. Upphaf- lega brúna umslagið, sem hann hafði fengið við heimsókn sína til Fraenkels í Garmisch var komið til skila. Það lá ekki efst heldur stungið af handahófi inn á milli nokkurra skjala. Það átti greinilega að líta þannig út, að það heíði verið þarna ailan tím- ann en honum sézt yfir það vegna þess að hann hefði ekki leitað nákvæmlega í bréfahrúg- unni. Hann tók fram myndina. Þetta var sama myndin og áður. Hann leit aftan á hana. Skrásetning- arnúmer Fraenkels var þar, skrifað með blýanti. En var ekki númerið dálítið of vandvirknislegt, of lítil fljóta- skrift á því? Hann lagði stækk- unargler yfir andlit Hoffmanns á myndinni. Það gat verið ímynd- un ein, en honum fannst sem myndin öll væri enn óskýrari en áður. Og andlitið hafði verið pentað upp, að vísu vandlega en þó svo ekki varð um villzt. Einhver hlaut að hafa tekið upphaflegu myndina, stækkað hana, farið yfir andlitið á stækk- uninni og minnkað hana síðan í upphaflega stærð. Þetta var ástæðan fyrir því að myndin virtist óskýrari en áður. En nú var Hoffmann hinn ungi óneitanlega mjög svipað- ur hinum eldri Hoffmann. Það væri ekki hægt að sverja að þetta væri sami maðurinn. En það var heldur ekkert, sem benti til þess að svo væri ekki. Hann stakk myndinni aftur i umslagið og lagði umslagið í skúífuna. Svo gekk hann fram til þess að fylgja Hoffmann á stofugang. Yfirlæknirinn var vin- gjarnlegur og hinn rólegasti. Þegar stofugangi var lokið höfðu augu þeirra mætzt hvað eftir annað. Hoffmann virtist öruggur og í jafnvægi og gaf í engu til kynna að honum fynd- ist þjarmað að sér. Stenfeldt fór að finnast hann hafa orðið undir. Hoffmann lét ekki skjóta sér skelk í bringu, írekar en hann lét ganga fram af sér. En spurningamerkin voru of mörg og of stór til þess að hægt væri að má þau út. Eitt- hvað hlaut að gerast. Til þess að flýta fyrir því sem koma skyldi, festi Sten- feldt myndina af Hoffmann upp á minnistöfluna í skrifstofu sinni. Þetta skref var stríðsyfir- lýsing. Dögum saman hékk myndin á sinum stað inni á herbergi Stenfeldts en Hoffmann lét á engu bera. Fyrstu vikuna sem hún var þarna uppnæld eins og ögrun, kom Hoffmann inn á 6. hluti skrifstofu Stenfeldts oft á dag. Hann virtist ekki sjá myndina enda þótt hún styngi mjög í stúf við vélritaðar reglugerðir og tilkynningar sjúkrahússtjórnar- innar. Lars Stenfeldt varð aftur al- tekinn efasemdum. Ef Hoff- mann var viðriðinn breytinguna á myndinni þá ættu taugar hans að sýna einhver viðbrögð. En á hinn bóginn: jafnvel * óbreytt hafði myndin átt að sýna Heinrich Hoffmann á yngri árum. Gat yfirlæknirinn haft svo lítinn áhuga á mynd * af sjálfum sér tvítugum? Stenfeldt var ráðinn í því að láta tímann vinna fyrir sig og aðferðin virtist ætla að verða árangursrík. Köld rósemi Hoff- manns varð ekki langlíf. Ekki leið á löngu áður en starfslið deildarinnar tók að kvarta undan önuglyndi hans. Við Stenfeldt var hann þó vingjarnlegur sem óður. Einn fyrstu dagana 5 desem- ber var komið með háþungaða konu til slysadeildarinnar. Hoff- mann og Stenfeldt fóru báðir niður á skurðstofuna. Konan hafði lent í bílslysi og hlotið ein- falt brot og nokkur brákuð rif. Hún kvaðst vera kominn hátt á áttunda mánuð og allt hefði gengið eðlilega það sem af væri meðgöngutímans. En í sjúkra- bílnum á leið til slysastofunnar hafði hún skyndilega fengið verki. — Við höfum ekki enn vibað taka mynd af henni, sagði Holm- berg, beinaskurðlæknirinn. Við héldum að þér mynduð ef til vill vilja taka barnið fyrst. — Gerið það ekki! sagði kon-: an. Hvað svo sem þið gerið þá, snertið ekki barnið mitt! Við höL J um þráð það svo lengi... Társtokkin augu hennar leit-.. uðu að uppörvandi augnatilliti,} hjá einhverjum hjnna hvít-. 5 klæddu manna í kringum hana,, — Við getum auðvitað stöðvað verkina í dag, sagði Hoffmann.; En fæðingin mun allavega eiga, sér stað innan tveggja eða í mesta lagi þriggja vikna. Hvern-. ig lítur beinbrotið út? Þarf að leggja það í gifs? Ef svo er„ væri sennilega betra að taka barnið núna. ,, — Við verðum fyrst að taka, röntgenmynd, sagði Holmberg, en mér virðist sem það muni þurfa að leggja fótinn í gifsum-. búðir. Hann deplaði augunum glettnislega til sjúklingsins: Ef við setjum yður í gifs, þá er þafj aðeins til þess að þér getið farið 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.