Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 30

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 30
N það afsannaðist, þegar fulgilt vitni þáru, að Gautur Skaftason hefði legið sjúkur maður f New York um sama leyti og Grettir Algars- son var norður við Svalbarða. Því var þó statt og stöðugt trúað, að hann væri af íslenzku for- eldri fæddur, þótt ekki kynni hann stakt orð í íslenzku og fólk af íslenzku bergi brotið í miðfylkjum Kanada kannaðist ekkert við hann. Þóttust þeir, sem dýpst köfuðu, loks hafa komizt á snoðir um, að hann myndi fæddur vestur við Kyrrahaf í brezku Kólumbíu, en alinn upp á ensku heimili. Þess vegna kunni hann ekki íslenzku. En í rauninni voru menn litlu nær, því að enginn komst til botns í því, hvað foreldrar hans höfðu heitið eða með hverj- um faraldri þeir höfðu borizt vestur að Kyrrahafi. Sumir létu sér detta í hug, að faðir Grettis hefði verið Olgeirsson, og var það þó einungis dregið af nafnlíkingunni. Þetta var allt afskaplega leyndardómsfullt. Hreyknir voru þeir samt, sem skrifuðu fréttirnar um Gretti í íslenzku blöðin, yfir því að eiga svona kartinn landa, jafnvel þótt svo færi, að heim- skautsferð hans rynni út í sandinn. Því er þó ekki að leyna, að sitthvað var misjafnt sagt um Gretti Algarsson í útlandinu, og bergmál af því barst hingað. Hann var sakaður um heldur litla fyrirhyggju, jafnvel kall- aður'ábyrgðarlaus lukkuriddari, og í febrúarmánuði flaug það fyrir, að hann væri raunar snarbrjálaður. En til allrar guðs mildi var það fljótlega borið til baka — erfitt að henda reið- ur á því eins og öðru, sem snerti þennan mann, hvort hann var geggjaður eða með nokkurn veginn fullu viti. Þannig var það: Það mátti ekki á milli sjá, hvor var dular- fyllri, Friðrik huldulæknir eða Grettir Algarsson. Enginn vissi, hvaðan þeir voru kynjaðir eða hverjir þeir eiginlega voru. Það veitti fólki frjálsræði til þess að hafa á þeim sínar skoðanir, og þess vegna varð því svo skrafdrjúgt um þá — þangað til sjálfur jöfur birtist á gömlu steinbryggjunni fyrir neðan Eimskipafélagshúsið. Þá gleymdust bæði andalæknirinn og íslenzki kappinn í Vestux-heimí í bili. Þess hafði auðvitað verið beðið með óþreyju, að konungur kæmi. og síðustu dagana voru allir á þönum í höfuðstaðnum, því að á miklu reið, að gestunum yrði svo fagnað, að í engu skeikaði góðum siðum. Fulltrúar jafnaðarmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur kröfðust þess, að ekki yrði veitt vín í konungs- veizlunum, enda var hér bannland, svo að þeir höfðu lög að mæla. En öðrum þótti ótækt annað en víkja bannlögunum til hliðar þessa daga. Það var loks 11. júnímánaðar, að blöðin gátu skýrt nákvæm- lega frá því, hvenær konungur myndi stíga á land: „Kristján konungur Friðriksson og Alexandrína Friðriksdóttir, drottn-' ing hans eru væntanleg til bæjarins klukkan ellefu á morgun.“ Það þarf auðvitað varla að geta þess: Morguninn eftir blöktu fánar á hverri stöng í bænum, og mannfjöldi mikill þyrptist niður að höfninni, þar sem helztu fyrirmenn lands- ins stóðu í röðum í sparifötunum með heiðursmerkin sín dinglandi á sér og biðu þess alvörugefnir, að báturinn, sem flutti konungshjónin og fylgdarlið þeiri-a að landi, renndi upp að steinbryggjunni, þar sem rauðum renningi hafði verið komið kirfilega fyrir, svo að hátignin steytti ekki fót sinn við steini í fyrstu sporunum á íslenzkri grund. Veðrið var indælt, og tilkomumikil sjón að sjá konungsskipin úti á legunni. Loks rann upp hin mikla stund, er lconYngshjónin stigu á land, ásamt foi'sætisráðherranum, Jóni Magnússyni, sem farið hafði til fúndar við þau á skipsfjöl í bíti um morguninn. Það fór kliður um mannfjöldann, húri'ahrópin glumdu, svo að undir tók í Arnarhóli og lá við að heiðursboginn riðaði. Og það fór sælukenndur hrollur um þá, sem nutu þeirrar náðar, að konungsaugun hvildu á þeim litla stund, svo að ekki séu þeir nefndir, sem fengu að komast í nánari snertingu við hann. Reykvíkingum leizt sannarlega vel á konung sinn. Hitt vitum við síður, hvernig honum leizt á þegnana. En þetta varð allt of stutt stund, því að Jón Magnússon hélt brátt með konungshjónin til síns innis við Hverfisgötu, binðandi upp á baunakaffi og pönnukökur og kannski glóðar- hV'nða hveitiköku með nýstrokkuðu smjöri og vænni hangi- ketssneið ofan á. Ég hef því miður ekki náð tali af stúlkunum, 30 FÁLKINN sem gengu þar um beina í íslenzku upphlutunum, sv® að ég veit ekki glöggt um veitingarnar. Þegar á daginn leið, brá sjóli sér inn í Elliðaár og veiddi þar einn lax á stöng. En drottningin fór upp í Mosfellssveit að skoða sig um, á meðan bóndi hennar dundaði við árnar. Um kvöldið sló borgarstjórinn, Knútur Zimsen, upp veizlu í Hótel ísland, þar sem verðugir borgarar fengu á ný að ylja sér í návist konungs. En það hefur aldrei verið vandalaust að skilja sauðina frá höfrunum, og kannski hefur einhver frúin, sem búin var að koma sér upp dáindislaglegum kjól, ekki verið alls kostar ánægð með mannvirðingar bónda síns þetta kvöld. En þeir, sem heima sátu í leiðindum, ótækir í konungs- veizlu, voru svo heppnir að geta stytt sér stundir við að rýna í Alþýðublaðið. Það hafði haft mikið við og vitnað í heilaga ritningu þennan dag og rifjað það upp, sem Jesús sagði eftir orðaskipti sín við Fariseana: „Á stóli Móse sitja fræðimennirnir og Farisearnir. Allt, sem þeir segja yður, skuluð þér því gera og halda, en eftir verk- um þeirra skuluð þér eigi breyta því að þeir segja það, sem þeir gera eigi. Og þeir binda þungar byrðar og lítt bærar og leggja mönnum þær á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær með fingri sínum. En öll sín verk gera þeir til þess að sýnast fyrir mönnum, því að þeir gera minnisborða sína breiða og stækka skúfana. Og þeir hafa mætur á helzta sætinu í veizlunum og efstu sætunum í samkundunum og að láta heilsa sér á torgunum og vera nefndir rabbí af mönnum. En þér skuluð eigi láta kalla yður rabbí, því að einn er yðar meistari, en þér allir eruð bræður. .. Sá, sem er yðar mestur, skal vera þjónn yðar. En hver sá, er upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, og hver sá, er niðurlægir sjálfan sig, mun upp hafinn verða. En vei yður, fræðimenn og Farisear, þér hræsnarar — þér lokið himnaríki fyrir mönnunum, því að þér gangið þar eigi inn og leyfið eigi heldur þeim inn að komast, er ætla inn að ganga“ Þetta gat verið þeim ofurlítil huggun, sem ekki komust í góð sæti í veizlunum, gert minnisborða sína breiða og stækk- að skúfana. Og hafi svo þeir, sem fengu skúfa sína aukna, látið sér fátt finnast til um vandlætingu trésmiðssonarins frá Nazaret, þá gat allt fallið í ljúfa löð. Næsu daga brugðu konungshjónin sér austur í sveitir með fríðu föruneyti, og margir bæjarbúar lögðu hart að sér að vera á ferli á svipuðum leiðum þessa dagana. Og svo vel vildi líka til, að þeir gátu notið þess, því að einhver hýrgun virðist hafa borizt á land þessa daga. Að minnsta kosti var orð haft á því, að allmargt drukkinna manna hefði ekið bifreið- um til Þingvalla einn daginn. EGAR svo hornsteini Landspítalans fyrirhug- aða hafði verið komið fyrir, þar sem hann átti að vera, stigu þau Kristján Friðriksson og Alexandrína Friðriksdóttir á skipsfjöl og sigldu vestur fyrir land, svo að útskágafólkið færi ekki alls á mis. Raunar hafði komið dálítið babb í bátinn. Á ísafirði vestur hafði hálfgerð- ur uppreisnarlýður vaxið gamalgrónu kaup- mannavaldinu yfir höfuð og hrifsað stjórnar- taumana í sínar hendur. Þetta var orðinn eld- rauður bolsivikkabær, og bæjarstjórnarmeirihluti þeirra hafði gert sér hægt um hönd og harðneitað að fórna eyri úr bæjar- sjóði í góðgerðir handa kónginum. Þetta var auðvitað grá- bölvuð þvermóðska og dónaskapur við mann, sem ekki lét sjá sig oftar á Vestfjörðum en Kristján X gerði, og vonandi hefur sá góði maður aldrei komizt á snoðir um það, hversu þverbrotna þegna hann átti þarna vestur frá, þar sem Bása- veðrin geysa. Konungsskipin voru sem sé látin ösla sjóinn þvert fyrir ísafjarðardjúp, hundsandi þrjótana undir hinum háu fjöllum Vestfjarða. Og mikið bætti það hlut ísfirðinga, að hún var einmitt upprunnin í Djúpinu, húsfreyjan borg- firzka, sem orti drottningarkvæðið: Fagra drottning, göfgust allra gesta, guðssól björt í augum þínum ljómar. Ofar geisla hugans helgidómar. heitar bænir fyrir landi og ríki. Drottning, áður enginn sást þinn líki.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.