Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Síða 31

Fálkinn - 06.06.1966, Síða 31
f: Það er aí siglingu konungsskipa að segja, að þau áttu nokkra jiviðdvöl bæði á Siglufirði og við Hrísey, þar sem kóngur brá sér á land upp til þess að heilsa upp á niðja gömlu hákarlafor- mannanna. Virðuiegastar urðu þó að sjálfsögðu móttökurnar á Akureyri, í höfuðstað Norðuidands. Þar hefur jafnan ríkt nokkur hefðarbragur, og nú kom á daginn, að þar voru líka snjaliir fjármálamenn. EGAR fjörutíu eða fimmtíu hvítklæddar telp- ur höfðu stráð blómum á veg konungshjón- anna upp bryggjuna, var boðið í konungste, þar sem bæjarbúum var leyfð þátttaka gegn ærnu gjaldi. Þeir, sem ekki höfðu efni á svo dýrum drykk, fengu að hafast við á svölum uppi, þar sem vel sá yfir veitingasalinn, og fylgjast þaðan með því, hvernig kóngar drekka te. Svalagjaldið var ekki nema fjórar krónur, helmingur tegjaldsins. Þannig skutu Akureyr- ingar hinum rauðu ísfirðingum ref fyrir rass, gerðu kóngi gott en eyddu þó engu úr bæjarsjóði. Þar að auki fengust nógir pen- ingar til þess að fara með kónginn og fólk hans inn að Kristnesi og Grund, og seinast brá kóngur sér heim að Hólshúsum, því að þar var gamall torfbær, og lét ekki staðar numið fyrr en hann væri bæði búinn að koma í baðstofuna og eldhúsið. Það var ekki tiltökumál þótt svona hávaxinn maður yrði að beygja sig, svo að hann ræki ekki höfuðið upp í dyradróttina. Bæjarsmiðurinn hafði ekki gert ráð fyrir því, að þvílíkur himnastigi yrði þar á ferð. En þetta var líka tignasti gestur- inn, sem þau Júlíus Ólafsson og Sigurbjörg fengu í bæinn í allri sinni búskapartíð. Á Seyðisfirði var lokið fslandssiglingu hinna tignu gesta. Konungsskipin létu öll í haf nema eitt, herskipið Geyser, sem sent var suður um land með Jón Magnússon forsætisráð- herra og frú hans Það átti að skila þeim heim til Reykja- vikur. En nú gerðust dapurlegir atburðir. Forsætisráðherrann var prestssonur frá Skorrastað í Norðfirði og hafði átt þar æsku sína. Þar hafði hann síðast komið stúdentssumarið sitt. Árin höfðu liðið hvert af öðru við nám, embættisannir og stjórn- málaþjark, og aldrei hafði hann gefið sér tíma til þess að vitja æskubyggðar sinnar. Nú var liðinn hálfur fimmti ára- tugur siðan hann hafði litið hana augum. Þegar Geyser sigldi suður með landi, blossaði upp gömul löngun til þess að koma enn einu sinni að Skorrastað. For- sætisráðherrann fékk skipsforingjann til þess að sigla inn á Norðfjörð að kvöldi 23. dags júnímánaðar. Forsætisráðherrann fór einn á land um kvöldið þeirra erinda að leggja drög að því, að hestar yrðu hafðir til reiðu handa honum inn að Skorrastað daginn eftir. í Nesi í Norðfirði var aldurhniginn prestur, séra Jón Guðmundsson, litlu yngri en ráðherrann og hafði verið honum samtíða í Reykjavíkurskóla endur fyrir löngu. Jón Magnússon kom í hús nafna síns og skólabróður og spjallaði við hann um stund. Þegar prestur bauð honum að þiggja eitthvað hjá sér, mæltist ráðherrann undan því, nema þá helzt eitt mjólkurglas, og kvaðst ekki vera fyllilega frískur. Þegar hann hafði þetta mælt, fór fiðringur um hann, og hendur hans kipptust til. í næstu andrá hneig hann niður á gólfið og var þegar örendur. Líkt og Örvar-Oddur kom hann heim á fornar slóðir eftir langa útivist til þess að deyja. Þannig lauk konungskomunni sumarið 1926. Jón Magnússon var fallinn frá. En eftir lifðu stjórnmála- menn, sem áttu margvísleg störf fyrir höndum. Eitt var það, að nú fékk sú hugmynd að minnast þúsund ára afmælis alþingis með veglegri hátíð byr undir vængi. Það linnti ekki hvatningargreinum og tillögum og ábendingum um það, sem gera þyrfti. Einn vakti máls á því að ráðast yrði í það að ryðja bílfæran veg úr Þingvallasveit og alla leið vestur í Borgarfjörð. Annar var sá, sem punta vildi upp á þingsalinn. Hann hafði komið til Hríseyjar um sumarið, sennilega í för með konungi, er hann gekk þar á land, og séð þar í stofu Páls Bergssonar til- vitnun eina úr Eddu í fagurlega gerðum eikarramma. Sýndist honum, að slíkur gripur eða annar viðlíka myndi sóma sér vel í þinghúsinu við Austurvöll. Og líklega hefur maðurinn haft alveg rétt fyrir sér — það skiist þeim, sem hugleiðir til- vitnunina: Hrörnar þöll, sús stendr þorpi á. En ekki er þess þó getið, að slíkt spjald hafi nokkru sinm verið hengt upp í þinghúsinu. Aftur á móti þótti það reynt til þrautar, að ekki myndi það verða bolsivikkastjórninni í Róss- landi að falli, þótt íslendingar þráuðust við enn um stunr5 og létust ekki vita, að hún hafði öll ráð í hendi sér frá Eyd a- salti til Kyrrahafs. Danska utanríkisráðuneytinu var þess vegna veitt heimild til viðurkenningar í nafni fslands. Kann- ski var það þó varhugavert spor, því að einmitt þetta sumar lét frú Kollantaj, sendiherra Sovétrikjanna í Osló, uppi afskap- lega ískyggilegar skoðanir á hjónabaridinu og olli með þvi mikilli og sárri hneykslan á góðum heimilum í Reykjavík. Fólkið þar fann svo sem til í stormum sinna tíða. Utan frá Kaupmannahöfn bárust þau tíðindi, að Stauning gætist hreint ekki vel að þeirri hugmynd, sem Guðmundur Finnbogason varpaði fram í Stjórnarbót, kunnu riti á þeirri tíð, að þjóðhöfðingjar og ráðherrar færu jafnan fremstir, er hersveitir væru sendar til orrustu og var hann þó með nálega skothelt skegg, sem huldi alla bringuna. Hitt vakti þó meiri athygli íslendinga, er í þann tið voru ekki farnir að gefa sig að ráði að hermálum, að Hinar sameinuðu verzlanir í Kaup- mannahöfn höfðu látið Svein Björnsson auglýsa til sölu átta verzlunarstaði, sem þær áttu enn á landi hér, ásamt jarð- eignum og vélbátum, sem þar heyrðu til. Þetta voru Djúpi- vogur, Eskifjörður, Vestdalseyri, Bakkagerði í Borgarfirði, Vopnafjörður, Hesteyri. Bolungarvik og Flateyri. Selstöðukaup- mennirnir voru að geispa golunni og ekki vonum fyrr. Ymsa kitlaði í fingurgómana að erfa veldi þeirra. Víðast urðu það þó kaupfélög bænda, sem tóku við góssinu. Valtýr Guðmundsson var orðinn aldraður maður og átti skammt ólifað. Hann var þó enn að skrifa í blöðin um nauð- syn járnbrauta á íslandi, bæði norðurbraut, sem átti að tengja Reykjavík og Akureyri saman, og austurbraut. sem átti að verða lífæð héraðanna sunnlenzku. Og hugmyndir gamla mannsins um íslenzkt járnbrautarkerfi voru svo sem ekki rödd aftan úr fortíðinni. Bæjaryfirvöldin í Reykjavík voru nýbúin að láta gera skipulagsuppdrátt af austurbænum. Þar gat að líta járnbrautarstöð harla mikla utan við bæinn — hún lagði undir sig Norðurmýrina nálega endilanga. En hinum megin Hringbrautar, austanvert við Skólavörðuholtið voru önnur þrjú mannvirki í röð á teiknipappírnum: Land- spítalinn syðst, þar sem hann er nú, síðan knattspyrnuvöll- ur mikill og álitlegur, skeifulaga íþróttaleikvangur á nokkuð svipuðum stað og Heilsuverndarstöðin er nú. ÓTT kaupmennirnir í Danmörku væru að gef- ast upp á verzlunarstöðunum á Austfjörðum og Vestfjörðum, voru hér og þar í útlöndum menn, sem ekki voru frábitnir því að ráðast í eitt og annað á íslandi. Ríkir menn í Eng- landi létu í það skína, að þeir kynnu að vilja gera járnbraut austur í sveitir, og Títanfélag- ið hafði hug á virkjun og járnbrautarlagningu. Fyrir tíu árum höfðu samvinnusamtök danskra bænda haft uppi nokkrar ráðagerðir um virkj- un Lagarfoss og byggingu áburðarverksmiðju þar eystra — sá hét Karl Sigvaldason, sem var umboðsmaður þeirra hér — og nú vakti Þórarinn Túliníus enn máls á byggingu saltpéturs- verksmiðju á Islandi í dönskum blöðum. Það var svo sem sitt hvað á seyði. Einn daginn var sagt frá því í Tímanum, að útlend veiði- skip, einkum frönsk, ,,hafa í seinni tíð fengið sér merkilegt áhald til að rata, þótt þoka sé, það f jarri landi og geti ekki kom- ið við venjulegum sjómælingum". Þetta ,,merkilega áhald“ kom þó ekki að gagni nema ..tvær loftskeytastöðvar séu í landi að styðjast við“. TJti um sveitir landsins voru plógar farnir að gerast nær- göngulir við móana, og stórfelld nýrækt í uppsiglingu í grennd Framh á bls 44. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.