Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Síða 36

Fálkinn - 06.06.1966, Síða 36
..........'•!••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«••# ■■ BCMDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKID & SONUR BJÖRNS R. MEÐ Hinn vinsæli Pónik kvintett hefur ráðið til sín nýjan trommuleikara, en það er 18 ára gamall piltur, Björn Björnsson að nafni, sonur Björns R. Einarssonar. Björn kveðst vera ánægð- ur með að starfa með Pónik. Eins og að líkum lætur er hann mjög hrifinn af jazz, en af erlendum hljómsveitum eru Beatles og Shadows i miklu uppáhaldi hjá Birni, en Orion tók þá síðarnefndu til fyrirmyndar í einu og öllu, en Björn var trommuleikari með þeim, áður en hann réðst til Pónik. Magnús Eiríks- son. hljómsveitarstjóri, sagðist vænta góðs af þessum unga og efnilega trommuleikara. t maí skemmtu Pónik og Einar gest- um Sigtúns um helgar og ávallt fyrir fullu húsi, enda er þetta mjög góð hljómsveit og ekki spillir það, að einn af okkar efnilegustu og fjölhæfustu dægurlagasöngvurum. Einar Júlíusson, sér um sönginn. PÓNIK - > TítÉP ágéfe m ] ii» m Íl. . w STtflJKAlV HfíIV Meftlimir WHU halra urftift Peter Townshe.nd Him tná ‘klls ekki vera málgefin. Ég vil hafa hana trekar hlédtæga, þó ekki t'eimna. Ef það er nokkuð, sem mér er illa við, þá er bað sjálfsánægð stúlka, sem er sífellt upp í skýjunum af hrifningu yfir sjálfri sér. Það er nauðsynlegt, að hún hafi gott skopskyn. Stúlkan mín á að vera látlaus í fram- komu og á ekki að klæða sig í áberandi föt, ég vil ekki ha^a hana eins og gangandi auglýsingu fyrir Dior. John Entwiste Éyrir utan það, að hún þarf að hafa áhuga á mér, þarf hún að hafa áhuga á músík. Mér líkar bezt við þær stúlkur, sem eyða ekki meiri hluta kvöldsins í að komast að niðurstöðu hvert á að fara. í þeim tilfellum eru mínar uppástungur gagnslausar. Mín bezta af- slöppun er að sjá hrollvekj- andi kvikmyndir með stúlku auðvitað og þá helzt í þeim hluta borgarinnar, sem ég þekkist ekki. Þessi eilífi á- troðningur aðdáendanna er dálítið þreytandi, jafnvel þó að um fallegar stúlkur sé að ræða. I Keith IVIoon Ég tek fyrst eftir andlit- inu og ef það er „oIræt“, þá má athuga málið. Stúlkurn- ar, sem ég fer út með eru um og yfir 17 ára. Sjálfur er ég 18 ára og fyrir alla muni, hún má ekki vera ljóshærð, því síður mikið máluð. Ég vil hafa hana lágvaxna, stuttklippta og dökkhærða. Mér fellur bezt, við þær, sem hafa frjálslega framkomu og eiga gott með að halda uppi samræðum. Roger Daltrey Stúlkan mín verður fyrst og fremst að hafa mikla persónutöfra og vera lagin að leysa úr vandamálum líð- andi stundar. En það fer hroðalega í taugarnar á mér, ef hún er sífellt að tala um allt og ekkert, bara til að geta heyrt í sjálfri sér. Hvað klæðnað snertir hef ég ekki neinar ákveðnar hugmynd- ir. Annars er ég ekkert gagnrýninn á þessa hluti, ég elska allt kvenfólk. 36 FALMNN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.