Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 38

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 38
Það nýjasta á gólfin kemur frá Krommenie Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúkur meó áföstu korki eða fílti allt hollenzkar gœðavörur frá stœrstu framleiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN - Bankastræti 7 — sími 22866» • Að auka gáfur Framh af bls. 13. þess með því að læra vera þann að skemmta sjálfu sér í stað þess að geðjast þeim, þá þurfa þau engu að kvíða. Börn úr fátækrahverfunum eru venjulega langt á eftii börnum millistéttarfólks í and- legum þroska og liggja þar til grundvallar sömu ástæður og þær sem draga úr þroska dýra í búrum samanborið við heim ilisdýr, nefnilega lakmarkað samband við umheiminn Um hverfi barna í fátækrahverf um er r>g oft eru hin- 38 P'ÁLKINN ir fullorðnu í lífi þess sljóir og áhugalausir. Þar sem enginn spyr spurninga sem ýta undir beitingu athyglinnar, lærir það aldrei að gera athuganir eða einbeita sér. Þegar að þvi kem- ur að það á að fara að ganga í skóla, skortir það viðhorf og getu til að ná árangri. Börnum sem búa við þess konar skort má hjálpa með því að ná til þeirra nógu snemma og veita þeim þá örvun, sem þau vanhagar um á heimilum sínum. Þjálfunardeildir fyrir börn og barnaheimili geta veitt mikla aðstoð með notkun leik- fanga, hljómlist, upplestri, myndum o. þ. h. f stað þess að hefja -U-ólagöngu fimm til sex áia, þegar sfríðið er ef til viil þegar tapað, getur barnið úr fátækrahverfinu byrjað þjálfun sína strax á þriðja eða fjórða aldursári. Prófessor Samuel A. Kirk við háskólann í Illinois, veitti hópi þriggja og fjögurra ára barna af fávitaheimili slíka eins árs forskólaþjálfun með þeim árangri að greindarvísi- tala þeirra hækkaði um allt að 20 stig. Hækkun sem þessi nem- ur muninum á algerri vangetu og gagnsemi, muninum á eins- kisnýtri tilveru og góðu lífi. Enginn veit enn með vissu hvort andlegum afrekum mannsins eru takmörk sett. Vel getur svo farið að afkom- endur okkar lifi í þjóðfélagi sem að andlegu atgervi er jafn- hátt yfir okkar greindarstig hafið og við erum hafin yfir forfeður okkar meðal fáfróðra miðaldabænda. Þegar öllu er á botninn hvolft þá höfum við nú sams konar heila —- að byggingu og lögun — og stein- aldarmaðurinn hafði fyrir 30.000 árum. Allar andlegar framfarir sem átt hafa sér stað hjá okkur síðan, stafa ekki af fullkomnari heilum heldur af fullkomnari notkun. þeirra. Nú höfum við í fyrsta sinn möguleika til þess að kenna stórum hluta jarðarbúa að hugsa. Því að við höfum gert þá uppgötvun, að allar mann- legar verur standa til miklu meiri bóta en nokkur hafði þorað að gera sér vonir um. • Strip-tease Framh. af bls. 17. komið nokkuð langt frá þeirri tiltölulega einföldu athöfn, að stúlka afklæðist uppi á sviði og sýni sköpulag sitt óhulið til skemmtunar fyrir áhorfendur? — Ég bralla bara svolítið með verk náttúrunnar, það er allt og sumt. Listin er náttúrunni meiri. Og hvers vegna skyldu konur bera íburð- armikil klæði? Er það gert til annars en bæta upp sköpunar- verk móður náttúru? Ef til- gangurinn væri ekki annar en halda á sér hita, væri eins hægt að vera í poka með götum fyrir höfuð og fætur. Það sem ég hef á boðstólum eru verksmiðjuframleiddir draum- ar, minn kæri — Þér veljið stúlkurnar með tilliti til þess að hver og einn geti fundið það sem honum fellur bezt í geð, ekki satt? FALKINN flýgur út á hverjuin raánudegi Þess vegna er þetta aðeins að finna í París. — Það liggur í augum uppþ að fjölbreytnin er nauðsynleg. En er yður ekki enn farið að skiljast, hvers konar skemmtl- atriði það eru, sem hér fara fram? Ef hingað koma menn, sem dreymir um kalda, nor- ræna fegurð eða suðrænan funa og ætla að sjá eitthvað sem þá dreymir um í einhvers lags órum, þá verður þeim ekki að ósk sinni. Hér eru eng- ar holdsýningar fyrir þá sem aldrei hafa komizt af gelgju- skeiði. Við gerum nektarsýn- ingu að skemmtiatriði í gaman- sömum stíl. Við gerum gys að striplinu. Striplið okkar er and- stripl. Alveg eins og nöfnin á stúlkunum okkar, sem öll bera keim af gríni eða háði. Þess vegna skemmtir fólk sér svona vel hérna. Við hendum góðlát- legt gaman að tilfinningum þeim, sem konukroppur vekur í karlmanninum. Við útskúf- um ekki þessum tilfinningum, en tökum þær ekki svo alvar- lega að nálgist hið dýrslega. í þessu er fólginn sá sanni París- arblær sem hvílir yfir „Crazy Horse“. Þess vegna er þetta hvergi að finna nema í París. — Hefur það nokkurn tíma komið fyrir hjá yður, að karl- maður liafi ruðzt upp á sviðið? — Nei, aldrei. Það kæmi engum til hugar að gera, ekki fremur en að stökkva á kvik- myndatjald eða sjónvarps- skerm. Við sýnum engar eggj- andi kynverur, heldur upp- hafnar gyðjur. í því er sérstaða okkar fólgin. — Er það þess vegna sem svo margir gesta „Crazy Horse“ eru konur, þó að þær láti ekki sjá sig í öðrum klúbbum af þessu tagi? — Einmitt þess vegna. Hing- að koma m. a. s. fleiri konur en karlmenn. Og þær eru áhugasamari áhorfendur. — Hvernig getur staðið á því? — Frönsku karlmennirnir eru „blaseraðir“. Sjálfbirgings- legir. Afar dómharðir. Þeir eru alltaf búnir að sjá þetta allt saman. Þeir bryðja salthnet- urnar sjínat og horfa. ofan í viskfglasið sitt. Konurnar eru alit öðruvísi. Þær hafa gleggra

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.