Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 41

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 41
• Strip-tease Framh. aí bls. 39. -r- Kemur hún oft í klúbb- inn? — Næstum á hverju kvöldi. Hún skemmtir sér prýðilega hérna. — Þér lítið á þetta sem hvert annað starf. Þér skammizt yðar ekki fyrir það? — Ef ég sýndi stúlkurnar mínar á sama hátt og gert er á Pigalle eða Reeperbahn, þá mundi ég skammast mín En með mínum aðferðum — þá er iangt frá því • Með rafreikna Framh. af bls. 19. hafði m. a. atvinnurekstur á Sauðárkróki og Akranesi, sá um að pilturinn fengi frítt far heim enda var orðið lítið um farareyri. Þótt ekki væri hægt að segja að Ottó Jiði skort í Þýzkalandi, var þó spart á haldið og heim- leiðin með Eldborg, í rjóma- iogni alia leið og mikinn og góðan mat, var sem ‘samfelld veizla. Eftir tíu mánaða veru erlendis var Ottó svo aftur heima. Hann fór strax að vinna ýmsa verkamannavlnnu en hafði í hyggju 'að fara fil Reykjavíkur um haustið og stofnsetja verkstæði. Hann taldi sig samt ekki hafa lært nóg og hugði á aðra utanför og á frekara nám. í ágúst sumarið 1939 strand- aði norskt flutningaskip við Norðurland. Skipið, sem var gamalt orðið, hét Lappen og það lá á strandstaðnum og var ekki annað fyrirsjáanlegt, en að það myndi liðast þar í sundur er haustaði og veður herti. í september skall stríð- ið á. Samtímis hækkuðu skip í verði og litlu síðar lét ríkis- stjórnin ná skipinu á flot og gera það siglingahæft. Áhöfn var ráðin á skipið hér á landi, en yfirmenn voru norskir. Meðal þeirra, sem ráðnir voru, var Ottó, A. Michelsen, skráð- ur kyndari. Það þótti jaðra við fífldirfsku að ætla í siglingar á þessum tíma, þegar fréttir bárust af kafbátaárásum og tundurdufl- um, og þegar Lappen sigldi frá Akureyri til þess að lesta útflutningsvörur á Norður- og Austurlandi, stóðu nokkrir frændur Ottós á bryggjunni og kvöddu hann, næsta vissir um að sjá hann aldrei aftur. Þeir létu í haf frá Hornafirði og sigldu til Noregs. Vegna kafbátahættunnar voru ekki farnar venjulegar siglingaieið- ir, og eftir níu daga siglingu sáu þeir land. Það var Hammer- fest. Lappen sigldi svo suður með landi innan landhelgi og komst um síðir til Bergen. Það var síðast í september* íslenzki hluti áhafnarinnar að Ottó undanteknum fór síðan til ís- lands. Hann ætlaði að verða áfram á Lappen, sem nú átti að sigla tií Japan og fara víða um Kyrrahafið. Af þessu varð þó ekki. Þegar þeir sigldu út Bergensfjörðinn varð spreng- ing í skipinu og það sökk. Sagt var að það hefði rekizt á tund- urdufl. Þetta gerðist í logni og blíðviðri og allir mennirnir fóru í skipsbátana og reru í land. Þegar Kyrrahafssiglingin var þannig að engu orðin, fór Ottó til Kaupmannahafnar og leitaði fyrir sér um vinnu. At- vinna lá ekki á lausu, en hann átti einhverja aura í vasanum og gat dregið fram lífið. Hann komst um síðir á verkstæði sem gerði við lindarpenna. Um þetta leyti hófst vetrarstríðið milli Rússa og Finna. Margir í Danmörku buðu sig fram sem sjálfboðaliða í finnska herinn. Ottó var ,. meðpl þeipra. Þeir stóðu í biðröð frá því klukkan fjögur að morgni til, klukkan f jögur um daginn í sextán stiga frosti. Eftir að hafa sótt um, var beðið eftir svari í nokkrar vikur hvort viðkomandi yrði tekinn í herinn. Áður en svar barst frá Finnum, hafði fyrir- tæki það sem Ottó lærði hjá áður, boðið honum vinnu og framhaldsnám. Hann hélt því suður á bóginn og settist að í Erfurt í Thúringen. Sem ungur maður og ókvæntur, var Ottó mikið á ferðalögum á vegum fyrirtækisins, oft vikum saman. Síðla árs 1940 var hann svo fluttur til Dresden og falin um- sjón reiknivéladeildar fyrirtæk- isins í Dresden, Leipzig og fleiri borgum. Vinnan var mikil og alltaf fækkaði mönnunum, sem hann hafði yfir að ráða. Þeir voru fyrst ellefu, en voru teknir til annarra starfa og um leið jókst álagið á þá sem eftir voru. Striðið hélt áfram og innrás- in í Rússland hófst. Ottó hafði í nokkurn tíma reynt að kom- ast að hjá öðru fyrirtæki, í þeim tilgangi, að fá viðtækari reynslu og læra meira. Hann var að búa sig undir starf á Platan er á blaðsíðu Nafn: ................................. Heimili: .......................... Ég vel mér nr. ........... Til vara nr. VerSlaun úr 16. tölublaði: Rafn A. Jónsson, Lambhól. Vinsælar plötur í dag: 1. A Sad Day — Rolling Stones 2. 007-11 — Ventures 3. I Look for You — Sonnie and Cher 4. I am sure gonna miss Her — Gary Louis 5. Time.for Love — Petulla Clark VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. FOTIISI FRÁ Donni gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur FOGOKID® ^ tMtð'u’ÖSIM Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi níja plötu, sem liann vclur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. —Dregið verður-úr réttum laúsnum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.